Leita styrkja fyrir sýningarferð 21. júní 2012 15:00 Dagur túlkar og skrifar leikritið Pabbi er dáinn, sem hann vonast til að sýna á fimmtán stöðum um landið. „Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhaldandi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningarferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhaldandi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningarferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira