Menning

Dansflokkurinn setur upp skjöld

Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. 

Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna.

Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á.

Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.