Framtíðin er í okkar höndum! Finnur Ricart Andrason skrifar 24. mars 2023 09:31 Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi og varanleg áhrif á þessa fjarlægu framtíð, en einnig núverandi- og framtíðarkynslóðir. Ósamræmi milli loforða og aðgerða Í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) kemur fram að til að koma í veg fyrir stjórnlausar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum þurfum við sem heimssamfélag að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og það strax. Þetta er samantektarskýrsla og því er ekki um ný skilaboð að ræða, en þrátt fyrir látlausar ítrekanir síðustu ár virðist fremsta loftslagsvísindafólk heims tala fyrir daufum eyrum. Stefnur og aðgerðir stjórnvalda um allan heim eru í algjöru ósamræmi við pólitískar viljayfirlýsingar stjórnvalda. Loforð stjórnvalda um samdrátt í losun myndu nefnilega takmarka hlýnun jarðar við u.þ.b. 1.8 gráðu frá iðnbyltingu á meðan boðaðar aðgerðir í aðgerðaáætlunum þessara sömu stjórnvalda stefna okkur í átt að meira en 2.8 gráðu hlýnun. Munurinn á afleiðingum á fólk og vistkerfi jarðar milli þessara tveggja sviðsmynda er gífurlegur. Sem dæmi mun núverandi aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, skv. framreikningum Umhverfisstofnunar, einungis draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 10% fram til ársins 2040 m.v. losun árið 2005 (blá lína). Samt sem áður er markmið stjórnvalda að ná kolefnishlutleysi á þessum tímapunkti, þ.e. að hafa dregið úr losun tíu sinnum meira en spáð er. Grafið hér að neðan sýnir væntanlegan samdrátt í losun (svört lína) í samanburði við þann samdrátt sem stjórnvöld segjast ætla að ná fyrir árið 2040 (græn lína). Framtíðin er enn í okkar höndum Þrátt fyrir að skýrsla IPCC dragi vissulega upp dökka mynd eru meginskilaboð hennar í raun að framtíðin sé ennþá í okkar höndum. Núna er besti tíminn til að grípa til aðgerða því það ódýrara en að gera það á morgun og það dregur úr líkunum á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga. Samdráttur upp á hvert tonn af gróðurhúsalofttegundum skiptir máli. Til viðbótar við að spá um hvert stefnir segir skýrslan okkur einnig að allar lausnirnar sem við þurfum á að halda séu til. Sömuleiðis er allt fjármagnið sem við þurfum til að fjárfesta í þessum lausnum til og það er ekki nema brot af vergri framleiðslu heimsins. Það eina sem virðist ekki vera til nóg af er pólitískur vilji, pólitískt þor, pólitískt hugrekki, hvernig sem þið viljið orða það. En af hverju skortir pólitískan vilja í loftslagsmálum? Þegar Almannavarnir sögðu við okkur í Covid faraldrinum „nú stefnum við á að fjöldi fólks láti lífið ef við grípum ekki til róttækra aðgerða strax!“, þá gripu stjórnvöld tafarlaust til allra nauðsynlegra aðgerða. Þríeykið afstýrði samfélaginu frá verstu afleiðingum Covid krísunnar í krafti vísindana, en af hverju eru stjórnvöld ekki að hlusta á tilmæli IPCC sem er samansafn fremsta vísindafólks heims sem vinnur að því að segja okkur hvernig við þurfum að afstýra verstu afleiðingum loftslagskrísunnar? Tækifærin eru til staðar - grípum þau! Sum tala um að umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem þörf er á séu pólitískt ómögulegar, en þetta er einfaldlega ekki satt. Það eru endalaus tækifæri sem felast í róttækum og tafarlausum loftslagsaðgerðum, t.d. þegar kemur að bættum loftgæðum, bættri lýðheilsu, og bættum efnahag til lengri tíma, og koma öll þessi tækifæri einnig fram í skýrslum IPCC. Það væri ekkert mál fyrir stjórnmálafólk að draga fram öll þau jákvæðu áhrif sem slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér - er það ekki annars það sem stjórnmálafólk gerir best, að ramma inn aðgerðir sínar á jákvæðan hátt? Nú eru þúsundir færasta vísindafólks heims búið að segja ykkur, kæru stjórnvöld, nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú bið ég ykkur um að grípa í taumana áður en þeir renna úr greipum ykkar og ráðast í alvöru róttækar loftslagsaðgerðir strax! Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Loftslagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi og varanleg áhrif á þessa fjarlægu framtíð, en einnig núverandi- og framtíðarkynslóðir. Ósamræmi milli loforða og aðgerða Í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) kemur fram að til að koma í veg fyrir stjórnlausar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum þurfum við sem heimssamfélag að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og það strax. Þetta er samantektarskýrsla og því er ekki um ný skilaboð að ræða, en þrátt fyrir látlausar ítrekanir síðustu ár virðist fremsta loftslagsvísindafólk heims tala fyrir daufum eyrum. Stefnur og aðgerðir stjórnvalda um allan heim eru í algjöru ósamræmi við pólitískar viljayfirlýsingar stjórnvalda. Loforð stjórnvalda um samdrátt í losun myndu nefnilega takmarka hlýnun jarðar við u.þ.b. 1.8 gráðu frá iðnbyltingu á meðan boðaðar aðgerðir í aðgerðaáætlunum þessara sömu stjórnvalda stefna okkur í átt að meira en 2.8 gráðu hlýnun. Munurinn á afleiðingum á fólk og vistkerfi jarðar milli þessara tveggja sviðsmynda er gífurlegur. Sem dæmi mun núverandi aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, skv. framreikningum Umhverfisstofnunar, einungis draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 10% fram til ársins 2040 m.v. losun árið 2005 (blá lína). Samt sem áður er markmið stjórnvalda að ná kolefnishlutleysi á þessum tímapunkti, þ.e. að hafa dregið úr losun tíu sinnum meira en spáð er. Grafið hér að neðan sýnir væntanlegan samdrátt í losun (svört lína) í samanburði við þann samdrátt sem stjórnvöld segjast ætla að ná fyrir árið 2040 (græn lína). Framtíðin er enn í okkar höndum Þrátt fyrir að skýrsla IPCC dragi vissulega upp dökka mynd eru meginskilaboð hennar í raun að framtíðin sé ennþá í okkar höndum. Núna er besti tíminn til að grípa til aðgerða því það ódýrara en að gera það á morgun og það dregur úr líkunum á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga. Samdráttur upp á hvert tonn af gróðurhúsalofttegundum skiptir máli. Til viðbótar við að spá um hvert stefnir segir skýrslan okkur einnig að allar lausnirnar sem við þurfum á að halda séu til. Sömuleiðis er allt fjármagnið sem við þurfum til að fjárfesta í þessum lausnum til og það er ekki nema brot af vergri framleiðslu heimsins. Það eina sem virðist ekki vera til nóg af er pólitískur vilji, pólitískt þor, pólitískt hugrekki, hvernig sem þið viljið orða það. En af hverju skortir pólitískan vilja í loftslagsmálum? Þegar Almannavarnir sögðu við okkur í Covid faraldrinum „nú stefnum við á að fjöldi fólks láti lífið ef við grípum ekki til róttækra aðgerða strax!“, þá gripu stjórnvöld tafarlaust til allra nauðsynlegra aðgerða. Þríeykið afstýrði samfélaginu frá verstu afleiðingum Covid krísunnar í krafti vísindana, en af hverju eru stjórnvöld ekki að hlusta á tilmæli IPCC sem er samansafn fremsta vísindafólks heims sem vinnur að því að segja okkur hvernig við þurfum að afstýra verstu afleiðingum loftslagskrísunnar? Tækifærin eru til staðar - grípum þau! Sum tala um að umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem þörf er á séu pólitískt ómögulegar, en þetta er einfaldlega ekki satt. Það eru endalaus tækifæri sem felast í róttækum og tafarlausum loftslagsaðgerðum, t.d. þegar kemur að bættum loftgæðum, bættri lýðheilsu, og bættum efnahag til lengri tíma, og koma öll þessi tækifæri einnig fram í skýrslum IPCC. Það væri ekkert mál fyrir stjórnmálafólk að draga fram öll þau jákvæðu áhrif sem slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér - er það ekki annars það sem stjórnmálafólk gerir best, að ramma inn aðgerðir sínar á jákvæðan hátt? Nú eru þúsundir færasta vísindafólks heims búið að segja ykkur, kæru stjórnvöld, nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú bið ég ykkur um að grípa í taumana áður en þeir renna úr greipum ykkar og ráðast í alvöru róttækar loftslagsaðgerðir strax! Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun