Fiskveiðiauðlindin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. mars 2023 09:31 Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Auðlindarenta Indriði H. Þorláksson hefur rannsakað og skrifað um auðlindarentuna og velt upp spurningum um hver sé raunveruleg afkoma fyrirtækja sem nýta fiskveiðiauðlindir landsins. Hann hefur dregið fram hver þáttur auðlindarinnar er þ.e. auðlindarentan og hvort greitt sé eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Auðlindarentan fellur þeim í skaut sem fær nýtingarréttinn nema að fullt markaðsgjald komi fyrir hann. Indriði hefur tekið saman staðreyndir sem sýna fram á að á árunum 2010 – 2020 hafi auðlindarentan verið samtals 519 milljarðar króna eða um 47 milljarðar að meðaltali á ári. Auðlindarentan hafi lægst farið í 20 milljarðar árið 2017 en annars verið á bilinu 38-68 milljarðar króna á ári. Sveiflur á milli ára megi að verulegum hluta rekja til breytinga á gengi. Samkvæmt þessu er auðlindarentan tæp 20% af söluverðmæti sjávarafurða. Auðlindarentan er því óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er einnig birtingarmynd þess segir Indriði í greinarsafni sem hann birtir á heimasíðu sinni. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfartelja aflahlutdeild og aflaheimildir vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er tæpar 18 kr kílóið. Einnig má líta á kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Eigið fé Vísis var skv. ársreikningi um 6 milljarðar króna en samt greiddi Síldarvinnslan 31 milljarð króna fyrir félagið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur af óbreyttum kvóta hinna sameinuðu fyrirtækja hljóta framtíðartekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríflegar að kaupin borgi sig, líkt og Indriði bendir á. Auðlindastefnunefnd um aldamót Jóhannes Norðdal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar um aldamótin. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Hann segir í ævisögunni að leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) yrðu fyrndar um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Og hér erum við á sama stað 23 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Norðdal í þessum efnum og tel að sátt náist ekki nema að gjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Samþjöppun og raunverulegir eigendur Í atvinnuveganefnd er til vinnslu frumvarp sem ég mælti fyrir á dögunum um hvernig skilgreina skuli tengda aðila í lögum um fiskveiðistjórnun. Mér finnst það liggja beint við að miða við raunverulega eigendur sem samkvæmt lögum er 25% eignarhlutur. Það viðmið um raunverulega eigendur ætta að miða við í stað meirihluta eignar þegar reiknuð er aflahlutdeild til að meta hvort 12% lögbundinni hámarksaflahlutdeild sé náð. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja liggja öllum opin í Fyrirtækjaskrá þannig að eftirlit með því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð er auðvelt fyrir Fiskistofu. Og því til viðbótar ætti að leita í lög um fjármálafyrirtæki að fyrirmynd um skilgreiningu á tengdum aðilum. Þar er miðað við að tengdir aðilar séu lögaðilar sem stjórnað er af sömu einstaklingum og einnig hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn og lögaðilar í þeirra eigu. Að lokum: Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Auðlindarenta Indriði H. Þorláksson hefur rannsakað og skrifað um auðlindarentuna og velt upp spurningum um hver sé raunveruleg afkoma fyrirtækja sem nýta fiskveiðiauðlindir landsins. Hann hefur dregið fram hver þáttur auðlindarinnar er þ.e. auðlindarentan og hvort greitt sé eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Auðlindarentan fellur þeim í skaut sem fær nýtingarréttinn nema að fullt markaðsgjald komi fyrir hann. Indriði hefur tekið saman staðreyndir sem sýna fram á að á árunum 2010 – 2020 hafi auðlindarentan verið samtals 519 milljarðar króna eða um 47 milljarðar að meðaltali á ári. Auðlindarentan hafi lægst farið í 20 milljarðar árið 2017 en annars verið á bilinu 38-68 milljarðar króna á ári. Sveiflur á milli ára megi að verulegum hluta rekja til breytinga á gengi. Samkvæmt þessu er auðlindarentan tæp 20% af söluverðmæti sjávarafurða. Auðlindarentan er því óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er einnig birtingarmynd þess segir Indriði í greinarsafni sem hann birtir á heimasíðu sinni. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfartelja aflahlutdeild og aflaheimildir vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er tæpar 18 kr kílóið. Einnig má líta á kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Eigið fé Vísis var skv. ársreikningi um 6 milljarðar króna en samt greiddi Síldarvinnslan 31 milljarð króna fyrir félagið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur af óbreyttum kvóta hinna sameinuðu fyrirtækja hljóta framtíðartekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríflegar að kaupin borgi sig, líkt og Indriði bendir á. Auðlindastefnunefnd um aldamót Jóhannes Norðdal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar um aldamótin. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Hann segir í ævisögunni að leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) yrðu fyrndar um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Og hér erum við á sama stað 23 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Norðdal í þessum efnum og tel að sátt náist ekki nema að gjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Samþjöppun og raunverulegir eigendur Í atvinnuveganefnd er til vinnslu frumvarp sem ég mælti fyrir á dögunum um hvernig skilgreina skuli tengda aðila í lögum um fiskveiðistjórnun. Mér finnst það liggja beint við að miða við raunverulega eigendur sem samkvæmt lögum er 25% eignarhlutur. Það viðmið um raunverulega eigendur ætta að miða við í stað meirihluta eignar þegar reiknuð er aflahlutdeild til að meta hvort 12% lögbundinni hámarksaflahlutdeild sé náð. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja liggja öllum opin í Fyrirtækjaskrá þannig að eftirlit með því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð er auðvelt fyrir Fiskistofu. Og því til viðbótar ætti að leita í lög um fjármálafyrirtæki að fyrirmynd um skilgreiningu á tengdum aðilum. Þar er miðað við að tengdir aðilar séu lögaðilar sem stjórnað er af sömu einstaklingum og einnig hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn og lögaðilar í þeirra eigu. Að lokum: Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun