Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 17:09 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Arnar Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“ Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“
Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48