Dansflokkurinn setur upp skjöld 19. október 2004 00:01 Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna. Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á. Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu. Dans Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna. Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á. Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu.
Dans Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira