Menning

Maðurinn er gestur

Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd.

Menning

Heillandi og truflandi

Skáldin Jesse Ball og Þórdís Björnsdóttir fá góða dóma fyrir sagnasafn sitt Veru & Linus hjá útgáfumálgagninu Publishers Weekly sem gagnrýndi bókina í vikunni. Bókin heitir eftir aðalpersónunum, hinu slóttuga en hrífandi pari, sem býr í næsta landamæralausum heimi þar sem allt getur gerst.

Menning

Góðir gestir

Fjölskylduhátíð verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind í tilefni af Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi sem hófst 14. október og lýkur á morgun.

Menning

Fundin verk eftir Túbals

Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna.

Menning

Vendipunktar Valgerðar

Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar“ ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar.

Menning

Postulleg kveðja

Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni Pakkhús postulanna í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, en henni lýkur á morgun. Sýningin markaði upphaf nýrrar sýningarstefnu hússins sem samtímalistasafns en að henni lokinni verður hugað að uppsetningu sýningarinnar „Uncertain States of America – American Art in the 3rd Millennium“ þar sem rjómi bandarískra samtímalistamanna sýnir verk sín.

Menning

Píramídi ástar og kærleika

Snorri Ásmundsson varð nýverið fyrir andlegri vakningu eins og athugult andans fólk hefur tekið eftir. Snorri hefur smíðað fallegan píramída úr plexigleri sem hann kallar “Pyramid of Love”. Snorri hyggst dvelja inni í píramídanum í Lótusstellingunni og biðja um ást og kærleika öllum til handa.

Menning

Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire

Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749–1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði.

Menning

Læti á Laugaveginum

Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir.

Menning

Íslenskt á danskri menningarnótt

Íbúar Kaupmannahafnar eru ekkert síður hrifnir af fyrirbærinu menningarnótt en Reykvíkingar. Því var mikill fjöldi fólks samankominn í miðbæ borgarinnar á föstudagskvöld enda efnt til alls kyns listatburða út um allan bæ. Á vinnustofu listakonunnar Sossu Björnsdóttur var gestum boðið upp á að virða fyrir sér íslenska list og hönnun. En ásamt Sossu sýndu þær Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður og Halla Bogadóttir gullsmiður hönnun sína. Verslunarmennirnir í 12 Tónum og Indriði voru einnig í hátíðarskapi og buðu Dönum upp á hangikjöt og flatkökur í tilefni dagsins sem mæltist vel fyrir.

Menning

Gjörningaveður í Reykjavík

Kanadíski myndlistarmaðurinn og arkitektinn Andrew Burgess mun láta hrikta í stoðum Alþingishússins í kvöld en gjörningur hans. „Another Þing“ fer fram kl. 21 í kvöld. Burgess mun varpa manngerðri eftirmynd af arkitektúr hússins á bygginguna sem þá breytir um ásýnd og verður án efa allt annað þing. Gjörningurinn varir í hálfa klukkustund en hann er liður í listahátíðinni Sequences í Reykjavík en fjölbreytt dagskrá hennar stendur til 28. október.

Menning

Frankenstein allur

Flestir kannast við söguna um Frankenstein, óða vísindamanninn sem í þráhyggju sinni skapar skrímsli sem ekki getur átt samskipti við nokkra aðra lifandi veru. Þessi fræga hryllingssaga er nú loksins komin út í óstyttri útgáfu hér á landi. Bókin ber heitið Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus en forlagið JPV gefur út þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verkinu.

Menning

Af óknyttapiltunum Max og Mórits

Sjö strika strákasaga þýska rithöfundarins og myndlistarmannsins Wilhelm Busch um pörupiltana Max og Mórits hefur skemmt kynslóðum barna í tæpa hálfa aðra öld. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns Eldjárn árið 1981 og er nú loksins fáanleg aftur. Enda á boðskapur sögunnar fullt erindi við ólátabelgi í dag.

Menning

Ríkidæmi dregur úr lestri

Ráðstefna í gær á vegum menntamálaráðuneytis og hagsmunaaðila í bókaútgáfu og bóksölu skerpti enn á staðreyndum varðandi lestur barna og unglinga hér á landi. Ólíkt því sem spámenn hafa kyrjað á vefsíðum er lestur bóka enn tímafrekur í lífi barna á Íslandi. Enn eru ekki skýr merki um að bóklestur sé undan að láta.

Menning

Þrándur í Götu mættur

Nýtt bindi er komið út í hinni viðamiklu útgáfu Hins íslenska fornritafélags á textum miðalda sem hófust með útgáfu Sigurðar Nordal á Egils sögu 1933. Félagið var stofnað að frumkvæði Jóns Ásbjörnssonar hæstarréttarlögmanns 1928 og sótti hann fyrirmyndina að útgáfuhugmyndum sínum til Þýskalands en þar hafði komið út frá 1892 stórt safn norrænna texta, Altnord­ische Saga- Bibliotek og lauk þeirri útgáfu ekki fyrr en 1929.

