Golf Westwood tekur aftur þátt á PGA-mótaröðinni Englendingurinn Lee Westwood ætlar að spila bæði á Evrópumótaröðinni sem og á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta golftímabili. Westwood var hættur að spila á PGA-mótaröðinni en honum finnst rétt að taka aftur þátt þar núna. Golf 24.11.2011 15:45 Keppnisdagskrá GSÍ 2012 | á hvaða völlum verður keppt? Mótahald Golfsambands Íslands verður að venju viðamikið á næsta sumri en drög að keppnisdagskrá liggja nú fyrir. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu en GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli en hér fyrir neðan má sjá keppnisdagskrá GSÍ eins og hún lítur út þessa stundina. Golf 22.11.2011 13:15 Golfið í stöðugri sókn á Íslandi | 2% fjölgun á árinu 2011 Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011. Golf 22.11.2011 11:30 Úlfar Jónsson ráðinn landsliðsþjálfari í golfi Úlfar Jónsson, PGA golfþjálfari og íþróttastjóri GKG, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í golfi. Ragnar Ólafsson mun gegna stöðu liðsstjóra karla og Steinunn Eggertsdóttir verður liðsstjóri kvenna. Þetta kom fram á Golfþingi 2011 og greint er frá á kylfingur.is. Golf 20.11.2011 15:17 Sigur Woods tryggði bandaríska liðinu Forsetabikarinn Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Golf 20.11.2011 09:17 Birgir Leifur úr leik í úrtökumótaröð PGA Birgir Leifur Hafþórsson féll í dag úr leik á úrtökumótaröðinni fyrir bandarísku atvinnumótaröðina í golfi, PGA. Golf 19.11.2011 22:34 Bandaríkin enn í forystu og Tiger fékk loksins stig Tiger Woods náði loksins stigi fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum í golfi en að loknum þriðja keppnisdeginum hefur Bandaríkin fjögurra stiga forystum, 13-9. Golf 19.11.2011 12:49 Birgir Leifur með neðstu mönnum Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér engan veginn á strik á þriðja hring úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur lék á 76 höggum sem hans langslakasti hringur á mótinu. Birgir Leifur er í 58.-63. sæti og því með neðstu mönnum. Aðeins um 20 fara áfram og möguleikar Birgis á því að komast áfram eru því væntanlega úr sögunni. Golf 18.11.2011 19:06 Tiger tapaði en Bandaríkin í forystu Tiger Woods er enn án sigurs í Forsetabikarnum í golfi en lið Bandaríkjanna hefur engu að síður forystu gegn heimsúrvalinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 18.11.2011 09:00 Birgir bætti stöðu sína | lék á 67 höggum á öðrum keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson bætti stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 4 höggum undir pari í dag eða 67 höggum og samtals er hann á -5 eftir að hafa leikið á 70 höggum á fyrsta keppnisdeginum. Golf 17.11.2011 19:49 Ískalt andrúmsloft þegar Tiger hitti Williams - myndasyrpa Tiger Woods byrjaði skelfilega í Forsetabikarnum í golfi sem hófst í nótt í Ástralíu.Hann tapaði 7/6 í fjórmenning þar sem hann lék með Steve Stricker. Steve Williams, fyrrum aðstoðarmaður Tigers, var í sama ráshóp en hann er kylfuberi hjá Ástralanum Adam Scott. Það er alveg ljóst að nærvera Williams hafði ekki góð áhrif á Woods en ljósmyndarar Getty Images fylgdust vel með þeim félögum - enda hefur andað köldu á milli Tiger og Williams að undanförnu. Í myndasyrpunni má sjá hvernig þeir brugðust við. Golf 17.11.2011 15:55 Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Golf 17.11.2011 09:58 Erfið staða hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson er í 44.-60. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 en hann þarf að leika mun betur til þess að komast í hóp 15-20 efstu sem komast áfram að loknum fjórða keppnisdegi. Golf 16.11.2011 22:56 Birgir Leifur þarf að gera betur Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn sex öðrum í 22. sæti á öðru stigi fyrir PGA-mótaröðina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag. Golf 16.11.2011 19:12 Tiger og gamli kylfusveinninn saman í ráshóp Tiger Woods og Adam Scott hafa verið dregnir saman í holl í Forsetabikarnum í golfi en augu flestra munu sjálfsagt beinast að Tiger og Steve Williams, kylfusveini Scott. Golf 16.11.2011 13:30 Tiger aftur í hópi 50 bestu í heiminum - en með naumindum Góður árangur Tiger Woods á opna ástralska meistaramótinu í golfi um helgina dugði til að fleyta Tiger Woods aftur upp í hóp 50 bestu kylfinga heims. En það mátti varla tæpara standa. Golf 14.11.2011 19:45 Tiger í þriðja sæti á opna ástralska - Chalmers vann Greg Chalmers tryggði sér sigur á opna ástralska mótinu í goli í nótt þegar hann lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Chalmers var að vinna þetta mót í annað sinn því hann vann það líka árið 1998. Hann kláraði mótið á þrettán höggum undir pari. Golf 13.11.2011 11:00 Tiger klúðraði forystunni - fékk þrjá skolla í röð Tiger Woods klúðraði forystu sinni á opna ástralska mótinu á þriðja hringnum í nótt og er nú sex höggum á eftir Ástralanum John Senden sem er efstur fyrir lokadaginn. Tiger er í áttunda sæti. Golf 12.11.2011 11:00 Woods hefur tekið forystu í Ástralíu Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 11.11.2011 09:00 Woods spilaði á fjórum undir pari - Daly strunsaði af velli Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Golf 10.11.2011 10:15 Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Golf 8.11.2011 14:45 Eins árs keppnisbann hjá íslenskum kylfingi Aganefnd Golfsambands Íslands hefur úrskurðað íslenskan kylfing í eins árs keppnisbann en hann var staðinn að því að breyta skori sínu á skorkorti eftir að því hafði verið skilað inn eftir keppni. Fréttavefurinn Kylfingur.is greinir frá. Golf 8.11.2011 12:00 Williams sleppur með skrekkinn Yfirmenn PGA og Evróputúrsins hafa ákveðið að sleppa því að refsa kylfusveininum Steve Williams fyrir ummæli sem margir hverjir túlkuðu sem kynþáttaníð í garð Tiger Woods. Golf 6.11.2011 11:12 Williams biður Tiger afsökunar Kylfusveinninn Steve Williams hefur ekki verið að gera neitt sérstaka hluti síðan hann var rekinn af Tiger Woods. Hann virðist eiga erfitt með að sætta sig við brottreksturinn og hefur verið í því að láta Tiger heyra það. Golf 5.11.2011 11:45 NBA deilan hefur áhrif á golfið hjá Michael Jordan Michael Jordan, eigandi NBA liðsins Charlotte Bobcats, er án efa ekki sáttur við verkbannið í deildinni og deilu eigenda við leikmannasamtökin. Jordan gaf gær frá sér hlutverk aðstoðarfyrirliða bandaríska úrvalsliðsins í golfi sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlega úrvalsliðinu. John Cook mun taka við hlutverki Jordan en Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins. Golf 2.11.2011 09:15 Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Golf 30.10.2011 23:08 Birgir Leifur komst áfram Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag þáttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðar PGA-mótaraðarinnar. Birgir Leifur lék á 74 höggum í dag og það dugði til. Golf 28.10.2011 20:31 Birgir má ekki gera mörg mistök á lokahringum - er í 17.-18. sæti Birgir Leifur Hafþórsson teflir á tæpasta vað fyrir lokakeppnisdaginn á 1. stigi úrtökumóts PGA mótaraðarinnar í golfi. Birgir lék á 73 höggum á þriðja keppnisdegi eða 1 höggi yfir pari og er hann samtals á pari. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir tekur þátt á úrtökumóti fyrir sterkustu mótaröð heims en hann er í 17.-18. sæti en það má gera ráð fyrir að 22 efstu komist áfram af þessum keppnisvelli. Golf 27.10.2011 21:12 Birgir lagaði stöðu sína með fínum hring Birgir Leifur Hafþórsson náði að laga stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 2 höggum undir pari eða 70 höggum. Golf 26.10.2011 19:47 Birgir Leifur í 26.-38. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson er í 26.-38. að loknum fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 1 höggi yfir pari vallar í dag eða 73 höggum. Alls komast 22 kylfingar áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli. Golf 25.10.2011 20:54 « ‹ 136 137 138 139 140 141 142 143 144 … 178 ›
Westwood tekur aftur þátt á PGA-mótaröðinni Englendingurinn Lee Westwood ætlar að spila bæði á Evrópumótaröðinni sem og á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta golftímabili. Westwood var hættur að spila á PGA-mótaröðinni en honum finnst rétt að taka aftur þátt þar núna. Golf 24.11.2011 15:45
Keppnisdagskrá GSÍ 2012 | á hvaða völlum verður keppt? Mótahald Golfsambands Íslands verður að venju viðamikið á næsta sumri en drög að keppnisdagskrá liggja nú fyrir. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu en GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli en hér fyrir neðan má sjá keppnisdagskrá GSÍ eins og hún lítur út þessa stundina. Golf 22.11.2011 13:15
Golfið í stöðugri sókn á Íslandi | 2% fjölgun á árinu 2011 Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011. Golf 22.11.2011 11:30
Úlfar Jónsson ráðinn landsliðsþjálfari í golfi Úlfar Jónsson, PGA golfþjálfari og íþróttastjóri GKG, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í golfi. Ragnar Ólafsson mun gegna stöðu liðsstjóra karla og Steinunn Eggertsdóttir verður liðsstjóri kvenna. Þetta kom fram á Golfþingi 2011 og greint er frá á kylfingur.is. Golf 20.11.2011 15:17
Sigur Woods tryggði bandaríska liðinu Forsetabikarinn Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Golf 20.11.2011 09:17
Birgir Leifur úr leik í úrtökumótaröð PGA Birgir Leifur Hafþórsson féll í dag úr leik á úrtökumótaröðinni fyrir bandarísku atvinnumótaröðina í golfi, PGA. Golf 19.11.2011 22:34
Bandaríkin enn í forystu og Tiger fékk loksins stig Tiger Woods náði loksins stigi fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum í golfi en að loknum þriðja keppnisdeginum hefur Bandaríkin fjögurra stiga forystum, 13-9. Golf 19.11.2011 12:49
Birgir Leifur með neðstu mönnum Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér engan veginn á strik á þriðja hring úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur lék á 76 höggum sem hans langslakasti hringur á mótinu. Birgir Leifur er í 58.-63. sæti og því með neðstu mönnum. Aðeins um 20 fara áfram og möguleikar Birgis á því að komast áfram eru því væntanlega úr sögunni. Golf 18.11.2011 19:06
Tiger tapaði en Bandaríkin í forystu Tiger Woods er enn án sigurs í Forsetabikarnum í golfi en lið Bandaríkjanna hefur engu að síður forystu gegn heimsúrvalinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 18.11.2011 09:00
Birgir bætti stöðu sína | lék á 67 höggum á öðrum keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson bætti stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 4 höggum undir pari í dag eða 67 höggum og samtals er hann á -5 eftir að hafa leikið á 70 höggum á fyrsta keppnisdeginum. Golf 17.11.2011 19:49
Ískalt andrúmsloft þegar Tiger hitti Williams - myndasyrpa Tiger Woods byrjaði skelfilega í Forsetabikarnum í golfi sem hófst í nótt í Ástralíu.Hann tapaði 7/6 í fjórmenning þar sem hann lék með Steve Stricker. Steve Williams, fyrrum aðstoðarmaður Tigers, var í sama ráshóp en hann er kylfuberi hjá Ástralanum Adam Scott. Það er alveg ljóst að nærvera Williams hafði ekki góð áhrif á Woods en ljósmyndarar Getty Images fylgdust vel með þeim félögum - enda hefur andað köldu á milli Tiger og Williams að undanförnu. Í myndasyrpunni má sjá hvernig þeir brugðust við. Golf 17.11.2011 15:55
Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Golf 17.11.2011 09:58
Erfið staða hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson er í 44.-60. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 en hann þarf að leika mun betur til þess að komast í hóp 15-20 efstu sem komast áfram að loknum fjórða keppnisdegi. Golf 16.11.2011 22:56
Birgir Leifur þarf að gera betur Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn sex öðrum í 22. sæti á öðru stigi fyrir PGA-mótaröðina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag. Golf 16.11.2011 19:12
Tiger og gamli kylfusveinninn saman í ráshóp Tiger Woods og Adam Scott hafa verið dregnir saman í holl í Forsetabikarnum í golfi en augu flestra munu sjálfsagt beinast að Tiger og Steve Williams, kylfusveini Scott. Golf 16.11.2011 13:30
Tiger aftur í hópi 50 bestu í heiminum - en með naumindum Góður árangur Tiger Woods á opna ástralska meistaramótinu í golfi um helgina dugði til að fleyta Tiger Woods aftur upp í hóp 50 bestu kylfinga heims. En það mátti varla tæpara standa. Golf 14.11.2011 19:45
Tiger í þriðja sæti á opna ástralska - Chalmers vann Greg Chalmers tryggði sér sigur á opna ástralska mótinu í goli í nótt þegar hann lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Chalmers var að vinna þetta mót í annað sinn því hann vann það líka árið 1998. Hann kláraði mótið á þrettán höggum undir pari. Golf 13.11.2011 11:00
Tiger klúðraði forystunni - fékk þrjá skolla í röð Tiger Woods klúðraði forystu sinni á opna ástralska mótinu á þriðja hringnum í nótt og er nú sex höggum á eftir Ástralanum John Senden sem er efstur fyrir lokadaginn. Tiger er í áttunda sæti. Golf 12.11.2011 11:00
Woods hefur tekið forystu í Ástralíu Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 11.11.2011 09:00
Woods spilaði á fjórum undir pari - Daly strunsaði af velli Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Golf 10.11.2011 10:15
Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Golf 8.11.2011 14:45
Eins árs keppnisbann hjá íslenskum kylfingi Aganefnd Golfsambands Íslands hefur úrskurðað íslenskan kylfing í eins árs keppnisbann en hann var staðinn að því að breyta skori sínu á skorkorti eftir að því hafði verið skilað inn eftir keppni. Fréttavefurinn Kylfingur.is greinir frá. Golf 8.11.2011 12:00
Williams sleppur með skrekkinn Yfirmenn PGA og Evróputúrsins hafa ákveðið að sleppa því að refsa kylfusveininum Steve Williams fyrir ummæli sem margir hverjir túlkuðu sem kynþáttaníð í garð Tiger Woods. Golf 6.11.2011 11:12
Williams biður Tiger afsökunar Kylfusveinninn Steve Williams hefur ekki verið að gera neitt sérstaka hluti síðan hann var rekinn af Tiger Woods. Hann virðist eiga erfitt með að sætta sig við brottreksturinn og hefur verið í því að láta Tiger heyra það. Golf 5.11.2011 11:45
NBA deilan hefur áhrif á golfið hjá Michael Jordan Michael Jordan, eigandi NBA liðsins Charlotte Bobcats, er án efa ekki sáttur við verkbannið í deildinni og deilu eigenda við leikmannasamtökin. Jordan gaf gær frá sér hlutverk aðstoðarfyrirliða bandaríska úrvalsliðsins í golfi sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlega úrvalsliðinu. John Cook mun taka við hlutverki Jordan en Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins. Golf 2.11.2011 09:15
Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Golf 30.10.2011 23:08
Birgir Leifur komst áfram Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag þáttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðar PGA-mótaraðarinnar. Birgir Leifur lék á 74 höggum í dag og það dugði til. Golf 28.10.2011 20:31
Birgir má ekki gera mörg mistök á lokahringum - er í 17.-18. sæti Birgir Leifur Hafþórsson teflir á tæpasta vað fyrir lokakeppnisdaginn á 1. stigi úrtökumóts PGA mótaraðarinnar í golfi. Birgir lék á 73 höggum á þriðja keppnisdegi eða 1 höggi yfir pari og er hann samtals á pari. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir tekur þátt á úrtökumóti fyrir sterkustu mótaröð heims en hann er í 17.-18. sæti en það má gera ráð fyrir að 22 efstu komist áfram af þessum keppnisvelli. Golf 27.10.2011 21:12
Birgir lagaði stöðu sína með fínum hring Birgir Leifur Hafþórsson náði að laga stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 2 höggum undir pari eða 70 höggum. Golf 26.10.2011 19:47
Birgir Leifur í 26.-38. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson er í 26.-38. að loknum fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 1 höggi yfir pari vallar í dag eða 73 höggum. Alls komast 22 kylfingar áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli. Golf 25.10.2011 20:54