Rafíþróttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Du­sty aftur á toppinn eftir 4. um­ferð

Fjórðu um­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­leiðara­­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke lauk í gær­­­­kvöld með þremur leikjum þar sem Du­sty sigraði Raf­ík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Fortni­te er aðal­leikurinn

„Þetta var frekar tæpt sko,“ segir Filip Kosta um 1. sætið sem þeir Tómas Hrafn Gunnars­son, fé­lagi hans úr Breiða­bliki, náðu í tví­liða­leik í Fortni­te í flokki 8-12 ára á ung­menna­mótinu sem haldið var í Arena um helgina.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Frá­bær enda­sprettur hjá Veca gerði út af við Hött

Þriðja um­­­ferð Ljós­­leiðara­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­kvöld með tveimur leikjum þar sem Veca sigraði Hött 2-1 og Ár­mann lagði lið RAF­ÍK 2-0. Með sigrinum í gær komst Veca í annað sæti deildarinnar en þegar þrír leikir eru eftir í um­ferðinni er Ár­mann í fyrsta sæti og Du­sty í því þriðja.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Ó­venju mörg ný and­lit í Rocket Leagu­e

Móta­stjórinn Stefán Máni Unnars­son segir spennuna í Rocket Leagu­e-sam­fé­laginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en ó­venju miklar inn­byrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftir­væntinguna.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Grimm bar­átta og sviptingar í Fortni­te

Önnur um­ferð ELKO-Deildarinnar í Fortni­te fór fram á mánu­dags­kvöld og nokkrar sviptingar voru á stiga­töflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu tals­verð á­hrif á stöðuna á topp 10 listanum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Sam­stilltir Þórsarar af­greiddu ryðgaða Böðla

Þrír leikir fóru fram í 2. um­ferð Tölvu­lista­deildarinnar í Overwatch á laugar­daginn og að henni lokinni er lið Þórs í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Böðlunum sem máttu sín ekki mikils gegn þéttum and­stæðingum sem hafa lengi spilað saman.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Klu­tz réði ekkert við Gold­Dig­gers

Bar­áttan var hörð og ýmis­legt gekk á í 2. um­ferð Mílu­deildarinnar í Val­orant á föstu­dags­kvöld þar sem sann­færandi sigur Gold­Dig­gers á Klu­tz kom lýs­endunum Mist Reyk­dal Magnús­dóttur og Daníel Mána Óskars­syni einna helst á ó­vart.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Met­þátt­taka í kvenna­deildinni í Val­orant

„Þetta er stærsta Val­orant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúr­lega eina kvenna- og kyn­segin­mótið,“ segir Daníel Máni Óskars­son, móta­stjóri í Mílu­deildarinnar í Val­orant. Verð­launa­féð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin raf­í­þrótta­deild, önnur en Coun­ter Stri­ke, verið með yfir milljón í verð­launa­fé.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu

„Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Stærðin og á­horfið eru leyni­vopn Counter Strike

„Ég þyrfti nú að opna sögubækurnar til að sjá hversu löng keppnissagan er en mig grunar að hún nái að minnsta kosti til ársins 1999 þegar leikurinn kom í Betu,“ segir Halldór Már Kristmundsson, mótastjóri Counter Strike 2, en keppni í leiknum hefst aftur í Ljósleiðaradeildinni 3. september.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Fólk á öllum aldri keppir í Fortnite

Heildarupphæð verðlaunafjár í ELKO-Deildinni í Fortnite nemur 600.000 krónum en upphæðin barst í tal í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar semRósa Björk Ein­ars­dótt­ir, sem mun lýsa keppninni í beinni, benti á að þar verði vissulega hægt að næla sér í drjúgan verðlaunapening.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Háhraðahressleiki og hugsjónaorka hjá Next Level Gaming

„Við erum gríðarlega stolt af Next Level Gaming enda er þetta búið að vera algjör rússíbani og bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem er bara rétt að byrja,“ segir Harpa Ægisdóttir, hjá Next Level Gaming, um glæsilegan leikjasal sem opnaði í Egilshöll í byrjun vikunnar.

Rafíþróttir