Auðlindir í almannaeigu – Halla Hrund Logadóttir 7. forseti Íslands Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 31. maí 2024 12:30 Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar