Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 23:55 Björk Guðmundsdóttir ætlar á tónleikaferðlag um Bretland í apríl á næsta ári. Getty Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. „Ég hef alltaf verið umkringd börnum,“ segir Björk sem á sex yngri hálfsystkini. Hún á tvö börn, þau Sindra Eldon, 37 ára og Ísadóru Bjarkardóttur Barney sem er tvítug en í janúar 2019 eignaðist Sindri sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson. Í samtali við The Times segir Björk segir ömmuhlutverkið hafa bætt miklu við líf sitt. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stórkostlegt þetta er, bónuspartur við lífið sem fólk talar eiginlega ekki mikið um. Þetta er alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn.“ Börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra syngja bakraddir á nýjustu plötu Bjarkar, Fossora sem kom út fyrr á árinu. Aðdragandinn að því var sá að þau þrjú eyddu miklum tíma saman á meðan Covid-faraldurinn var í gangi. „Ég varði miklu meiri tíma með krökkunum mínum heldur en venjulega. Þau voru hluti af þessu, þannig að það hefði verið skrítið að sleppa þeim.“ segir Björk. Sótti meðferð hjá sálfræðingi Þá ræðir hún einnig upplifun sína af því þegar börnin hennar uxu úr grasi og flugu úr hreiðrinu. „Eina stundina þurfa þau ekkert á þér að halda og horfa á þig og ranghvolfa augunum og tveimur dögum seinna þurfa þau hjálp við að fylla út skattframtalið sitt.“ Björk kemur einnig inn á erfiða tíma í lífi sínu, þar á meðal skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Björk segist hafa sótt meðferð hjá sálfræðingi til að takast á við álagið sem því fylgdi og reyndist það mikið gæfuspor. „Þetta er frábært verkfæri til að grípa í og ég er mjög hrifin af því. Það hafa vissulega verið tímapunktar í mínu lífi þar sem ég hef þurft meira á því að halda en aðrir, til dæmis þegar foreldrar mínir skildu, og svo bara almennt út af hinu og þessu. Síðan varð þetta bara stöðugur, fastur hluti af tilverunni.“ Björk Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Ég hef alltaf verið umkringd börnum,“ segir Björk sem á sex yngri hálfsystkini. Hún á tvö börn, þau Sindra Eldon, 37 ára og Ísadóru Bjarkardóttur Barney sem er tvítug en í janúar 2019 eignaðist Sindri sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson. Í samtali við The Times segir Björk segir ömmuhlutverkið hafa bætt miklu við líf sitt. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stórkostlegt þetta er, bónuspartur við lífið sem fólk talar eiginlega ekki mikið um. Þetta er alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn.“ Börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra syngja bakraddir á nýjustu plötu Bjarkar, Fossora sem kom út fyrr á árinu. Aðdragandinn að því var sá að þau þrjú eyddu miklum tíma saman á meðan Covid-faraldurinn var í gangi. „Ég varði miklu meiri tíma með krökkunum mínum heldur en venjulega. Þau voru hluti af þessu, þannig að það hefði verið skrítið að sleppa þeim.“ segir Björk. Sótti meðferð hjá sálfræðingi Þá ræðir hún einnig upplifun sína af því þegar börnin hennar uxu úr grasi og flugu úr hreiðrinu. „Eina stundina þurfa þau ekkert á þér að halda og horfa á þig og ranghvolfa augunum og tveimur dögum seinna þurfa þau hjálp við að fylla út skattframtalið sitt.“ Björk kemur einnig inn á erfiða tíma í lífi sínu, þar á meðal skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Björk segist hafa sótt meðferð hjá sálfræðingi til að takast á við álagið sem því fylgdi og reyndist það mikið gæfuspor. „Þetta er frábært verkfæri til að grípa í og ég er mjög hrifin af því. Það hafa vissulega verið tímapunktar í mínu lífi þar sem ég hef þurft meira á því að halda en aðrir, til dæmis þegar foreldrar mínir skildu, og svo bara almennt út af hinu og þessu. Síðan varð þetta bara stöðugur, fastur hluti af tilverunni.“
Björk Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30
Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00