Innherji
Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar
Fjölmiðlar sinna gæsluhlutverki gagnvart ríkisvaldinu. Hlaðvörp gera það ekki. Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar. Að telja að svo sé lýsir því miður viðtekinni skoðun og viðhorfi ríkisins til fjölmiðla. Hlaðvörp eru líkari skoðanapistli heldur en fjölmiðli. Að kalla hlaðvörp fjölmiðil gerir því lítið úr fjölmiðlum og er atlaga að tjáningarfrelsi almennra borgara.
Arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum ekki verið meiri frá fjármálahruni
Fyrirtæki í Kauphöllinni hér á landi hafa greitt til hluthafa sinna meira en 80 milljarða króna á þessu ári í formi arðs og metkaupa á eigin bréfum. Aukningin á milli ára er tæplega 50 milljarðar, eða sem nemur um 150 prósentum.
Evrópugerðir gera eftirlitinu kleift að sekta einstaklinga um 800 milljónir
Innleiðing á Evrópugerðunum CRR og CRD gefur fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands víðtækari heimildir til að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Eftirlitsstofnunin fær meðal annars heimild til að leggja 800 milljóna króna stjórnvaldssekt á einstaklinga sem brjóta gegn lögunum.
Velsæld og verðmætasköpun nýrra tíma
Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem breytingar gagnast samfélaginu öllu, að þau tækifæri sem þær fela í sér nýtist öllum og við fylgjum skýrri framtíðarsýn. Að tryggja að breytingarnar auki verðmætasköpun sem öll fá sanngjarna hlutdeild í og treystir velsæld alls almennings. Þetta er verkefni næstu ára.
Kauphöllin laðar til sín tugi milljarða ef íslensk bréf færast upp um flokk hjá FTSE
Góðar líkur eru á því að íslenski hlutabréfamarkaðurinn verði færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell á næsta ári og má þá búast við innflæði upp á tugi milljarða króna frá erlendum sjóðum sem haga fjárfestingum sínum í samræmi við vísitölur fyrirtækisins. Þetta segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
Standa þarf vörð um virka samkeppni
Sporna þarf við samkeppnishindrunum á sem flestum sviðum, draga úr reglubyrði og opna markaði. Í því sambandi er mikilvægt að stjórnvöld verndi ekki íslensk fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni eða hygli þeim með ólögmætum hætt. Það mun hvorki gagnast þeim né íslenskum neytendum til lengri tíma.
Kæfandi faðmur Svandísar
Allir þeir sem stunda einhvers konar rekstur vita að farsæld byggir á að eigendur og/eða stjórnendur viti hvað þeir eru að fást við. Engu að síður kýs þjóðin á fjögurra ára fresti einstaklinga til að fara með yfirstjórn hinna ólíkustu mála sem eru jafn staðfastir í trúnni á eigin getu eins og þeir eru blindir á veruleikann.
Áskoranir og sóknarfæri 2022: Þarf að endurskoða úrelt viðhorf
Lilja Alfreðsdóttir segir að verðbólguþróunin verði stærsta áskorunin til skamms tíma, þar sem hrávöruverð á heimsvísu hefur hækkað um næstum 90 prósent og gámaverð um 500 prósent frá því ársbyrjun 2020.
„Óskandi að 2022 verði árið sem við lærum að lifa endanlega með veirunni“
Á árinu sem er að renna sitt skeið á enda hefur Eik fasteignafélag hækkað afkomuspá sína í tvígang og nýtt lágvaxtaumhverfið til að endurfjármagna stóran hluta af skuldum félagsins. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir óskandi að árið 2022 verið árið sem samfélagið læri að lifa endanlega með veirunni.
Ný þjóðarsátt á nýju ári?
Stór hluti verkalýðshreyfingarinnar virðist því miður í litlu sambandi við hinn efnahagslega raunveruleika, sem við blasir. Þannig hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í nóvember, m.a. með vísan til mikilla launahækkana, sem stuðluðu að verðbólgu. Viðbrögð forystu ASÍ voru að boða meiri hörku í næstu kjaraviðræðum og meiri launahækkanir!
Hugleiðingar í lok árs 2021
Í stjórnarsáttmála Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs má heyra hjartslátt samfélagsins. Í honum ríkir bjartsýni.
Áskoranir og sóknarfæri 2022: Einstaklega mikilvægt að vel takist til við kjarasamningsborðið
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eru sammála um að helstu áskoranir næsta árs snúi annars vegar að skynsamlegri lendingu við kjarasamningsborðið og hins vegar að því að atvinnulífinu sé gert auðveldara um vik að ná fyrri krafti eftir heimsfaraldurinn.
Dagur í lífi Ásdísar Kristjáns: Hefðbundin og allt að því óþolandi A-týpa
Ásdís Kristjánsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún og fjölskyldan eru A-týpur, að hundinum undanskildum. Hún verður pirruð í umferðinni á morgnana en er blessunarlega ein í bílnum þennan morguninn þegar önugheitin eru sem mest. Mánudagsfiskurinn fellur ekki í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
„Við höfum öll fengið góða æfingu í aðlögunarhæfni“
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, segir að opnun baðlónsins fyrr á árinu hafi verið draumi líkust en fyrsta mánuðinn var uppselt í baðlónið hvern einasta dag.
Litaspjald lífsins
Þegar litbrigðin með allri sinni fegurð færast hægt og rólega yfir Ölfusið á notalegri morgunstund og norðurljósin stíga villtan dans að kvöldi, er eins og náttúran minni á fegurðina og alla liti lífsins. Sá margbreytileiki er ekki sjálfgefinn.
Viðskiptaannáll Innherja 2021: Þrátt fyrir ótal óvissuþætti og krefjandi aðstæður þá blómstraði viðskiptalífið
Innherji gerði upp viðskiptaárið í stuttu myndbandi.
Siglum báruna
Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni.
Ferðaþjónustan geti ekki haldið öllu starfsfólki fram á vor án stuðnings frá ríkinu
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun sem allra fyrst um hvort þau hyggist styðja við ráðningar svo að fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu endi ekki á atvinnuleysisskrá. Á næstu mánuðum verði ekki nógu mikið að gera til að fyrirtækin geti haldið öllu starfsfólki.
Ár innfluttrar verðbólgu
Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum.
Fjöldi leigjenda flutti úr landi en efnahagsbati mun snúa þróuninni við
Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, segir að síðasta vor hafi talsverður fjöldi leigjenda flutt af landi brott og yngra fólk hafi flutt aftur í foreldrahús. Hann býst við að þróunin snúist við á næsta ári í takt við aukin umsvif í hagkerfinu.
Viðspyrnuárið 2022?
Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni.
Eftirlitsstjórar segja evrópska reglufarganið byrgja þeim sýn á áhættu í bankakerfinu
Evrópska fjármálaregluverkið er orðið svo flókið og þungt í framfylgd að það getur hamlað eftirlitsstofnunum frá því að sjá raunverulega áhættu byggjast upp í bankakerfinu. Þetta segja forstjórar fjármálaeftirlitsstofnana Noregs og Danmerkur í samtali við Financial Times.
Covid-kynslóðin
Vegna Covid hefur um einn og hálfur milljarður barna í nærri 200 löndum verið sendur heim úr skóla í skemmri eða lengri tíma. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir sýna að fjarvera barna frá skóla hefur haft skelfilegar afleiðingar.
Vilja að fallið verði frá frumvarpi sem setur kvaðir á erlenda fjárfestingu
Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð gera öll alvarlegar athugasemdir við breytingar sem eru lagðar til á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri í frumvarpi sem nú er í þinglegri meðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn samtakanna.
Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu"
Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna.
Sóttvarnir sem drepa niður samfélag
Þegar árið 2021 rennur sitt skeið á enda verða liðin næstum því tvö ár frá því að fyrsta kóvid-smitið greindist á Íslandi. Á þessum tíma hefur samfélagið fært ómældar fórnir, bæði efnislegar og óefnislegar, í þágu sóttvarna. Hversu mikið hefur áunnist?
Aðeins fimm prósent nýrra íbúðalána á breytilegum vöxtum
Heimilin hafa nánast alfarið sagt skilið við að taka íbúðalán á breytilegum vöxtum samtímis aukinni verðbólgu og væntingum um enn frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á komandi misserum.
TM seldi tvö þúsund tryggingar í vefsölu á Stafrænum mánudegi
Tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku, seldi tvö þúsund tryggingar og aflaði 600 nýrra viðskiptavina á útsöludeginum Stafrænn mánudagur í lok nóvember. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að stafrænar lausnir séu snar þáttur í metnaðarfullum áformum um að stórauka hlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði.
Sammála um að skynsamlegt sé að létta álaginu af spítalanum með aðkomu fleiri en ríkisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort til greina komi að ríkið leiti í auknum mæli til annarra þeirra sem geta létt álaginu af Landspítalanum um að veita heilbrigðisþjónustu í ljósi faraldursins og þess álags sem spítalinn er undir vegna hans.
Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.