Tónlist

Úrkynjuð aðventa

Hljómsveitin Skakkamanage Í mikilfenglegum árekstri.
Hljómsveitin Skakkamanage Í mikilfenglegum árekstri. MYND/Hörður

Tónleikar, bókmenntavaka og almenn aðventugleði verður á ölkránni Grand rokk kl. 21 í kvöld en þar leiða saman hross sín máttug öfl úr íslensku menningarlífi og keyra saman kollum svo úr verður enn einn mikill og mikilfenglegur listfengur áreksturinn. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! og Skakkamanage ásamt Pétri Ben, Mr. Sillu & Mongoose og mögulega FM Belfast.

Milli laga og atriða munu svo fulltrúar Nýhil-samsteypunnar kynna innbundna jólaútgáfu sína, sem hefur verið talsvert umdeild upp á síðkastið. Einnig mun hið fróma plötufyrirtæki 12 tónar kynna sína útgáfuskrá. Miðaverð er 500 krónur en innifalið er heil-mikið rokk, rauðvín og piparkökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.