Lífið

Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir

Hjónin Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og eiginkona hans, Úlla Káradóttir, seldu einbýlishús sitt að Freyjugötu 37 í Reykjavík á 219 milljónir króna. Um er að 312 fermetra eign í hjarta miðbæjarins með Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg í bakgarðinum.

Lífið

Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman

Eva Bryngeirsdóttir jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segir að þau Kári muni nýta hverja einustu stund sem þau fái saman. Frá þessu greinir hún í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Skemmti­legast klæddu á Golden Globe

Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. 

Tíska og hönnun

Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum

Sverrir Þór Sverrisson segist ekki nenna að pæla í því þegar hann fær á sig neikvæða umræðu fyrir grín sem fólki finnst fara yfir strikið. Sveppi, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir aðalatriðið að konan hans og börnin séu sátt við hann. Í þættinum rifjar Sveppi upp hvernig hann byrjaði fjölmiðlaferilinn á því að ganga hringinn í kringum Ísland.

Lífið

Guð­mundur í Brim nældi í treyjuna

Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, nýkjörinn íþróttamaður ársins, seldi áritaða treyju sína úr 3-0 sigrinum á Þýskalandi síðasta sumar til útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar, oft kenndur við Brim.

Lífið

Stjörnulífið: Ára­mót, kossaflens og þakk­látar stjörnur

Nýtt ár er gengið í garð 2025 og virðist það falla vel í kramið hjá stjörnum landsins ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum síðastliðna daga. Tímamótatilkynningar, heilsusamleg markmið og þakklætispistlar þar sem farið er yfir liðið ár eru áberandi ásamt fallegum myndum.

Lífið

Haf­dís leitar að hús­næði

Einkaþjálfarinn og samfélagsmiðlastjarnan Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar nú að nýju húsnæði fyrir sig og strákana sína. Hún og Kristján Einar Sigurbjörnsson betur þekktur sem Kleini eru hætt saman.

Lífið

Brenton Wood er látinn

Sálarsöngvarinn Brenton Wood er látinn, 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967.

Lífið

Heimili Walter White til sölu eftir ára­langan á­gang að­dá­enda

Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 

Lífið

Heilsa og vel­líðan ná­tengd góðu um­hverfi

Um áramót er góður tími til að setja sér ný markmið, stíga á stokk og strengja heit, líkt og Jóhannes Jósefsson glímukappi gerði forðum daga. Þá er tilvalið að huga að heilsunni, reglubundinni hreyfingu og heilbrigðu líferni. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um heilsu og útivist.

Lífið samstarf

Fréttatían: Ára­mótin, Krydd­síld og út­lönd

Fréttatían er mætt aftur á nýju ári! Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Lífið

Kynntist eigin­konunni á swingklúbbi

Það eru fáir sem kunna að lifa lífinu eins og Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður Morgunblaðsins sem um árabil hefur fært Íslendingum magnaðar fréttaskýringar frá Noregi þar sem hann er búsettur. Atli gifti sig í síðustu viku við Miklagljúfur en það sem vakti hve mesta athygli við ráðahaginn var að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman.

Lífið

Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni

Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu.

Lífið

Ekkert ein­vígi í Söngva­keppninni 2025

Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar.

Lífið