Inngönguspáin Eygló Halldórsdóttir skrifar 31. maí 2024 09:01 Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar