Menning

Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF

Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi.

Ferðin hafði mikil áhrif á hljómsveitina og ákváðu þeir að efna til sýningar á ljósmyndunum sem þeir tóku í heimsókninni. Sýningin ber yfirskriftina: Yfirgefna kynslóðin: Svasíland með augum Sigur Rósar.

Sýningin verður í versluninni Liborius, Mýrargötu 3 og stendur yfir frá 30. nóvember til 7. desember.

Ljósmyndirnar verða seldar hæstbjóðendum og verður tekið við tilboðum til 7. desember. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar alnæmisverkefnum UNICEF í Svasílandi, en þar er hæsta hlutfall HIV-smitaðra í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.