Gefa út einstakt smárit um list 23. júlí 2012 11:00 Frosti Gnarr Stúdíó er staðsett úti á Gróttu og er nafn Grotta Zine dregið af því. Hér eru Hilmir Berg, Giuseppe Russo og Frosti Gnarr saman með fyrsta tölublaðið. Fréttablaðið/Ernir „Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira