Skoðun

Strand í Staðar­hverfi?

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir.

Skoðun

Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina?

Anna Söderström skrifar

Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna.

Skoðun

Veruleikatenging

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög.

Skoðun

Víxlhækkanir vaxta og verðlags

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar.

Skoðun

Hug­leiðing úr allt að því þrota­búi

Kristófer Ingi Svavarsson skrifar

Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!

Skoðun

Kol­efnis­jöfnun er mikil­væg en það þarf að standa rétt að henni

Haukur Logi Jóhannsson,Guðmundur Sigbergsson, og Gunnar S. Magnússon skrifa

Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga.

Skoðun

Sam­úðar­kveðjur til íbúa Blá­skóga­byggðar

Sigríður Jónsdóttir skrifar

Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu.

Skoðun

Mesta rán Ís­lands­sögunnar

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Ég ætla að byrja á að segja ykkur sögu nýfrjálshyggjunnar. Sagan byrjar þar sem hin ríku lofa ykkur að skattalækkanir til þeirra sjálfra muni bæta hag allra. Málið er að við förum betur með fé en allir aðrir. Þess vegna erum við rík.

Skoðun

Einn gegn öllum

Bryndís Schram skrifar

Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum.

Skoðun

Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu.

Skoðun

Borgin á ekki að vera að opna á við­skipta­tæki­færi með barn­æskuna

Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða.

Skoðun

Nýtum á­fengis­gjald í fé­lags­lega upp­byggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af á­fengis­neyslu

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Andrea Helgadóttir skrifa

Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi.

Skoðun

Opið bréf til auglýsingadeilda og ritstjórna

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira.

Skoðun

Fækkun sýslu­manna – stöldrum við

Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir skrifar

Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á.

Skoðun

Það sem vel er gert í ís­lenskri heil­brigðis­þjónustu

Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er.

Skoðun

Sykur­púða snillingurinn hann Ragnar

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi.

Skoðun

Örugg bú­seta?

Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu.

Skoðun

Við erum ekki til­búin fyrir skólann

Sara Dögg Svanhildardótti og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa

Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Skoðun

Elsku hjartans starfs­fólk hjúkrunar­heimila

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar

Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti.

Skoðun

Fjár­festingar í hærri vöxtum og verð­bólgu

Kristín Hildur Ragnarsdóttir skrifar

Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka.

Skoðun

Hinir raun­veru­legu styrk­þegar ríkis­sjóðs

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna.

Skoðun

Pilsa­þytur Við­reisnar

Svanur Guðmundsson skrifar

Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999.

Skoðun

Hræsni, Björn Steinbekk

Kristján Atli Baldursson Dýrfjörð skrifar

Björn Steinbekk hefur ráðist gegn þeim sem hafa sagt eitthvað um hann og krafist þess af fyrirtækjum á borð við Coca Cola, Nóa síríus ofl. styrktaraðilum að hætta samstarfi.

Skoðun

Skatt­kerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitar­fé­lög

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar.

Skoðun

Banda­lagið sem elskar kjarn­orku­sprengjur

Stefán Pálsson skrifar

„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér.

Skoðun