Menning

Berthelsen leikur Pabbann

"Það er ekkert langt síðan hann varð faðir sjálfur þannig að hann tengdi virkilega við þessa sögu," segir Bjarni Haukur Þórsson, höfundur Pabbans.

Menning

Mest sótti bókamarkaðurinn

„Þetta er besti bókamarkaður sögunnar. Það hefur aldrei gengið jafnvel og nú,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Menning

Veðurteppt listaverk

Starfsfólk Listasafns Reykjavíkur bíður nú milli vonar og ótta eftir því hvort listaverk spænska listamannsins Antoni Tàpies komist til landsins. Til stendur að opna stóra yfirlitssýningu með verkum hans í vestursal Kjarvalsstaða 17. mars. Tàpies, sem er í hópi virtustu listamanna Spánar, lést 6. febrúar síðastliðinn, þá 88 ára að aldri. Verkin, sem voru á leið frá Kaupmannahöfn til Seyðisfjarðar með Norrænu, komust ekki lengra en til Færeyja. Um mikinn fjölda málverka er að ræða, sem spanna sjö áratuga feril Tàpies.

Menning

Kormákur og Skjöldur fengu Menningarverðlaun DV

Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í dag en veitt voru verðlaun í níu flokkum. Veitt voru verðlaun flokkunum bókmenntir, fræði, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári. Einnig voru veitt verðlaunin í flokknum Val lesenda. Forseti Íslands afhenti árleg heiðursverðlaun sem Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, hlaut. Þetta er í 33. skiptið sem menningarverðlaun DV eru afhent.

Menning

Ég er sátt við mitt dagsverk

Allt er á yfirsnúningi í Listasafni Íslands þegar blaðamaður stingur inn nefinu daginn fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum Rúríar. Allir sýningarsalir eru undir, iðnaðarmenn og starfsfólk safnsins á þönum á milli þeirra. Þau gætu örugglega þegið nokkra sýningarsali í viðbót, ef það væri í boði. Verk Rúríar taka oftar en ekki plássið sitt og aldrei áður hafa svo mörg þeirra verið sýnd saman á einum stað.

Menning

Hrikalegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu

"Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið,“ segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu.

Menning

Þakklátasta leikkona landsins

Það stóð nú aldrei til að halda svona langa ræðu. Elma Lísa, vinkona mín sem fékk Edduverðlaunin í fyrra, var búin að vara mig við og sagði að ég yrði að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að segja ef ég færi upp. Mér fannst það mjög óþægilegt, því mér finnst tilhugsunin um að halda ræðu mjög stressandi. Þegar ég svo mætti þarna í Gamla bíó var ég alveg sannfærð um að ég væri ekkert að fara upp, svo ég var alveg róleg. En það var

Menning

Dansa Shakespeare

"Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær,“ segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verku

Menning

Bandarísk fósturmóðir verður metsöluhöfundur

Skáldsagan Táknmál blómanna eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh hefur selst til yfir 40 landa víðs vegar um heiminn. Sagan þykir gefa raunsæja innsýn í oft og tíðum kaldranalegan veruleika fósturbarna í Bandaríkjunum. Skáldsagan Táknmál blómanna, eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh, segir örlagasögu Victoriu, sem elst upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana. Þegar hún verður átján ára og þar með komin út úr kerfinu þarf hún að takast á við lífið, ein og án aðstoðar. Hún er illa búin undir það verkefni og rekur sig á ýmsar hindranir á leið sinni að því að verða heil. Sagan af Victoriu hefur verið gefin út í meira en 40 löndum frá því hún kom fyrst út í Þýskalandi í byrjun árs 2011. Það þykir ótrúlegur árangur, enda er bókin fyrsta skáldsaga höfundar.

Menning

Línur sem ná beint til hjartans

Þór Breiðfjörð, söngvari og leikari, synti móti straumnum og flutti nýlega heim til Íslands eftir fjórtán ára útivist, lengst af sem leikari á West End í London. Hann á að baki um 1.000 sýningar af Vesalingunum og æfir nú draumahlutverkið í Þjóðleikhúsinu

Menning

Strætóskýli eru samfélagsspegill

Strætóskýli nefnist sýning Sigurðar Guðmundssonar sem opnaði í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Í fréttatilkynningu frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur segir að þótt hlutverk strætóskýla virðist einfalt sé útlit þeirra ekki einsleitt. Það hafi breyst mikið frá því þau voru fyrst sett upp fyrir meira en 50 árum, til að veita notendum almenningssamgangna skjól meðan beðið er eftir fari. Þá séu þau líka kennileiti sem endurspegli íslenskt samfélag, þróunina frá nýtishyggju til markaðsvæðingar.

Menning

Einn plús einn er meira en tveir

Systurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur eru báðar málarar sem undanfarna 18 mánuði hafa stundað "dúettmálun“, málað saman stórar, litríkar, sjálfsævisögulegar myndir. Friðrika Benónýsdóttir forvitnaðist um hvernig sköpun þeirra systra verður til.

Menning

Lífið saltfiskur og ukulele

Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðnason tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele.

Menning

Uppnám í Þjóðleikhúsinu

Sýningum á Uppnámi, uppistandssýningu sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í Þjóðleikhúskjallaranum lýkur með pompi og prakt á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun, föstudag. "Við ætluðum okkur upphaflega að sýna fimm sýningar en þær eru orðnar þrettán. Sýningin á laugardag er sú allra síðasta og þá verðum við á stóra sviðinu sem er frábær endir og óvæntur," segir Arna Ýr Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Menning

Við erum öll samsett úr fortíðinni

Árið 1955 kom út bókin Tristes Tropiques eftir Claude Lévi-Strauss. Bókin, sem er blanda ferðasögu, mannfræðirannsókna og heimspekirannsókna, hafði gríðarleg áhrif á sýn heimsins á frumstæð samfélög og breytti mannfræði til frambúðar.

Menning

Tæknimenning í Gerðarsafni

Sýningin Sæborgin: Kynjaverur og ókindur verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn næsta, 21. janúar, klukkan 15. Sýningin byggir á nýútkominni bók Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, sem fjallar um þá ímynd er tæknimenning og líftækni taka á sig í vitund almennings.

Menning

007 og Sinfó í Hörpu

Sigríður Thorlacius er ein úr hópi valinkunnra söngvara sem taka þátt í James Bond-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Hún syngur lag úr myndinni Diamonds Are Forever sem upphaflega var flutt af Carly Simon.

Menning

Landsliðið heiðrar Paul Motian í Norræna húsinu

Landslið íslenskra jazzleikara leikur í minningu trommarans Paul Motian, sem féll frá 22. nóvember, í Norræna húsinu á fimmtudag. Bandaríski trommarinn Scott McLemore, sem er búsettur á Íslandi, hefur skipulagt tónleika þar sem tónsmíðum Motian's verður gert skil.

Menning

Bergmál fortíðar

Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004.

Menning

Salon Islandus bregður á leik

„Við höfum staðið fyrir nýárstónleikum síðan árið 2004, leikum Vínartónlist, valsa og polka, sprellum og höfum það gaman. Í ár verður Þóra Einarsdóttir söngkona með okkur og tekur nokkur lög,“ segir Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og meðlimur í kammerhópnum Salon Islandus sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld klukkan átta.

Menning

Lögðu grunn að kvótakerfinu

Haukur Halldórsson gerði Útvegsspilið ásamt Tómasi Tómassyni og Jóni Jónssyni. Spilið var vinsælasta jólagjöfin árið 1977 og markaði straumhvörf á íslenskum spilamarkaði. Höfundarnir kynntu þáverandi sjávarútvegsráðherra fyrir nýstárlegum hugmyndum um kvó

Menning

Umbrot í máli og myndum

Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum.

Menning

Tímaritin streyma út

Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga.

Menning

Konur Steinunnar sækja alltaf í gröfina

Tvær bækur eftir Guðna Elísson prófessor komu nýverið út á vegum Háskólaútgáfunnar. Aðra þeirra, greinasafnið Hef ég verið hér áður, vann Guðni með eiginkonu sinni, Öldu Björk Valdimarsdóttur. Hún fjallar um höfundarverk Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Hin bókin er samansafn greina sem taka á samtímanum út frá ólíklegustu hliðum.

Menning

Steypa á DVD

Steypa, heimildarmynd um íslenska samtímalist eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson, er komin út á mynddisk.

Menning

Endurminningin merlar æ

Hannes Pétursson skáld er áttræður í dag. Hann sendi jafnframt frá sér á dögunum bókina Jarðlag í tímanum, þar sem hann dregur upp minningarmyndir úr barnæsku sinni norður í Skagafirði. Bergsteinn Sigurðsson hitti skáldið að máli. Þetta eru svo sem engin sérstök tímamót í mínum huga,“ segir Hannes Pétursson skáld, sem er áttræður í dag. "Mér finnst ég betri til heilsunnar en ég var fyrir tíu til fimmtán árum, hausinn er í þokkalegu lagi þótt mér misheyrist stundum og missjáist eins og gengur og gerist með gamla karla. Að öðru leyti plagar mig ekkert og þetta er eins og hver annar dagur.“

Menning