Versnandi staða fámennari ríkja ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. mars 2023 16:30 Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Formaður Viðreisnar í Reykjavík, Natan Kolbeinsson, lét þau orð falla í grein á Vísir.is á dögunum að miklar breytingar hefðu orðið á Evrópusambandinu á síðustu árum og fyrir vikið ætti gömul orðræða gegn inngöngu í það ekki lengur við. Mjög margt þar er þó sígilt. Sjálfir hafa harðir Evrópusambandssinnar uppfært sumt í sinni orðræðu. Þannig töluðu þeir hér áður iðulega um það að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif en hafa í seinni tíð yfirleitt kosið að tala þess í stað um „sæti við borðið“. Vægi Íslands yrði einungis 0,08% Flestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins krefjast í dag einungis samþykkis 55% ríkjanna með 65% íbúa sambandsins í stað einróma samþykkis í flestum tilfellum áður. Fjögur stærstu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa saman 57,7% íbúanna á bak við sig og þarf að minnsta kosti stuðning eins þeirra til þess að samþykkja mál. Til þess að hafa sama vægi og Þýzkaland eitt þarf 17 fámennari ríki sambandsins af 27. Þá geta stærstu ríkin saman stöðvað öll mál en til þess þarf fjögur ríki með 35% íbúafjöldans. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði það fámennasta ríkið innan sambandsins með einungis 0,08% íbúafjölda þess. Miðað við fyrra fyrirkomulag í ráðherraráðinu, sem aflagt var 2014, hefði vægi Íslands innan ráðsins verið næstum níu sinnum meira eða í kringum 0,7% sem þó hefði vitanlega ekki verið mikið. Ástæðan er sú að þá var gert ráð fyrir ákveðnu lágmarki. Nú yrði vægið hins vegar 0,08% við ákvarðanatöku í ráðinu. Til að mynda um bæði sjávarútvegs- og orkumál. Þetta er sætið við borðið. Með hálfan þingmann á Alþingi Hvað Evrópusambandsþingið varðar er enn við lýði fyrirkomulag þar á bæ þar sem gert er ráð fyrir ákveðnum lágmarksfjölda þingmanna. Þar fengi Ísland sex þingmenn af 705 eins og staðan er í dag sem væri sambærilegt við hálfan þingmann á Alþingi. Tal um vægi langt umfram íbúafjölda kann ef til vill að hljóma ágætlega en þegar málið er sett í samhengi er ljóst að það yrði sáralítið. Þá er ólíklegt að þingmennirnir myndu starfa saman að hagsmunum Íslands þar sem þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka innan þingsins. Formaðurinn talar um stór og valdamikil embætti sem einstaklingar frá fámennum ríkjum hafi gegnt á vegum Evrópusambandsins. Umrædd embætti eiga það hins vegar sameiginlegt að snúast ekki um það að standa vörð um hagsmuni heimalanda þeirra sem þar sitja. Þetta á til að mynda við um framkvæmdastjórn sambandsins. Þó ríkin tilnefni vissulega einn einstakling í hana hvert geta þeir sem þar sitja seint talizt fulltrúar heimalanda sinna enda er þeim beinlínis óheimilt að draga taum þeirra í embættisverkum sínum. Markmiðið með ESB frá upphafi Hvað varðar þá stefnu ríkisstjórnar Þýzkalands að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki er langur vegur frá því að þar sé um einangrað tilfelli að ræða. Þvert á móti hefur verið nánast leitun að forystumönnum á vettvangi sambandsins og í ríkjum þess á liðnum árum sem ekki hafa lýst sig opinberlega hlynnta þessu markmiði samrunaþróunarinnar frá upphafi. Í stefnu þýzku ríkisstjórnarinnar, sem systurflokkur Viðreisnar Freie Demokratische Partei á aðild að, er einmitt talað um áframhaldandi þróun í þessa átt. Til að mynda má lesa um markmiðið um að Evrópusambandið verði að sambandsríki í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar innan þess og þá einkum í röðum Evrópusambandssinna. Á liðnum árum hefur sambandið í samræmi við það smám saman öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið orðið að verulegu leyti federalískt í dag. Áherzla á það að vægi ríkjanna miðist við íbúafjölda, í stað þess að þau sitja við sama borð, er einmitt eitt þessara einkenna. Þarf lýðræðislega kjörinn meirihluta Formaðurinn segir að þingkosningarnar 2021 hafi ekki snúizt um Evrópusambandið og fyrir vikið séu þær ekki mælikvarði á afstöðu fólks til inngöngu í það. Hins vegar töluðu bæði Viðreisn og Samfylkingin fyrir inngöngu í sambandið í kosningabaráttunni, sem og fyrir fyrri kosningar, og hefði málið raunverulega skipt kjósendur máli hefði það væntanlega haft áhrif á það með hvaða hætti þeir vörðu atkvæði sínu. Þess í stað hafa flokkarnir tveir fengið mun færri atkvæði upp úr kjörkössunum samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn hlynnt því að það verði gert. Án þess verða vitanlega ekki teknar neinar ákvarðanir í þá veru. Deginum ljósara er að stjórnmálaflokkar, sem boðið hafa sig fram á grundvelli þeirrar stefnu að taka ekki slík skref og kosnir á þeim forsendum, munu ekki geta staðið að slíku nema þá með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir kosningarnar. „Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“ Formaðurinn lýkur grein sinni á þeirri gömlu orðræðu úr röðum Evrópusambandssinna að ekkert sé í raun hægt að vita um það hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir Ísland án þess að sækja um inngöngu og fá samning á borðið. Á sama tíma er til dæmis stefna Viðreisnar einfaldlega innganga í Evrópusambandið án nokkurs fyrirvara um það hvað slíkt kunni að þýða fyrir land og þjóð. Það sama á við um Samfylkinguna, fyrra pólitískt heimili formannsins, sem og ófá samtök Evrópusambandssinna í gegnum tíðina. Fyrir liggur enda í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér líkt og til að mynda pólitískir áhrifamenn innan þess hafa ítrekað vakið máls á undanfarin ár. Til dæmis Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre, systurflokks Viðreisnar, árið 2017: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Formaður Viðreisnar í Reykjavík, Natan Kolbeinsson, lét þau orð falla í grein á Vísir.is á dögunum að miklar breytingar hefðu orðið á Evrópusambandinu á síðustu árum og fyrir vikið ætti gömul orðræða gegn inngöngu í það ekki lengur við. Mjög margt þar er þó sígilt. Sjálfir hafa harðir Evrópusambandssinnar uppfært sumt í sinni orðræðu. Þannig töluðu þeir hér áður iðulega um það að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif en hafa í seinni tíð yfirleitt kosið að tala þess í stað um „sæti við borðið“. Vægi Íslands yrði einungis 0,08% Flestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins krefjast í dag einungis samþykkis 55% ríkjanna með 65% íbúa sambandsins í stað einróma samþykkis í flestum tilfellum áður. Fjögur stærstu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa saman 57,7% íbúanna á bak við sig og þarf að minnsta kosti stuðning eins þeirra til þess að samþykkja mál. Til þess að hafa sama vægi og Þýzkaland eitt þarf 17 fámennari ríki sambandsins af 27. Þá geta stærstu ríkin saman stöðvað öll mál en til þess þarf fjögur ríki með 35% íbúafjöldans. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði það fámennasta ríkið innan sambandsins með einungis 0,08% íbúafjölda þess. Miðað við fyrra fyrirkomulag í ráðherraráðinu, sem aflagt var 2014, hefði vægi Íslands innan ráðsins verið næstum níu sinnum meira eða í kringum 0,7% sem þó hefði vitanlega ekki verið mikið. Ástæðan er sú að þá var gert ráð fyrir ákveðnu lágmarki. Nú yrði vægið hins vegar 0,08% við ákvarðanatöku í ráðinu. Til að mynda um bæði sjávarútvegs- og orkumál. Þetta er sætið við borðið. Með hálfan þingmann á Alþingi Hvað Evrópusambandsþingið varðar er enn við lýði fyrirkomulag þar á bæ þar sem gert er ráð fyrir ákveðnum lágmarksfjölda þingmanna. Þar fengi Ísland sex þingmenn af 705 eins og staðan er í dag sem væri sambærilegt við hálfan þingmann á Alþingi. Tal um vægi langt umfram íbúafjölda kann ef til vill að hljóma ágætlega en þegar málið er sett í samhengi er ljóst að það yrði sáralítið. Þá er ólíklegt að þingmennirnir myndu starfa saman að hagsmunum Íslands þar sem þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka innan þingsins. Formaðurinn talar um stór og valdamikil embætti sem einstaklingar frá fámennum ríkjum hafi gegnt á vegum Evrópusambandsins. Umrædd embætti eiga það hins vegar sameiginlegt að snúast ekki um það að standa vörð um hagsmuni heimalanda þeirra sem þar sitja. Þetta á til að mynda við um framkvæmdastjórn sambandsins. Þó ríkin tilnefni vissulega einn einstakling í hana hvert geta þeir sem þar sitja seint talizt fulltrúar heimalanda sinna enda er þeim beinlínis óheimilt að draga taum þeirra í embættisverkum sínum. Markmiðið með ESB frá upphafi Hvað varðar þá stefnu ríkisstjórnar Þýzkalands að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki er langur vegur frá því að þar sé um einangrað tilfelli að ræða. Þvert á móti hefur verið nánast leitun að forystumönnum á vettvangi sambandsins og í ríkjum þess á liðnum árum sem ekki hafa lýst sig opinberlega hlynnta þessu markmiði samrunaþróunarinnar frá upphafi. Í stefnu þýzku ríkisstjórnarinnar, sem systurflokkur Viðreisnar Freie Demokratische Partei á aðild að, er einmitt talað um áframhaldandi þróun í þessa átt. Til að mynda má lesa um markmiðið um að Evrópusambandið verði að sambandsríki í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar innan þess og þá einkum í röðum Evrópusambandssinna. Á liðnum árum hefur sambandið í samræmi við það smám saman öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið orðið að verulegu leyti federalískt í dag. Áherzla á það að vægi ríkjanna miðist við íbúafjölda, í stað þess að þau sitja við sama borð, er einmitt eitt þessara einkenna. Þarf lýðræðislega kjörinn meirihluta Formaðurinn segir að þingkosningarnar 2021 hafi ekki snúizt um Evrópusambandið og fyrir vikið séu þær ekki mælikvarði á afstöðu fólks til inngöngu í það. Hins vegar töluðu bæði Viðreisn og Samfylkingin fyrir inngöngu í sambandið í kosningabaráttunni, sem og fyrir fyrri kosningar, og hefði málið raunverulega skipt kjósendur máli hefði það væntanlega haft áhrif á það með hvaða hætti þeir vörðu atkvæði sínu. Þess í stað hafa flokkarnir tveir fengið mun færri atkvæði upp úr kjörkössunum samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn hlynnt því að það verði gert. Án þess verða vitanlega ekki teknar neinar ákvarðanir í þá veru. Deginum ljósara er að stjórnmálaflokkar, sem boðið hafa sig fram á grundvelli þeirrar stefnu að taka ekki slík skref og kosnir á þeim forsendum, munu ekki geta staðið að slíku nema þá með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir kosningarnar. „Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“ Formaðurinn lýkur grein sinni á þeirri gömlu orðræðu úr röðum Evrópusambandssinna að ekkert sé í raun hægt að vita um það hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir Ísland án þess að sækja um inngöngu og fá samning á borðið. Á sama tíma er til dæmis stefna Viðreisnar einfaldlega innganga í Evrópusambandið án nokkurs fyrirvara um það hvað slíkt kunni að þýða fyrir land og þjóð. Það sama á við um Samfylkinguna, fyrra pólitískt heimili formannsins, sem og ófá samtök Evrópusambandssinna í gegnum tíðina. Fyrir liggur enda í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér líkt og til að mynda pólitískir áhrifamenn innan þess hafa ítrekað vakið máls á undanfarin ár. Til dæmis Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre, systurflokks Viðreisnar, árið 2017: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun