Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra Grímur Atlason skrifar 27. mars 2023 17:30 Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Körfubolti Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun