Jón og Jóga fyrir okkur öll Maggý Hrönn Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2024 18:01 Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun