Lífið

Tipsý bar valinn besti barinn í Reykja­vík

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tipsý bar valinn sá besti í Reykjavík.
Tipsý bar valinn sá besti í Reykjavík.

Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands.

Bartenders’ Choice Awards eru virt verðlaun sem heiðra framúrskarandi barþjóna, veitingastaði og kokteila á Norðurlöndum. Verðlaunin fagna þeim sem hafa haft stór áhrif á drykkjamenninguna með nýsköpun og framúrskarandi þjónustu. Þetta er í sjötta skiptið sem Ísland tekur þátt.

BCA hefur orðið mikilvægur vettvangur fyrir íslensku barsenuna, þar sem barir og barfólk sem skara fram úr eru viðurkennd fyrir framúrskarandi árangur.

„Á hverju ári sjáum við ótrúlega nýsköpun og ástríðu innan barsamfélagsins, og árið 2025 er engin undantekning,“ segir Joel Katzenstein, meðstofnandi Bartenders’ Choice Awards. 

„Þessir sigurvegarar eru fyrirmyndir í því að leiða iðnaðinn áfram, og ég get ekki beðið eftir að sjá barmenninguna þróast enn frekar á næstu árum.“

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Bartenders’ Choice Awards.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.