Inngönguspáin Eygló Halldórsdóttir skrifar 31. maí 2024 09:01 Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar