Menning

Drekkti sér í sögu og menningu.

Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn.

Menning

Fjórar leiðir til lengra lífs

Hollt matarræði, hófleg áfengisneysla, regluleg hreyfing og engar reykingar auka lífslíkur eldri borgara um 65%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 1500 eldri borgurum á aldrinum 70-90 ára, frá ellefu Evrópulöndum var fylgt eftir í 10 ár.

Menning

Raggi Bjarna sjötugur

Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig.

Menning

Kaupmáttur hefur aukist um 1,5%

Kaupmáttur launa hefur hækkað um 1,5% síðastliðna tólf mánuði og er þetta sama meðaltalshækkun og í júlí samkvæmt greiningardeild Landsbankans. Í morgun birti Hagstofan launavísitölu fyrir ágúst og hækkaði hún um 0,2% frá fyrri mánuði.

Menning

Farsímanotkun ekki heilsuspillandi

Yfirvöld geislavarna á Norðurlöndum hafa sammælst um að engar vísindalegar vísbendingar séu um að farsímanotkun geti verið skaðleg heilsu fólks, hvorki geislun frá símtækjunum sjálfum né heldur sendum. Enda noti tækin sendistyrk neðan viðmiðunarmarka og grunngilda sem Alþjóða geislavarnaráðið um ójónandi geislun (ICNIRP) hefur mælt með.

Menning

Segir starfsemina hættulega

Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni.

Menning

Blómaolíur gegn kvíða

Sjúklingar í Bretlandi, sem bíða eftir niðurstöðum úr krabbameinsrannsóknum, munu í framtíðinni fá blómaolíur til að draga úr kvíðanum sem óhjákvæmilega fylgir rannsóknum af þessu tagi.

Menning

Hreyfing er hjartanu holl

Frá 1980 hefur dregið mjög úr kransæðasjúkdómum á Íslandi og á aukin hreyfing fólks utan vinnu sinn þátt í því. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi frá Hjartavernd sem nefnist Hreyfðu þig fyrir hjartað.

Menning

Hvers virði er heilsan?

Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eiginleika? Ég er sammála.

Menning

Árangurinn kemur fljótt í ljós

"Fólk þarf ekkert að vera sjúkt til að koma til okkar þótt við bjóðum upp á sjúkraþjálfun. Stöðin er fyrir fólk sem vill byggja sig upp, hvort sem það er með stoðkerfisvandamál eða ekki," segir Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari hjá heilsuræktarstöðinni Hreyfigreiningu við Höfðabakka í Reykjavík.

Menning

Hjólað án lífshættu

"Ég hjóla mikið og er búinn að gera það í mörg ár, en það er eitthvað sem maður vandist á í Danmörku, og ég hjóla nánast alltaf til og frá vinnu," segir Guðmundur Ólafsson leikari aðspurður hvernig hann haldi sér í formi. "Maður er ótrúlega fljótur að hjóla á milli staða og aðstæður hafa breyst mikið hér þannig að hægt er að hjóla um án þess að vera í mikilli lífshættu," </font />

Menning

Kraftlyftingar og sjúkraþjálfun

"Orkuverið er eina stöðin á Íslandi sem getur tekið á móti öllum, frá sjúklingi upp í kraftlyftingamann," segir Georg Ögmundsson, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Orkuversins sem er ný líkamsræktarstöð í Egilshöllinni þar sem boðið verður upp sjúkraþjálfun og almenna líkamsrækt.

Menning

Með fornbíladellu í blóðinu

"Ég hef haft áhuga á fornbílum síðan ég man eftir mér. Ég ólst eiginlega upp í bílskúrnum hjá pabba sem var mikill bílaáhugamaður. Hann átti t.d. Citroën 1930 og Lanchester 1947 módelið. Þetta er því í blóðinu og af fjórum bræðrum erum við þrír með delluna," segir Árni Þorsteinsson fornbílaeigandi.

Menning

Styrkist á heimsvísu

Chevrolet ætlar að styrkja stöðu sína á heimsvísu með kynningu og markaðssetningu á nýrri línu af litlum og meðalstórum bílum í Evrópu frá og með janúar 2005.

