Gefa út nýtt túristablað á frönsku 4. júlí 2012 17:00 Virginie Le Borgne og Lea Gestsdóttir Gayet standa á bak við nýtt blað á frönsku um íslenska menningu. „Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira