Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir skrifar 31. maí 2024 08:00 Elsku dóttir mín útskrifast úr grunnskóla í dag, ekki grunnskólanum í sínu lögheimils sveitarfélagi, heldur úr öðrum grunnskóla í öðru bæjarfélagi. Fyrir tæpu ári síðan kemur dóttir mín upp að okkur foreldrunum algjörlega niðurbrotin, hún bara gat ekki meir, og hvað gerir maður þá? Við neyddumst til þess að finna lausnir fyrir hana, gátum ekki haldið áfram svona og varð niðurstaðan sú að við þurfum að senda hana frá okkur til ættingja og var þetta erfiðasta en jafnframt sú besta ákvörðun sem við höfum tekið. Upplifunun til að byrja með var eins og við hefðum gefist upp en nei við stóðum með henni og því er ég stolt af. Mig langar til að fara í gegnum hennar eineltismál, hennar sögu, afleiðingar og kannski koma með smá ráð til þeirra sem hafa áhuga á að heyra þessa sögu. En í dag er gleðidagur, grunnskólagöngu dóttir minnar er formlega lokið. Í skólanum hennar fyrstu níu árin varð hún fyrir einelti þó það hafi eiginlega aldrei verið viðurkennt almennilega af skólayfirvöldum, foreldrum og börnunum í bekknum, þetta var talinn vera samskiptavandi sem gekk á í mörg ár. Eineltið var útilokun, hunsun, andlegt, munnlegt og líkamlegt ofbeldi, niðurlæging ásamt ýmsu öðru. Eineltið var aldrei almennilega viðurkennt þar sem það var falið og dóttur minni yfirleitt kennt um því hún hagaði sér ekki rétt að mati barnanna í bekknum og tóku foreldrarnir þátt í útilokuninni. Eftir fjögurra ára baráttu við skóla og foreldra hjálpaði vinur okkar með lögfræðimenntun okkur. Hann skrifaði fyrir okkur bréf til þess að ná í gegn einhverri aðstoð. Hins var það of seint, orðsporsvandinn var það mikill að ekki var hægt að snúa til baka. Ég ætla þó ekki að dvelja hér í sorginni heldur langar mig að fara í gegnum það sem hefði verið hægt að gera betur, svo að við lærum eitthvað á þessu. Í eineltismálum er mikilvægt að horfa til þriggja þátta. Þolanda/fjölskylduna – Skólann/bekkurinn – Samfélagið/foreldrahópurinn Þolandinn/fjölskyldan Það sem við foreldrar hennar gerðum til að styðja við barnið okkar voru ýmis sjálfstyrkingarnámskeið, þar sem hún hefur mikinn áhuga á dýrum þá útveguðum við okkur hesta og hesthús til þess að auka gleðistundirnar í lífi hennar. Við skráðum hana á Peers félagsfærninámskeið, hún fór á dale carnegie námskeið fyrir börn ásamt því að fara í greiningarferli við ADHD og einhverfueinkennum, kvíða og núna það síðasta þá er hún í meðferð við áfallastreyturöskun. Einnig tilkynntum við eineltið formlega til skólans og síðar til menntamálastofnunar. Eftir að við ásökuðum skólann um vanrækslu barns með lögfræðibréfi þá fór ýmislegt af stað í skólanum. Í gegnum þessi ár þá fékk hún ýmsa gagnrýni á sig um að hún væri of stjórnsöm, væri grenjuskjóða, kennarasleikja væri óhefluð í samskiptum og að flest allt mótlæti væri henni að kenna út af fyrrnefndum ástæðum. Eftir að við foreldrarnir fóru að lesa okkur til um einelti sjáum við skýrt á niðurstöðum að félgaslegur þroski staðnar á meðan á þessu stendur þar sem allt sem barnið gerir er vitlaust að mati jafnaldra, ekkert er fyrirgefið og fer barnið að leita annarra leiða til þess að þóknast gerendum sínum, sem í okkar tilfelli var eiginlega allur bekkurinn. Þó eru alltaf einhverjir ljósir punktar í hverjum hóp en þeir voru ekki margir, hvorki í barnahópnum, foreldrahópnum eða skólastofnuninni. Ég fjalla um þetta á þennan hátt því það tóku allir þátt með því að standa hjá og gera ekki neitt til að koma í veg fyrir eineltið. Félagsþroski staðnar og brenglast þegar allt sem gert er, er rangt og þú færð aldrei jákvæða svörun við þinni hegðun. Hvernig á einstaklingur að vita hvað er rétt og hvað er rangt, og ber það augljóslega við að einstaklingurinn fer að haga sér á skjön við allt og alla. Þess vegna völdum við sjálfstyrkingar- og félagsfærninámskeið. Skólinn /brekkurinn – hvað er hægt að gera? – og hvað á ekki að gera? Það er ótrúlega mikilvægt að viðurkenna vandann því ef það er ekki gert er ekkert hægt að gera. Einnig er mikilvægt að taka barn og foreldra trúanlega. Ef barn hefur komið ítrekað til að láta vita af vanlíðan eða stríðni eru skýr merki um að eitthvað sé að. Ef stjórnendur meta vandan sem samskiptavanda er mikilvægt að grípa inn í, því ef ekkert er gert færist samskiptavandinn fljótlega yfir í einelti. Einnig má athuga að barn fer yfirleitt ekki til yfirvalda til að láta vita af vanlíðan nema að eitthvað mikið sé að, því yfirleitt sjáum við fullorðna fólkið ekki nema toppinn af ísjakanum. Það má alls ekki hilma yfir vandann og sópa honum undir teppið, sumir vilja fá stimpilinn að einelti þrífist ekki í þeirra skóla eða í þeirra bekk. Að mínu mati er það ekkert nema forðun og meðvirkni. Mín reynsla er sú að ef vandinn er ekki viðurkenndur og tilkynntur til starfsfólks, fer starfsfólkið ómeðvitað að taka þátt í eineltinu, og ætla ég að koma með dæmi um það í stuttu máli. „Einn daginn mætir dóttir mín í skólann og settist í sæti sem annar „átti“ að mati annarra (það átti hins vegar engin nein sæti). Sá einstaklingur sem „átti“ sætið kemur inn og verður bandbrjálaður og öskrar á dóttir mína og hendir öllu skóladótinu hennar út um öll gólf, í því labbar kennari inn og spyr hver á dótið. Dóttir mín réttir upp hönd og lætur kennarinn hana fara á fjórar fætur til þess að týna upp eftir sig af gólfinu. Þetta varð auðvitað mikil skemmtun fyrir alla aðila en hins vegar fullkomin niðurlæging fyrir dóttir mína.“ Þá endurtek ég mikilvægi þess að upplýsingarflæði í skólum um eineltismál innan hans þurfa að vera í góðum málum svo starfsfólkið fari ekki að taka þátt óafvitandi. Annað vandamál sem við rákumst á í samskiptum við skólann var að það var alltaf hann sagði, hún sagði. Aldrei var hægt að taka afstöðu með dóttir minni þar sem það kom alltaf andsvar frá bekkjarsystkinum. Í bekknum var það viðurkennd hegðun að koma illa fram við hana og tóku því allir þátt í því ásamt því að hunsa hana. Því virtist það í lagi að kenna henni um allt sem miður fór þar sem hún hegðaði sér ekki eins og þau samþykktu. Auðvitað reynir þú að svara fyrir þig þegar allt virðist vera á móti þér. Þeir sem stríða kunna að fara leynt með það en þegar hún svaraði fyrir sig var hún tekin á teppið sem er enn eitt vandamál upplýsingaskorts starfsfólks. Eitt af helstu einkennum eineltis er að koma vandanum yfir á þolandann. Þegar þú ert í samskiptum við börn þá þarftu að horfa á þetta andsvar sem hluta af vandanum. Starfsfólk skóla þarf að greina samskipti, fylgjast með líkamstjáningu og skrá niður það sem miður fer, samskipti eru allskonar, við þurfum að veita þeim athygli bæði jákvæðum og neikvæðum samskiptum. Samfélagið /foreldrar – hvað er hægt að gera? Samfélagið leikur mikilvægan þátt í að uppræta einelti, börn koma heim með eina sögu og verja foreldrar barnið sitt, sem eru eðlileg viðbrögð. Hins vegar þarf að hlusta og heyra það sem aðrir foreldrar hafa að segja án þess að fara í vörn. Ég held að eitt af því erfiðasta sem við foreldrarnir fóru í gegnum í þessu ferli var að eiga samskipti við aðra foreldra. Foreldrar verja börnin sín og aldrei kom neinn að biðja afsökunar á einu eða neinu þó svo að það væri vitað mál að atburðurinn hafi átt sér stað. Það er á okkar ábyrgð að kenna börnunum okkar að koma vel fram við aðra og hvernig hægt sé að takast á við mistökin sem eru gerð, því enginn er fullkominn. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að taka sig saman og vinna með þeim sem ganga í gegnum þá erfiðleika sem fylgja síenduteknum samskiptavanda og svo einelti. Þegar ég hringdi í foreldra fékk ég yfirleitt að vita hvað ég ætti ömulega dóttir sem ætti eiginlega ekki skilið að eiga vini, eða það var mín upplifun. Það var hún sem þyrfti að bæta sína hegðun til þess að eignast vini, þetta væri allt á hennar ábyrgð. Þegar hún svo flutti í annað sveitarfélag fékk hún einnig að heyra það frá fyrrum bekkjarsystkinum að flutnigurinn hafi verið á hennar ábyrgð. Þessi viðbrögð eru sterk einkenni eineltis, þar sem þolandanum er kennt um allt. Þegar skólinn fór að vinna í málinu var ákveðið að hafa sambandi við fyrirtæki sem heitir Kvan. Starfsfólk á þeirra vegum kallaði foreldra saman og var starfsfólk skólans og foreldrar jákvæðir fyrir þeirri vinnu, vel var mætt og fórum við í leiki með börnunum. Hins vegar náði jákvæðnin ekki lengra en það. Maður hefði kannski búist við að foreldra tækju sig saman og væru meðvituð um útilokunina sem dóttir okkar varð fyrir, að þeir pössuðu að henni væri boðið í partí eða sund. Ég veit af ýmsu skemmtilegu sem var gert þar sem vinir voru að hittast, stundum var dóttir mín búin að hafa samband við hópinn og spyrja hvort þau vildi fara í sund, svarið var yfirleitt nei, þá fór hún oft ein í sundlaugina en svo hitti hún hópinn í sundi, einnig bað hún hópinn stundum að koma út en annaðhvort var ekki svarað eða sagt nei en svo sá hún krakkana úti að fela sig þegar þeir áttuðu sig á því að hún væri úti. Ég geri mér grein fyrir því að maður skiptir sér ekki endilega of mikið af samskiptum barna sinna við aðra vini en þegar maður veit af barni sem líður illa og kemst ekki inn í hópinn þá ber maður ábyrgð. Ábyrgðin er á okkur fullorðna fólkinu og hefði svo marg verið hægt að gera til þess að stuðla að þátttöku dóttir minnar í lífi hinna barnanna á jákvæðan hátt. Bara það að fá boð um að koma og gera eitthvað skiptir öllu máli, að hjálpa barni að vera samþykkt er hlutverk samfélagsins og okkar foreldrana. Maður á aldrei að víkja undan, ábyrgðin er á okkur öllum. Við getum ekki látið ábyrgðina á brotið barn. Afleiðingar – Tökumst á við afleiðinar alla ævi. Afleiðingar eineltis er eitthvað sem við tökumst á alla æfi, ég var nýverið á fyrirlestri hjá Júlí Heiðari, þar talar hann um líkamsmán, hræðslu við að sýna sig í almenningssturtu. Margrét Gnarr segir frá átröskun og annarri líkamsmán þar sem gagnrýnin á þau tengdust m.a. útliti. Bæði tvö tala um að vera enn að takast á við vandann á fullorðins árunum, mörgum sálfræði tímum síðar, einnig tala þau um áfengisvandamál. Dóttir mín í dag þegar hún er að ljúka 10. bekk hefur verið opin um sína vanlíðan og hefur fengið aðstoð í þessi ár sem mun hjálpa henni að komast í gegnum þetta. Í dag á hún líka góða vini í nýja bekknum sínum sem hún er að útskrifast með. Hún á líka kærasta og hefur hún verið svo heppin að geta eytt flestum dögunum sínum á nýjum stað með þeim og elft sinn félagsþroska í samskiptum við jafnaldra. Hún tekst á við kvíða með hjálp lyfja og sálfræðinga ásamt því að vera að vinna sig í gegnum áfallastreituröskun. Merkilegt þykir okkur að flest öll ADHD og einhverfu einkennin hurfu á 2-3 mánuðum eftir að hún fór í annað samfélag sem tók svo vel á móti henni. Þar fékk hún að þroskast á eðlilegan hátt og fékk þá virðingu sem hún átti skilið. Í dag þarf hún ekki á neinum ADHD lyfjum að halda. Á þremur skólaárum þar sem eineltið var sem verst þá var dóttir mín veik, með hita og sýkingar í um 5 mánuði af 27 og missti því af 1/5 af skólanum, þetta var ekki hægt að rekja til skólaforðunar þar sem hitinn og slappleikinn var mælanlegur. Við fórum á milli lækna og í allskyns rannsóknir, myndatökur og blóðprufur, hún fór einnig í aðgerð á ennsiholum til þess að ná að losa þar um en þegar uppi var staðið þá var þetta eitt af álagseinkennunum. Líkaminn finnur fyrir kvíðanum, svefnleysinu og þessari vanlíðan sem fylgir og brást við á þennan hátt hjá henni. Alfeiðingar eineltis geta verið svo miklu meiri heldur en það sem skrifað er hér, því við vitum af börnum sem hafa ekki séð neinn tilgang með því að lifa og sumir náð að enda líf sitt. Okkur ber skylda að veita þessu eftirtekt sama hversu smávægilegt það er. Ef barn öskrar eftir aðstoð er eitthvað að og við berum öll ábyrgð á því að hjálpa því barni. Ég geri mér grein fyrir því að eflaust mun einhver sem les þetta hugsa en já en hún gerði þetta og hitt. Já það var örugglega þannig en við gerum öll mistök. Börn og aðrir sem lenda í því að vera lagðir í einelti er aldrei fyrirgefið, þeim er bannað að vera mannleg og gera mistök. Þegar við erum að tala um manneskjur þá gera allir mistök. Sem kennari veit ég að flest öll börn reyna að stjórna, allir gera prakkarastrik, allir segja eitthvað sem hefði átt að sleppa en öll þurfum við að læra af mistökum okkar og þroskast. Leyfum börnunum okkar að vera börn og þroskast eðlilega án þess að vera spimpluð á einn eða annan hátt og EKKI taka þátt í eineltinu. Í dag erum við fjölskyldan flutt í annað bæjarfélag þar sem orðsporsvandi dóttur okkar var farin að hafa áhrif á yngri bróðir hennar og var ekkert annað í stöðunni fyrir okkur. Síðan að dóttir okkar flutti í annað sveitarfélag í byrjun vetrar þá virðist hún blómstra og sonur okkar fékk viðurkenningu fyrir að vera nýliði ársins á árshátíð unglinga í nýju sveitarfélagi þar sem búa mörg hundruð ungmenni. Stundum er lausnin að fara og er greinilegt á þessu að vandinn lá ekki bara hjá okkar börnum heldur í samfélaginu sem við bjuggum í. Mínu uppeldis sveitarfélagi og þykir okkur ansi hart að þurfa að fara til þess að vera samþykkt af öðrum. Höfundur er móðir, grunnskólakennari með diplomu í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Elsku dóttir mín útskrifast úr grunnskóla í dag, ekki grunnskólanum í sínu lögheimils sveitarfélagi, heldur úr öðrum grunnskóla í öðru bæjarfélagi. Fyrir tæpu ári síðan kemur dóttir mín upp að okkur foreldrunum algjörlega niðurbrotin, hún bara gat ekki meir, og hvað gerir maður þá? Við neyddumst til þess að finna lausnir fyrir hana, gátum ekki haldið áfram svona og varð niðurstaðan sú að við þurfum að senda hana frá okkur til ættingja og var þetta erfiðasta en jafnframt sú besta ákvörðun sem við höfum tekið. Upplifunun til að byrja með var eins og við hefðum gefist upp en nei við stóðum með henni og því er ég stolt af. Mig langar til að fara í gegnum hennar eineltismál, hennar sögu, afleiðingar og kannski koma með smá ráð til þeirra sem hafa áhuga á að heyra þessa sögu. En í dag er gleðidagur, grunnskólagöngu dóttir minnar er formlega lokið. Í skólanum hennar fyrstu níu árin varð hún fyrir einelti þó það hafi eiginlega aldrei verið viðurkennt almennilega af skólayfirvöldum, foreldrum og börnunum í bekknum, þetta var talinn vera samskiptavandi sem gekk á í mörg ár. Eineltið var útilokun, hunsun, andlegt, munnlegt og líkamlegt ofbeldi, niðurlæging ásamt ýmsu öðru. Eineltið var aldrei almennilega viðurkennt þar sem það var falið og dóttur minni yfirleitt kennt um því hún hagaði sér ekki rétt að mati barnanna í bekknum og tóku foreldrarnir þátt í útilokuninni. Eftir fjögurra ára baráttu við skóla og foreldra hjálpaði vinur okkar með lögfræðimenntun okkur. Hann skrifaði fyrir okkur bréf til þess að ná í gegn einhverri aðstoð. Hins var það of seint, orðsporsvandinn var það mikill að ekki var hægt að snúa til baka. Ég ætla þó ekki að dvelja hér í sorginni heldur langar mig að fara í gegnum það sem hefði verið hægt að gera betur, svo að við lærum eitthvað á þessu. Í eineltismálum er mikilvægt að horfa til þriggja þátta. Þolanda/fjölskylduna – Skólann/bekkurinn – Samfélagið/foreldrahópurinn Þolandinn/fjölskyldan Það sem við foreldrar hennar gerðum til að styðja við barnið okkar voru ýmis sjálfstyrkingarnámskeið, þar sem hún hefur mikinn áhuga á dýrum þá útveguðum við okkur hesta og hesthús til þess að auka gleðistundirnar í lífi hennar. Við skráðum hana á Peers félagsfærninámskeið, hún fór á dale carnegie námskeið fyrir börn ásamt því að fara í greiningarferli við ADHD og einhverfueinkennum, kvíða og núna það síðasta þá er hún í meðferð við áfallastreyturöskun. Einnig tilkynntum við eineltið formlega til skólans og síðar til menntamálastofnunar. Eftir að við ásökuðum skólann um vanrækslu barns með lögfræðibréfi þá fór ýmislegt af stað í skólanum. Í gegnum þessi ár þá fékk hún ýmsa gagnrýni á sig um að hún væri of stjórnsöm, væri grenjuskjóða, kennarasleikja væri óhefluð í samskiptum og að flest allt mótlæti væri henni að kenna út af fyrrnefndum ástæðum. Eftir að við foreldrarnir fóru að lesa okkur til um einelti sjáum við skýrt á niðurstöðum að félgaslegur þroski staðnar á meðan á þessu stendur þar sem allt sem barnið gerir er vitlaust að mati jafnaldra, ekkert er fyrirgefið og fer barnið að leita annarra leiða til þess að þóknast gerendum sínum, sem í okkar tilfelli var eiginlega allur bekkurinn. Þó eru alltaf einhverjir ljósir punktar í hverjum hóp en þeir voru ekki margir, hvorki í barnahópnum, foreldrahópnum eða skólastofnuninni. Ég fjalla um þetta á þennan hátt því það tóku allir þátt með því að standa hjá og gera ekki neitt til að koma í veg fyrir eineltið. Félagsþroski staðnar og brenglast þegar allt sem gert er, er rangt og þú færð aldrei jákvæða svörun við þinni hegðun. Hvernig á einstaklingur að vita hvað er rétt og hvað er rangt, og ber það augljóslega við að einstaklingurinn fer að haga sér á skjön við allt og alla. Þess vegna völdum við sjálfstyrkingar- og félagsfærninámskeið. Skólinn /brekkurinn – hvað er hægt að gera? – og hvað á ekki að gera? Það er ótrúlega mikilvægt að viðurkenna vandann því ef það er ekki gert er ekkert hægt að gera. Einnig er mikilvægt að taka barn og foreldra trúanlega. Ef barn hefur komið ítrekað til að láta vita af vanlíðan eða stríðni eru skýr merki um að eitthvað sé að. Ef stjórnendur meta vandan sem samskiptavanda er mikilvægt að grípa inn í, því ef ekkert er gert færist samskiptavandinn fljótlega yfir í einelti. Einnig má athuga að barn fer yfirleitt ekki til yfirvalda til að láta vita af vanlíðan nema að eitthvað mikið sé að, því yfirleitt sjáum við fullorðna fólkið ekki nema toppinn af ísjakanum. Það má alls ekki hilma yfir vandann og sópa honum undir teppið, sumir vilja fá stimpilinn að einelti þrífist ekki í þeirra skóla eða í þeirra bekk. Að mínu mati er það ekkert nema forðun og meðvirkni. Mín reynsla er sú að ef vandinn er ekki viðurkenndur og tilkynntur til starfsfólks, fer starfsfólkið ómeðvitað að taka þátt í eineltinu, og ætla ég að koma með dæmi um það í stuttu máli. „Einn daginn mætir dóttir mín í skólann og settist í sæti sem annar „átti“ að mati annarra (það átti hins vegar engin nein sæti). Sá einstaklingur sem „átti“ sætið kemur inn og verður bandbrjálaður og öskrar á dóttir mína og hendir öllu skóladótinu hennar út um öll gólf, í því labbar kennari inn og spyr hver á dótið. Dóttir mín réttir upp hönd og lætur kennarinn hana fara á fjórar fætur til þess að týna upp eftir sig af gólfinu. Þetta varð auðvitað mikil skemmtun fyrir alla aðila en hins vegar fullkomin niðurlæging fyrir dóttir mína.“ Þá endurtek ég mikilvægi þess að upplýsingarflæði í skólum um eineltismál innan hans þurfa að vera í góðum málum svo starfsfólkið fari ekki að taka þátt óafvitandi. Annað vandamál sem við rákumst á í samskiptum við skólann var að það var alltaf hann sagði, hún sagði. Aldrei var hægt að taka afstöðu með dóttir minni þar sem það kom alltaf andsvar frá bekkjarsystkinum. Í bekknum var það viðurkennd hegðun að koma illa fram við hana og tóku því allir þátt í því ásamt því að hunsa hana. Því virtist það í lagi að kenna henni um allt sem miður fór þar sem hún hegðaði sér ekki eins og þau samþykktu. Auðvitað reynir þú að svara fyrir þig þegar allt virðist vera á móti þér. Þeir sem stríða kunna að fara leynt með það en þegar hún svaraði fyrir sig var hún tekin á teppið sem er enn eitt vandamál upplýsingaskorts starfsfólks. Eitt af helstu einkennum eineltis er að koma vandanum yfir á þolandann. Þegar þú ert í samskiptum við börn þá þarftu að horfa á þetta andsvar sem hluta af vandanum. Starfsfólk skóla þarf að greina samskipti, fylgjast með líkamstjáningu og skrá niður það sem miður fer, samskipti eru allskonar, við þurfum að veita þeim athygli bæði jákvæðum og neikvæðum samskiptum. Samfélagið /foreldrar – hvað er hægt að gera? Samfélagið leikur mikilvægan þátt í að uppræta einelti, börn koma heim með eina sögu og verja foreldrar barnið sitt, sem eru eðlileg viðbrögð. Hins vegar þarf að hlusta og heyra það sem aðrir foreldrar hafa að segja án þess að fara í vörn. Ég held að eitt af því erfiðasta sem við foreldrarnir fóru í gegnum í þessu ferli var að eiga samskipti við aðra foreldra. Foreldrar verja börnin sín og aldrei kom neinn að biðja afsökunar á einu eða neinu þó svo að það væri vitað mál að atburðurinn hafi átt sér stað. Það er á okkar ábyrgð að kenna börnunum okkar að koma vel fram við aðra og hvernig hægt sé að takast á við mistökin sem eru gerð, því enginn er fullkominn. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að taka sig saman og vinna með þeim sem ganga í gegnum þá erfiðleika sem fylgja síenduteknum samskiptavanda og svo einelti. Þegar ég hringdi í foreldra fékk ég yfirleitt að vita hvað ég ætti ömulega dóttir sem ætti eiginlega ekki skilið að eiga vini, eða það var mín upplifun. Það var hún sem þyrfti að bæta sína hegðun til þess að eignast vini, þetta væri allt á hennar ábyrgð. Þegar hún svo flutti í annað sveitarfélag fékk hún einnig að heyra það frá fyrrum bekkjarsystkinum að flutnigurinn hafi verið á hennar ábyrgð. Þessi viðbrögð eru sterk einkenni eineltis, þar sem þolandanum er kennt um allt. Þegar skólinn fór að vinna í málinu var ákveðið að hafa sambandi við fyrirtæki sem heitir Kvan. Starfsfólk á þeirra vegum kallaði foreldra saman og var starfsfólk skólans og foreldrar jákvæðir fyrir þeirri vinnu, vel var mætt og fórum við í leiki með börnunum. Hins vegar náði jákvæðnin ekki lengra en það. Maður hefði kannski búist við að foreldra tækju sig saman og væru meðvituð um útilokunina sem dóttir okkar varð fyrir, að þeir pössuðu að henni væri boðið í partí eða sund. Ég veit af ýmsu skemmtilegu sem var gert þar sem vinir voru að hittast, stundum var dóttir mín búin að hafa samband við hópinn og spyrja hvort þau vildi fara í sund, svarið var yfirleitt nei, þá fór hún oft ein í sundlaugina en svo hitti hún hópinn í sundi, einnig bað hún hópinn stundum að koma út en annaðhvort var ekki svarað eða sagt nei en svo sá hún krakkana úti að fela sig þegar þeir áttuðu sig á því að hún væri úti. Ég geri mér grein fyrir því að maður skiptir sér ekki endilega of mikið af samskiptum barna sinna við aðra vini en þegar maður veit af barni sem líður illa og kemst ekki inn í hópinn þá ber maður ábyrgð. Ábyrgðin er á okkur fullorðna fólkinu og hefði svo marg verið hægt að gera til þess að stuðla að þátttöku dóttir minnar í lífi hinna barnanna á jákvæðan hátt. Bara það að fá boð um að koma og gera eitthvað skiptir öllu máli, að hjálpa barni að vera samþykkt er hlutverk samfélagsins og okkar foreldrana. Maður á aldrei að víkja undan, ábyrgðin er á okkur öllum. Við getum ekki látið ábyrgðina á brotið barn. Afleiðingar – Tökumst á við afleiðinar alla ævi. Afleiðingar eineltis er eitthvað sem við tökumst á alla æfi, ég var nýverið á fyrirlestri hjá Júlí Heiðari, þar talar hann um líkamsmán, hræðslu við að sýna sig í almenningssturtu. Margrét Gnarr segir frá átröskun og annarri líkamsmán þar sem gagnrýnin á þau tengdust m.a. útliti. Bæði tvö tala um að vera enn að takast á við vandann á fullorðins árunum, mörgum sálfræði tímum síðar, einnig tala þau um áfengisvandamál. Dóttir mín í dag þegar hún er að ljúka 10. bekk hefur verið opin um sína vanlíðan og hefur fengið aðstoð í þessi ár sem mun hjálpa henni að komast í gegnum þetta. Í dag á hún líka góða vini í nýja bekknum sínum sem hún er að útskrifast með. Hún á líka kærasta og hefur hún verið svo heppin að geta eytt flestum dögunum sínum á nýjum stað með þeim og elft sinn félagsþroska í samskiptum við jafnaldra. Hún tekst á við kvíða með hjálp lyfja og sálfræðinga ásamt því að vera að vinna sig í gegnum áfallastreituröskun. Merkilegt þykir okkur að flest öll ADHD og einhverfu einkennin hurfu á 2-3 mánuðum eftir að hún fór í annað samfélag sem tók svo vel á móti henni. Þar fékk hún að þroskast á eðlilegan hátt og fékk þá virðingu sem hún átti skilið. Í dag þarf hún ekki á neinum ADHD lyfjum að halda. Á þremur skólaárum þar sem eineltið var sem verst þá var dóttir mín veik, með hita og sýkingar í um 5 mánuði af 27 og missti því af 1/5 af skólanum, þetta var ekki hægt að rekja til skólaforðunar þar sem hitinn og slappleikinn var mælanlegur. Við fórum á milli lækna og í allskyns rannsóknir, myndatökur og blóðprufur, hún fór einnig í aðgerð á ennsiholum til þess að ná að losa þar um en þegar uppi var staðið þá var þetta eitt af álagseinkennunum. Líkaminn finnur fyrir kvíðanum, svefnleysinu og þessari vanlíðan sem fylgir og brást við á þennan hátt hjá henni. Alfeiðingar eineltis geta verið svo miklu meiri heldur en það sem skrifað er hér, því við vitum af börnum sem hafa ekki séð neinn tilgang með því að lifa og sumir náð að enda líf sitt. Okkur ber skylda að veita þessu eftirtekt sama hversu smávægilegt það er. Ef barn öskrar eftir aðstoð er eitthvað að og við berum öll ábyrgð á því að hjálpa því barni. Ég geri mér grein fyrir því að eflaust mun einhver sem les þetta hugsa en já en hún gerði þetta og hitt. Já það var örugglega þannig en við gerum öll mistök. Börn og aðrir sem lenda í því að vera lagðir í einelti er aldrei fyrirgefið, þeim er bannað að vera mannleg og gera mistök. Þegar við erum að tala um manneskjur þá gera allir mistök. Sem kennari veit ég að flest öll börn reyna að stjórna, allir gera prakkarastrik, allir segja eitthvað sem hefði átt að sleppa en öll þurfum við að læra af mistökum okkar og þroskast. Leyfum börnunum okkar að vera börn og þroskast eðlilega án þess að vera spimpluð á einn eða annan hátt og EKKI taka þátt í eineltinu. Í dag erum við fjölskyldan flutt í annað bæjarfélag þar sem orðsporsvandi dóttur okkar var farin að hafa áhrif á yngri bróðir hennar og var ekkert annað í stöðunni fyrir okkur. Síðan að dóttir okkar flutti í annað sveitarfélag í byrjun vetrar þá virðist hún blómstra og sonur okkar fékk viðurkenningu fyrir að vera nýliði ársins á árshátíð unglinga í nýju sveitarfélagi þar sem búa mörg hundruð ungmenni. Stundum er lausnin að fara og er greinilegt á þessu að vandinn lá ekki bara hjá okkar börnum heldur í samfélaginu sem við bjuggum í. Mínu uppeldis sveitarfélagi og þykir okkur ansi hart að þurfa að fara til þess að vera samþykkt af öðrum. Höfundur er móðir, grunnskólakennari með diplomu í jákvæðri sálfræði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun