Lífið

Fóru á trúnó og hittust svo á AA-fundi fimm árum síðar

Aron Mímir Gylfason, betur þekktur sem RonniGonni, og Bjarki Viðarsson, betur þekktur sem Jeppakall Doperman Rakki, hafa slegið í gegn á Twitter síðustu vikur. Þeir eru oft sagðir vera meðlimir „undirheima-Twitter“ en eru í dag báðir edrú og urðu meira að segja vinir í meðferð.

Lífið

Trúlofuð eftir að ástin kviknaði á ströndinni

Bachelor in Paradise parið Dean Unglert og Caelynn Miller-Keyes eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í þrjú ár eftir að hafa kynnst á ströndinni í sjöttu seríu þáttanna. Dean hætti með henni og yfirgaf þættina en sneri svo aftur á ströndina og bað hana um að koma með sér, sem hún gerði.

Lífið

Rómantík á RÚV

Fréttamaðurinn Sunna Valgerðardóttir og dagskrárgerðarmaðurinn Guðni Tómasson eru nýtt par. Þau starfa bæði hjá Ríkisútvarpinu og hefur ástin verið að þróast á milli þeirra síðustu mánuði, líkt og Smartland greindi fyrst frá.

Lífið

Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi

Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar.

Lífið

Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar

Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum.

Lífið

Travis Scott segir fyrirsætuna vera að ljúga

Rapparinn Travis Scott segist ekki hafa haldið framhjá kærustunni sinni, Kylie Jenner. Ásakanir um slíkt afhæfi komu upp í kjölfar þess að fyrirsætan Rojean Kar birti myndband af sér á tökustað tónlistarmyndbands sem kappinn var að leikstýra.

Lífið

James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“

„Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins.

Lífið

Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu

Fimmta þáttaröðin af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á Stöð 2 en þar var fjallað um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar sem ættleiddur var frá Kólumbíu fyrir fjörutíu árum og ólst upp á Akureyri.

Lífið

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Lífið

The Ellen DeGeneres Show stjarnan Sophia Grace er ólétt

Barnastjarnan Sophia Grace Brownlee, sem sló eftirminnilega í gegn í The Ellen DeGeneres Show, á von á barni. Hún komst í sviðsljósið þegar hún var aðeins níu ára gömul að rappa lagið Super Bass með Nicki Minaj ásamt frænku sinni Rosie McClelland.

Lífið

Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma

Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu.

Lífið

„Hringarnir gleymdust rétt fyrir athöfnina“

Innanhússhönnuðurinn Stella Birgisdóttir og Jakob Helgi Bjarnason, framkvæmdarstjóri Modulus giftu sig við fallega athöfn í Flórens í síðasta mánuði. Þau hafa verið saman í níu ár og eiga eina dóttur, Katrínu Önnu.

Lífið