Skoðun

Smáhýsin, hvernig hefur gengið?

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau.

Skoðun

Innsömun er orð dagsins

Zophonías Torfason skrifar

Ég sá í dagskrárkynningu hjá RUV að velt var upp spurningunni hvað orðið inngilding stæði fyrir. Og svarið var að það væri þýðing á orðinu inclusion í ensku. RUV verður með þátt sem hefur verið kynntur á dagskrá að kvöldi þriðjudagsins 6. febrúar nk. og þar á að fjalla um mál innflytjenda.

Skoðun

Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika.

Skoðun

Stytting náms til stúdents­prófs

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar

Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís.

Skoðun

Réttar­ríki ríka fólksins?

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil.

Skoðun

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Anton Guðmundsson skrifar

Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar.

Skoðun

Hver ber kostnaðinn af því að við­halda lækna­stéttinni?

Þórdís Dröfn,Sveinn Karlsson og Arna Bjarnadóttir skrifa

Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi.

Skoðun

Geð­heilsa í for­gang – G-víta­mín, gott fyrir geð­heilsuna

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Hlutverk landsamtakanna Geðhjálp er að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Við þurfum að muna að geðheilsa er ekki geðsjúkdómur, að geðheilsukvillar eru jafn algengir og líkamlegir kvillar og aðeins lítill hluti geðheilsubrests verður langvarandi.

Skoðun

„Fuglarnir átu far­tölvuna!“

Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar

Eitthvað varð ég að gefa þeim. Smáfuglunum. Greyjunum. Vetrarfóðrun er víst nauðsynleg til að sem flestir þeirra lifi af. Ekki átti ég neitt meira kornmeti í húsinu. Af hverju setti ég gæsalappir utan um titilinn? Jú, það voru líka gæsaspor í snjónum svo mér fannst rétt að þær fengju að vera með.

Skoðun

Rangt gefið á fjöl­miðla­markaði

Hólmgeir Baldursson skrifar

Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd.

Skoðun

Tækni­fram­farir eru ekki náttúru­ham­farir

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Ég er ekki með stúdentspróf og ekki heldur grunnskólapróf. Ég er samt með meistarapróf í lögfræði frá HÍ, af því að þegar ég var lítil var mér kennt að lesa, án truflunar frá algrímisstýrðum samfélags- og andfélagsmiðlum. Ég upplifði bernskuna og var viðstödd æskuna.

Skoðun

Orðin okkar hafa á­hrif

Anna Lilja Björnsdóttir og Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifa

Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað.

Skoðun

Stór­aukið fram­boð af ís­lensku­námi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar

Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl.

Skoðun

Hljóð og mynd í Efsta­leiti

Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar

„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin.

Skoðun

Leðurhommi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Í Mogganum í fyrradag var bein tilvitnun í starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og haft eftir honum í fyrirsögn „Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt”. Stuttu áður (71 mínútu) hafði Mogginn birt sömu frétt með beinni tilvitnun í sama mann með fyrirsögninni „Það er einhver leðurhommi að að trufla showið mitt”.

Skoðun

Grein um Far­sæld og kær­leiks­ríka nálgun

Jóhanna Helgadóttir skrifar

Á síðasta ári fór í loftið heimasíða sem ber heitið Farsæld barna. Á síðunni eru upplýsingar um allt sem tengist nýrri löggjöf sem tók gildi 1. janúar 2022 og heitir Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (lög nr. 86 frá árinu 2021).

Skoðun

Um hagnað bankanna

Heiðrún Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa

Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja.

Skoðun

„Ég er ekki ég, ég er annar“

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni.

Skoðun

Fjöl­breytni er of­metin

Pawel Bartoszek skrifar

Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar.

Skoðun

Frystum ekki mann­úð

Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum.

Skoðun

Gullhúðuð ríkis­stjórn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ég sótti Framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins á dögunum. Þar var rætt um íþyngjandi regluverk undir forskriftinni Gullhúðun á færibandi. Við vissum það fyrir að reglubyrðin á Íslandi er meiri en tilefni er til og það er ágætt að fólk sé að vakna. Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn vandi – ekki innfluttur frá Evrópusambandinu.

Skoðun

Styður Ís­land hópmorð?

Yousef Tamimi skrifar

Niðurstöður Alþjóðadómstólsins í Haag föstudaginn 26. janúar s.l. eru skýrar. Dómstóllinn trúir því að líklegt sé að hópmorð á Palestínufólki sé að eiga sér stað og að Ísrael verði að hætta árásum og morðum á saklausa borgara. Ísland er því á sérkennilegri vegferð þegar kemur að málefnum Palestínu.

Skoðun

Fram­fara­málin oft á­vextir kjara­samninga

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Skoðun

Koll­steypa með dropa­teljara á Akur­eyri

Sindri Kristjánsson skrifar

Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann.

Skoðun

Hval­kjöt í ís­lenskum stór­mörkuðum

Henry Alexander Henrysson skrifar

Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏ar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum.

Skoðun

Það er í­þyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur.

Skoðun

Tíða­hvörf og hormónar – að taka upp­lýsta á­kvörðun

Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir og Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifa

Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis).

Skoðun

Á­fram Grinda­vík!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli.

Skoðun