Menning

Fallegasta breytingin

<font face="Helv"> Ritstjórn Kelley Blue Book, handbókar fyrir bílakaupendur í Ameríku, hefur kosið hinn nýja Ford Mustang "fallegasta nýja útlitið" af árgerð 2005. Skoðaðir voru bílar sem voru endurhannaðir á milli árgerða og Mustanginn fékk bestu einkunn hjá þessari virtu handbók. </font>

Menning

Upplifði ævintýrið í Aþenu

"Þetta var bara æðislegt frá a til ö," segir Margrét R. Jónasdóttir, förðunarfræðingur hjá Mac, sem upplifði ævintýri lífs síns þegar hún var ráðin til að farða listafólkið sem kom fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu.

Menning

Enginn venjulegur bíll

Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963.

Menning

Bragðast vel með kjöti

Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifsberjahlaup og ekki síður hollt.

Menning

Ford F350

<font face="Helv" size="2"> </font> Tryllitæki vikunnar er Ford F350, árgerð 2004, sem hefur veirð breytt töluvert. Bíllinn er upprunalega með tvöfold dekk að aftan sem var breytt í einföld. Allur fjöðrunarbúnaður var brenndur undan bílnum og í staðinn sérsmíðuð loftpúðafjöðrun undir bílinn bæði að framan og aftan. Loftpúðana er bæði hægt að stilla handvirkt eða hafa sjálfvirka. Með handvirku stillingunni er hægt að hækka bílinn um allt að 20 cm.

Menning

Skotið á tyggjóklessur

"Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi.

Menning

Fólk er af báðum kynjum

"Ég hugsaði mig lengi um áður en ég sótti um. Ég vissi um þær kvaðir sem fylgdu styrknum og vildi því vera alveg viss um að ég vildi vinna í eitt ár hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Ég vann svo sumarið 2002 sem ráðgjafi í afleysingum hjá Félagsþjónustunni og starfsandinn og allur sá stuðningur sem maður fékk réð baggamuninn.

Menning

Kynjabundnir styrkir til náms

Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði.

Menning

Þjóðverjar fjölmenna á Hitler

Þjóðverjar flykktust á umdeilda mynd um Adolf Hitler, sem frumsýnd var í gærkvöld. Yfir 100 þúsund manns létu sjá sig á frumsýningarkvöldi myndarinnar, sem þykir dágott og líklegt að myndin hali inn fyrir kostnaði, sem var rúmur milljarður íslenskra króna.

Menning

Einstaklingar virkjaðir

"Við erum að virkja getu hvers og eins til að takast á við framtíðina. Markmiðið hjá okkur er að aðstoða fólk sem misst hefur vinnuna vegna andlegra eða líkamlegra áfalla. Það gerum við meðal annars með því að tengja saman mennta- og heilbrigðiskerfið."

Menning

Spilað eftir eyranu

Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana,

Menning

Ávaxtabíllinn

"Kex eða sælgæti verður oftast fyrir valinu hjá fólki þegar hungurtilfinning vaknar seinni part dags, og þess vegna kviknaði sú hugmynd að koma ávöxtum til fólksins í staðinn. Einnig vildum við gera þetta til styrktar íslensku hugviti, því ef menn eru bensínlausir það sem eftir er dags fá þeir ekki margar hugmyndir," segir Haukur Magnússon, sem rekur Ávaxtabílinn sem selur ávaxtakörfur til fyrirtækja í áskrift

Menning

Námskeið í notkun hjólastóla

Hvernig kemst maður upp og niður stiga, yfir kanta og áfram í þrengslum þegar maður er í hjólastól? Og hvað gerir maður ef maður dettur um koll? Þetta og margt annað í sama dúr var kennt á námskeiði á Reykjalundi í lok síðustu viku.

Menning

Líkamsrækt að spila á orgel

"Það er nú ákveðin líkamsrækt að spila á orgel, bæði fingraleikfimi og þó einkum fóta því maður reynir að láta rjúka úr pedalanum," segir Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er inntur eftir því hvernig hann haldi sér í formi dags daglega.

Menning

Í nafni jóga

<em>Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um ofnotkun á hugtakinu jóga.</em> Eðlilegt er að í jóga sé framþróun og upp komi nýjungar. Hins vegar eru jógafræðin of oft útþynnt í gegnum auglýsingar og aðlögun við önnur líkamsræktarkerfi. Því er ekki allt gull sem glóir eða allt jóga sem kennt er við jóga.</font />

Menning