Tónlist

Spila í Texas

Hljómsveitinni Mammút hefur verið boðið að koma fram á hinni virtu tónlistarhátíð South By South West í Austin, Texas í Bandaríkjunum sem fer fram í mars 2007.

Tónlist

Reykjavík! gerist víðförul

Hljómsveitinni Reykjavík! hefur verið boðið að spila á þremur stórum hátíðum í byrjun næsta árs. Fyrst er það Eurosonic í Hollandi, því næst By:Larm í Noregi, og síðast en ekki síst hin veglega South by Southwest-hátíð í Texas í mars.

Tónlist

Órafmagnaðir í L.A.

Tónleikaplatan Skin and Bones með Foo Fighters er komin út. Platan inniheldur vinsæl lög á borð við Walking After You, My Hero, Times Like These og Everlong í órafmögnuðum útgáfum. Tónleikarnir voru teknir upp í Los Angeles Pantages Theater í Kaliforníu í ágúst síðastliðnum.

Tónlist

Kylie og Furtado syngja dúett

Söngkonan Nelly Furtado ætlar að syngja dúett með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. Furtado gaf í sumar út plötuna Loose sem hefur m.a. að geyma lagið Maneater. Einnig er þar lagið Promiscuous sem hún söng með upptökustjóranum snjalla Timbaland.

Tónlist

Kóngar hvíta blúsins sameinaðir

JJ Cale hefur haft mikil áhrif á tónlist Erics Clapton. Hann samdi lögin Cocaine og After Midnight sem bæði náðu miklum vinsældum þegar Eric Clapton gerði sínar útgáfur af þeim. Þær vinsældir urðu svo til þess að vekja athygli á JJ Cale. Þannig eiga þessir tveir tónlistarmenn hvor öðrum mikið að þakka. Það var þess vegna mikið fagnaðarefni fyrir marga að þeir skildu í fyrsta sinn gera plötu saman.

Tónlist

Jóel í nýju varplandi

Jóel Pálsson er einn fremsti djass-tónlistamaður okkar Íslendinga og er fremstur meðal jafningja í hópi þeirra ungu tónlistarmanna sem hafa lagt þessa tónlistastefnu fyrir sig.

Tónlist

Safnplata frá Ladda

Skemmtikrafturinn Laddi gefur á næstunni út tvöföldu safnplötuna Hver er sinnar kæfu smiður. Platan hefur að geyma öll vinsælustu lög hans, auk hinna ýmsu grínatriða sem hann hefur gefið út. Alls er að finna fimmtíu mismunandi upptökur á plötunum tveimur, þar á meðal lög með HLH-flokknum og efni frá Halla og Ladda.

Tónlist

Sálumessa Mozarts á miðnætti

Óperukórinn í Reykjavík heldur sérstaka í Langholtskirkju aðfararnótt 5. desember næstkomandi en þá flytur kórinn Sálusmessu Mozarts ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvurum.

Tónlist

Ný plata í vinnslu

Hljómsveitin Ghostigital heldur tónleika í Stúdentakjallaranum á laugardag. Sveitin er nýkomin úr tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hún hitaði upp fyrir The Melvins.

Tónlist

Frumraun í Salnum

Barítónsöngvarinn Jón Leifsson heldur debut-tónleika sína í Salnum í Kópavogi á morgun. Jón stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan vorið 2005 en hann hefur enn fremur sótt Masterclass-söngtíma hjá Kristni Sigmundssyni, David Jones, Elisabetu Meyer-Topsoe, Robert Stapleton og Kiri Te Kanawa og hlotnaðist sá heiður að syngja á tónleikum hennar haustið 2005.

Tónlist

Eðalsvalleiki af bestu gerð

Kom inn á Nasa rétt í þann mund sem Jakobínarína voru að stíga af sviðinu sem var synd og skömm. Svalasta hljómsveit landsins, Singapore Sling, steig síðan á svið og var hún vel þétt að vanda enda hér á ferð ein langbesta tónleikasveit landsins. Hljómurinn var allur til stakrar prýði en hljómsveitin hefur reyndar átt betri spretti en hún sýndi á miðvikudagskvöldið.

Tónlist

Toto til Íslands

Hljómsveitin fornfræga Toto heldur tónleika í Laugardalshöll þann 10. júlí á næsta ári á vegum 2B Company. Tónleikarnir eru liður í að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar, Falling in Between, og eru tónleikarnir hér á landi þeir síðustu í tónleikaferð hennar.

Tónlist

Talað á tónleikum í Kína

Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er nýsnúin heim úr tónleikaferðalagi um Kína þar sem hún kom fram ásamt írska strengjakvartettinum Vanbrugh. Áshildur og Vanbrugh ferðuðust um í rúmar tvær vikur og komu meðal annars fram í Shanghaí og Beijing.

Tónlist

Skrifar fyrir virt vefrit

Marga netverja rak í rogastans þegar þeir sáu nafn Atla Bollasonar skrifað undir umfjöllun um tónleika Sufjan Stevens í Fríkirkjunni á heimasíðunni Pitchforkmedia.com, sem er einhver sú virtasta í bransanum.

Tónlist

Niðurlæging íslensks popps

Staðreyndin sem blasir við íslenska poppheiminum í dag er einfaldlega sú að hann er gjörsamlega staðnaður og hefur hljómað nær alveg eins í rúm tíu ár. Þetta er sorgleg staðreynd en engu að síður sönn.

Tónlist

Kántrískotinn blús í Fríkirkjunni

Tónlistarkonan Lay Low, eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, hélt útgáfutónleika í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöld. Lay Low gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Please Don"t Hate Me, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þar spilar hún kántrískotinn blús og hlýddu um 400 manns á hana spila nýju lögin í Fríkirkjunni.

Tónlist

KaSa í Ráðhúsinu

Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal.

Tónlist

Jólatónleikar Svansins

Lúðrasveitin Svanur heldur árlega jólatónleika sína á sunnudaginn. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og munu tónleikagestir fá að heyra allt frá rússneskum polka yfir í íslensk dægurlög. Rúmlega þrjátíu hljóðfæraleikarar munu taka þátt í tónleikunum sem verða með hátíðarbrag en Einar Jónsson trompetleikari mun leika með sveitinni.

Tónlist

Sérþarfir stjarnanna og stíf gæsla

„Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost.

Tónlist

Óvenjulegir útgáfutónleikar hjá Todmobile

Hljómsveitin Todmobile sendi frá sér plötuna ÓPUS 6 sl. föstudag og fagnar útgáfunni nk. föstudag, þann 1. desember með harla óvenjulegum útgáfutónleikum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.35 en þeir fara fram í Sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins og í beinni útsendingu til allra landsmanna.

Tónlist

Rappstjarna framtíðarinnar

Hinn 15 ára gamli Daníel Alvin sigraði í rímnaflæðikeppni Miðbergs um síðustu helgi. Hann þótti skrefi á undan jafnöldrum sínum í textagerð og flutningi.

Tónlist

Ómþýður kærleikur

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur verið dugleg við að prófa nýja hluti á undanförnum árum. Hún samdi lög við söngleikinn Sól og Mána sem var fluttur í Borgarleikhúsinu, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og næst var röðin komin að tónleikum með Gospelkór Reykjavíkur.

Tónlist

Músík Monks í Múlanum

Sjöttu tónleikar í tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans fara fram á DOMO-bar, Þingholtsstræti 5, í kvöld en þar leikur A.S.A., tríó Andrésar Þórs Gunnlaugssonar djassgítarleikara.

Tónlist

Kynna plötu með draugaveiðum

Breska stúlknasveitin Girls Aloud einbeitir sér nú að því að fylgja nýju plötunni sinni úr hlaði. Í því skyni ákváðu stúlkurnar að fara með upptökulið upp á arminn í tvö hús sem bæði eru víðfræg fyrir reimleika, og fara þar í andaglas. Ein þeirra, Nadine Coyle, þverneitaði þó að taka þátt í ævintýrinu og kvaðst vera allt of hrædd við slíka hluti.

Tónlist

Barist gegn nauðgunum

KK, Pétur Ben, Reykjavík! og Orig-inal Melody koma fram á tónleikum í kvöld sem er lokahnykkur átaksins „Nóvember gegn nauðgunum“ sem Jafningjafræðsla Hins hússins hefur staðið fyrir.

Tónlist

Baggalútsæðið er hafið!

Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju.

Tónlist

Fagmennska er ekki nóg!

Þegar ég fékk plötu Bríetar Sunnu í hendurnar hugsaði ég með mér að hér væri komin enn ein Ædol-platan, hrikalega ófrumleg um-slagsmynd sagði allt sem segja þurfti. Ég leit aftan á plötuna og skoðaði lagalistann.

Tónlist

Barokk í Neskirkju

Rinascente hópurinn heldur tónleika annað kvöld á vegum tónlistarhátíðarinnar „Tónað inn í aðventu.“ Hópinn skipa þau Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón og Steingrímur Þórhallsson organisti og listrænn stjórnandi hópsins.

Tónlist