Íslendingar í Evrópukeppni 20. október 2004 00:01 Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn." Nám Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn."
Nám Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira