Menning

Tíunda graðasta þjóð veraldar

Íslendingar njóta kynlífs um það bil tvisvar í viku og hafna í tíunda sæti í skoðanakönnun Durex-smokkaframleiðandans um tíðni bólfara um veröld víða. Tvisvar í viku þýðir hundrað og tíu sinnum á ári en Frakkar, sem státa af fyrsta sæti, njóta kynlífs hundrað þrjátíu og sjö sinnum á ári að meðaltali - en Japanar aðeins 46 sinnum. Íslendingar byrja hins vegar allra þjóða yngstir að njóta kynlífs, eða á sextánda ári. Meira en fjórðungur hefur aðeins átt einn rekkjunaut en fimmtungur yfir tíu. Meðaltalið er rúmlega tíu rekkjunautar á ævinni, nema hvað Kínerjar skera sig úr með nærri tvöfalt hærri tölu. Íslendingar eru þar í fimmta sæti með 12,4 rekkjunauta. Karlar eiga umtalsvert fleiri rekkjunauta en konur en hvað minnst er um fjöllyndi í Víetnam, Hong Kong og á Indlandi. Norðurlandabúar virðast almennt hafa litlar áhyggjur af alnæmi, vera til í tuskið með ókunnugum og eru hirðulausari með verjur en aðrir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×