Menning „Fullnægjandi að segja satt“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim. Menning 7.7.2022 10:01 Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess. Menning 3.7.2022 07:29 „Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. Menning 1.7.2022 13:31 „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. Menning 29.6.2022 13:30 Heiðrar minningu systur sinnar: „Hún átti eftir að sýna heiminum listina sína“ Valgerður Anna Einarsdóttir, jafnan þekkt sem Vala, stendur fyrir sýningunni House of Van Helzing á LungA hátíðinni í ár. Sýningin er haldin til heiðurs systur hennar, hönnuðinum og listakonunni Tótu Van Helzing, sem lést í lok árs 2021 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Blaðamaður hafði samband við Völu og fékk nánari innsýn í sýninguna. Menning 29.6.2022 12:30 Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. Menning 28.6.2022 17:01 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. Menning 28.6.2022 15:01 „Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“ Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi. Menning 24.6.2022 15:30 Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. Menning 22.6.2022 14:30 Fjölbreytt veðrabrigði Íslands heilluðu spænskan listamann Spænski listamaðurinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu í sal Grásteins að Skólavörðustíg 4 þann 17. júní síðastliðinn. Menning 21.6.2022 13:31 Arfleiddur sársauki og samvitund kynslóða í Ásmundarsal Ásmundarsalur opnar sýningu Julie Lænkholm We The Mountain / Fjallið við, laugardaginn 18. júní klukkan 14:00. Menning 18.6.2022 10:01 Ísold Uggadóttir er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2022 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, Borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða. Menning 17.6.2022 14:46 Áður óséðar mannamyndir Kjarvals á nýrri sýningu Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals verður opnuð hjá Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á morgun. Til sýnis verða allar sjálfsmyndir Kjarvals og mannamyndir frá ýmsum tímabilum. Menning 15.6.2022 15:01 Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Menning 14.6.2022 21:56 Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. Menning 14.6.2022 12:30 Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Menning 13.6.2022 14:01 Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið. Menning 13.6.2022 13:00 Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. Menning 12.6.2022 10:01 „Hann kom að móðunni miklu, blotnaði í tærnar og sneri við“ Þó svo að Ragnar Axelsson héldi að heimsfaraldurinn myndi aðeins vara í þrjá mánuði, skynjaði hann í upphafi faraldursins að það væri mikilvægt að skrásetja þetta ástand með myndum. Menning 12.6.2022 07:01 Snípur og sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum Listamenn sem tekið hafa ástfóstri við nál og tvinna opnuðu í kvöld listasýningu á Kjarvalsstöðum, meðal efnistaka þeirra eru snípurinn, sjálfsfróun og flugdólgar. Menning 9.6.2022 19:57 KÚNST: Innsýn í framtíðarheim listarinnar Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí. Menning 9.6.2022 06:55 Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. Menning 7.6.2022 20:47 Verk eftir Gunnar Helgason á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Menning 7.6.2022 10:30 Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest. Menning 4.6.2022 09:01 Rauði þráðurinn er hundur að skíta Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna. Menning 3.6.2022 12:30 Hætti í íþróttum og gerðist listamaður eftir lestur á Heimsljósi Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins. Menning 3.6.2022 07:31 Tengir kveikjuna að sýningunni við gamlan málningarslopp sem afi hennar átti og notaði Listakonan og arkitektinn Steinunn Eik opnaði listasýninguna Jörð í versluninni Vest, Ármúla 17 fyrir nokkrum vikum síðan en sýningin stendur til 18. júní næstkomandi. Í kvöld klukkan 20:00 verður Steinunn Eik með listamannaspjall á sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá hennar listræna hugarheimi. Menning 2.6.2022 12:30 „Fortíð og framtíð eru eitt með núinu og við erum ekki viss um hvenær núið er“ Á morgun, fimmtudaginn annan júní, opnar Guðmundur Óli Pálmason, sem gengur undir listamannsnafninu Kuggur, myndlistarsýninguna Tímarof í Gallerí Göng, Háteigskirkju. Sýningin opnar klukkan 16:00 og stendur til 28. júní. Menning 1.6.2022 20:01 Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Menning 1.6.2022 13:30 Taylor Mac og Úkúlellurnar opna Listahátíð í Reykjavík Sviðslistamaðurinn Taylor Mac mun spila á opnunarsýningu Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram á morgun. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar telur að þakið muni rifna af Þjóðleikhúsinu þar sem sýningin fer fram. Menning 31.5.2022 20:52 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 334 ›
„Fullnægjandi að segja satt“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim. Menning 7.7.2022 10:01
Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess. Menning 3.7.2022 07:29
„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. Menning 1.7.2022 13:31
„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. Menning 29.6.2022 13:30
Heiðrar minningu systur sinnar: „Hún átti eftir að sýna heiminum listina sína“ Valgerður Anna Einarsdóttir, jafnan þekkt sem Vala, stendur fyrir sýningunni House of Van Helzing á LungA hátíðinni í ár. Sýningin er haldin til heiðurs systur hennar, hönnuðinum og listakonunni Tótu Van Helzing, sem lést í lok árs 2021 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Blaðamaður hafði samband við Völu og fékk nánari innsýn í sýninguna. Menning 29.6.2022 12:30
Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. Menning 28.6.2022 17:01
LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. Menning 28.6.2022 15:01
„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“ Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi. Menning 24.6.2022 15:30
Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. Menning 22.6.2022 14:30
Fjölbreytt veðrabrigði Íslands heilluðu spænskan listamann Spænski listamaðurinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu í sal Grásteins að Skólavörðustíg 4 þann 17. júní síðastliðinn. Menning 21.6.2022 13:31
Arfleiddur sársauki og samvitund kynslóða í Ásmundarsal Ásmundarsalur opnar sýningu Julie Lænkholm We The Mountain / Fjallið við, laugardaginn 18. júní klukkan 14:00. Menning 18.6.2022 10:01
Ísold Uggadóttir er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2022 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, Borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða. Menning 17.6.2022 14:46
Áður óséðar mannamyndir Kjarvals á nýrri sýningu Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals verður opnuð hjá Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á morgun. Til sýnis verða allar sjálfsmyndir Kjarvals og mannamyndir frá ýmsum tímabilum. Menning 15.6.2022 15:01
Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Menning 14.6.2022 21:56
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. Menning 14.6.2022 12:30
Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Menning 13.6.2022 14:01
Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið. Menning 13.6.2022 13:00
Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. Menning 12.6.2022 10:01
„Hann kom að móðunni miklu, blotnaði í tærnar og sneri við“ Þó svo að Ragnar Axelsson héldi að heimsfaraldurinn myndi aðeins vara í þrjá mánuði, skynjaði hann í upphafi faraldursins að það væri mikilvægt að skrásetja þetta ástand með myndum. Menning 12.6.2022 07:01
Snípur og sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum Listamenn sem tekið hafa ástfóstri við nál og tvinna opnuðu í kvöld listasýningu á Kjarvalsstöðum, meðal efnistaka þeirra eru snípurinn, sjálfsfróun og flugdólgar. Menning 9.6.2022 19:57
KÚNST: Innsýn í framtíðarheim listarinnar Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí. Menning 9.6.2022 06:55
Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. Menning 7.6.2022 20:47
Verk eftir Gunnar Helgason á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Menning 7.6.2022 10:30
Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest. Menning 4.6.2022 09:01
Rauði þráðurinn er hundur að skíta Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna. Menning 3.6.2022 12:30
Hætti í íþróttum og gerðist listamaður eftir lestur á Heimsljósi Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins. Menning 3.6.2022 07:31
Tengir kveikjuna að sýningunni við gamlan málningarslopp sem afi hennar átti og notaði Listakonan og arkitektinn Steinunn Eik opnaði listasýninguna Jörð í versluninni Vest, Ármúla 17 fyrir nokkrum vikum síðan en sýningin stendur til 18. júní næstkomandi. Í kvöld klukkan 20:00 verður Steinunn Eik með listamannaspjall á sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá hennar listræna hugarheimi. Menning 2.6.2022 12:30
„Fortíð og framtíð eru eitt með núinu og við erum ekki viss um hvenær núið er“ Á morgun, fimmtudaginn annan júní, opnar Guðmundur Óli Pálmason, sem gengur undir listamannsnafninu Kuggur, myndlistarsýninguna Tímarof í Gallerí Göng, Háteigskirkju. Sýningin opnar klukkan 16:00 og stendur til 28. júní. Menning 1.6.2022 20:01
Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Menning 1.6.2022 13:30
Taylor Mac og Úkúlellurnar opna Listahátíð í Reykjavík Sviðslistamaðurinn Taylor Mac mun spila á opnunarsýningu Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram á morgun. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar telur að þakið muni rifna af Þjóðleikhúsinu þar sem sýningin fer fram. Menning 31.5.2022 20:52