Neytendur

„Gátum ekki setið og beðið enda­laust“

Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 

Neytendur

Sekta Ár­vakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 

Neytendur

Vonast til að koma dánar­búinu í góðar hendur

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vonast til þess að hlutir úr dánarbúi foreldra sinna komi öðrum að góðum notum. Neikvæð þróun sé í grænni orku hér á landi og fyrirtæki þurfi að notast við olíu á ný vegna skorts á raforku.

Neytendur

Helmingur Ís­lendinga sáttur við falsanir og eftir­líkingar

Tæplega helmingi Íslendinga finnst stundum í lagi að kaupa falsaðar vörur og eftirlíkingar. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu fyrir Hugverkastofu. Níu prósent landsmanna hafa keypt falsanir eða eftirlíkingar síðastliðna 12 mánuði, mest á erlendum vefsíðum. Karlar kaupa mest falsaða merkjavöru og íþróttaföt en konur gleraugu og skartgripi.

Neytendur

Villta vestrið í gjald­töku bílastæða

Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða.

Neytendur

Flúðu dónalegan farar­stjóra og fá ekki krónu

Par sem krafðist þess að ferðaskrifstofa endurgreiddi því á fjórða hundrað þúsund króna vegna ferðar og skaðabóta vegna útlags kostnaðar fær ekki krónu úr hendi ferðaskrifstofunnar. Parið fór heim úr ferðinni þar sem það gat ekki hugsað sér að rekast á dónalegan fararstjórann.

Neytendur

Laumuðu fötunum með barna­bíl­stólunum og fá lægri bætur

Fjölskylda sem ferðaðist með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð síðasta sumar fær um 14 þúsund krónur í bætur eftir að farangur þeirra skilaði sér seint á áfangastað. Fjölskyldan fór fram á mun hærri bætur vegna málsins, um 80 þúsund krónur, en þar sem fjölskyldan fór ekki að skilmálum með því að pakka fatnaði hennar ofan í poka með barnabílstólum urðu bæturnar mun lægri en farið var fram á.

Neytendur

Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni

Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið.

Neytendur

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur

Hvað er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Neytendur

Stjörnugrís sektaður fyrir ís­lenskan fána

Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni.

Neytendur

Súkku­laði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar

Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu.

Neytendur

Fyrir­tæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög.

Neytendur

Gapandi yfir gjör­breyttu frum­varpi og varar við því

Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir.

Neytendur

Breytingarnar séu stór­hættu­legar og á kostnað launa­fólks

Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 

Neytendur

Dældu skemmdri dísel­olíu á bíla sína

Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini.

Neytendur

Undrast að það séu hrein­lega ekki ó­eirðir á Ís­landi

Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.

Neytendur

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn kynnti í dag að bankinn muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. Munu fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig. Hið sama á við fasta vexti til fimm ára.

Neytendur