Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2024 12:32 Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingu hjá ASÍ. vísir/ívar fannar Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira