Tónlist

Unnið gegn jólastressinu

Eyjólfur Eyjólfsson óperusöngvari Kemur Hafnfirðingum í jólaskap.
Eyjólfur Eyjólfsson óperusöngvari Kemur Hafnfirðingum í jólaskap.

Það verður rólegheitastemning í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld en þar verður boðið upp á ókeypis tónleika í jólaamstrinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasöngvar“ en skipuleggjandi þeirra, Antonía Hevesi, hefur staðið að sambærilegum jólatónleikum fyrir jólin síðan hún hóf störf sem organisti við kirkjuna. Antonía hættir sem organisti um áramótin og eru þetta því síðustu „Jólasöngvar“ hennar að sinni.

Gestur Antoníu er hafnfirski tenórinn Eyjólfur Eyjólfsson en þau hafa starfað töluvert saman. Auk þess mun leynigestur líta inn og leggja sitt af mörkum við dagskrána.

Á efnisskrá kvöldsins eru klassísk og hátíðleg jólalög á borð við Panis angelicus eftir C. Franck, Ave Maria eftir Schubert, Bach-Guonud og Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt eftir A. Adams. „Við reynum að hjálpa fólki að slappa af í jólastressinu og ef einhver sofnar í kirkjunni munum við líta á það sem hrós,“ segir Antonía og kímir.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru þeir öllum opnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.