Menning

Leik­stjórinn Jean-Luc Godard er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jean-Luc Godard var einn af risum frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð.
Jean-Luc Godard var einn af risum frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð. Getty

Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri.

Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965.

Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960.

Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia.

Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018.

Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×