Menning

Baráttulög í Iðu

Á Skáldspírukvöldi Lafleur útgáfunnar í Iðuhúsinu í kvöld verður einn listamaður á sviðinu. Kristján Guðlaugssson, tónlistarmaður, vísnaskáld og baráttumaður, mun þar stíga á svið og flytja nokkur af lögum sínum.

Menning

Bókmenning frá Berlín

Sýning á bókum þýska forlagsins Edition Mariannenpresse verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Með sýningunni sem kallast Berlin Excursion er boðið til skoðunarferðar um þann geira menningarlífs Berlínar sem getur af sér sérstæðar bækur, sannkölluð listaverk.

Menning

Ævi Þorbergs á hlóðum

Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur unnið að ævisögu Þórbergs Þórðarsonar allt frá 1989 en þá voru hundrað ár liðin frá fæðingu skáldsins.

Menning

Hitler, Grettir og Ronja

Borgarleikhúsið lítur um öxl í vetur en Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli þetta árið. Á dagskrá vetrarins eru tvö "klassísk“ íslensk leikrit sem ekki hafa farið á fjalirnar lengi, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og söngleikurinn Grettir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson.

Menning

Franskir og japanskir menningarstraumar á Iðavöllum

Franskir og japanskir menningarstraumar mættust á Iðavöllum við Egilsstaði í gær þar sem listahópurinn Pokkowa Pa skemmti Austfirðingum. Þeir þurftu þó hvorki að kunna frönsku né japönsku til að skilja sýninguna því ekkert var talað í henni.

Menning

Af tilgerðarlausri ástríðu

Rúnar Helgi Vignisson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2006 fyrir þýðingu á skáldsögunni Barndómi eftir J.M. Coetzee en hann hefur á undanförnum árum gert metnaðarfullar þýðingar á verkum margra af merkustu höfundum samtímans.

Menning

Dús við drottninguna

Líklega væru Íslendingar enn undir dönsku krúnunni hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Ameríkanar, gauka að okkur nammi og bjóða okkur upp í dans. Eftirfarandi grein Gerðar Kristnýjar rithöfundar birtist í danska blaðinu Weekendavisen á dögunum.

Menning

Hýrna brár landans

Sumarið er lögformlega komið og með síhækkandi sól rennur upp hláturtíð í Borgarleikhúsinu. Til stendur að kæta geð leikhúsgesta með ýmsum hætti en í næstu viku hefst dagskráin með pompi og prakt með sérstakri opnunarhátíð. Í tilefni þessa koma meðal annars gestir frá Leikfélagi Akureyrar og sýna gamanleikinn Fullkomið brúðkaup, farsinn Viltu finna milljón? verður frumsýndur og helstu grínarar landsins munu troða upp á Stóra sviðinu.

Menning

Ný þýðing

Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku hjá útgáfunni Nov Zlatorog í Sofíu. Ljóðasafnið er gefið út í seríu sem helguð er ljóðum eftir evrópsk skáld frá tuttugustu öld en útgáfufélagið er eitt það virtasta þar í landi.

Menning

Allt um Erró í haust

Nýlega var undirritaður samningur um nýja veglega listaverkabók um feril Errós. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir að bókin, sem ber vinnutitilinn Erró í tímaröð, komi út í fyrrihluta októbermánaðar en stefnt er að því fagna tilefninu með veglegu hætti og er listamaðurinn væntanlegur til landsins.

Menning

Fólk vill alltaf sjá fólk

Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested 10.000 hefur heldur betur slegið í gegn hjá höfuðborgarbúum en fullt hefur verið út úr húsi síðustu helgar. Myndirnar hafa nánast verið rifnar út og hafði ljósmyndarinn ekki tölu hversu margar hefðu verið seldar.

Menning

Ein milljón manna á Rolling Stones tónleikum

Yngsti meðlimur bandsins er rétt innan við sextugt og ferill hljómsveitarinnar spannar hátt í hálfa öld. Þrátt fyrir það mátti ekki nema nein þreytumerki þegar kapparnir í Rolling Stones trylltu yfir eina milljón manns á Copacabana strönd um helgina.

Menning

Uppfærð útgáfa

Íslendingar fengu að sjá uppfærða útgáfu af kvikmyndinni A Little Trip to Heaven, þegar hún var frumsýnd hér á landi í gær. Baltasar Kormákur gerði endurbætur á myndinni eftir að hún hafði hlotið misjafnar viðtökur á erlendum kvikmyndahátíðum. Hin nýja útgáfa fékk góða dóma hjá íslenskum gagnrýnendum.

Menning

Birtist víða

Heilög María hefur enn einu sinni skotið upp kollinum í Bandaríkjunum, að þessu sinni á botninum á blómavasa.

Menning