Tiger tapaði gegn Watney og féll úr leik 24. febrúar 2012 10:00 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney AP Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney 1/0 í 32 manna úrslitum. Enski kylfingurinn Lee Westwood náði að komast í 16-manna úrslit í fyrsta sinn í 12 tilraunum. Westwood á möguleik á að ná efsta sæti heimslistans með því að sigra á þessu mót en Westwood lagði Svíann Robert Karlsson 3/2 í 32 manna úrslitum. Woods náði ekki að setja niður tveggja metra pútt fyrir fugli á 18. flöt og þar með náði hann ekki að jafna metin gegn Watney. Woods rétt marði sigur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð en Woods var 2 holum undir gegn Watney þegar 3 holur voru eftir. Hann minnkaði muninn með því að vinna 16. og staðan var því 1/0 þegar tvær holur voru eftir en það dugði ekki fyrir Woods sem er úr leik. Þetta er í fjórða árið í röð þar sem Woods kemst ekki í 16-manna úrslit á þessu mót. Hann tapaði í fyrstu umferð árið 2009, gegn Dananum Thomas Björn. Árið 2010 tók hann ekki þátt og í fyrra tapaði hann gegn Tim Clark í annarri umferð. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi komst einnig í 16-manna úrslit en hann lagði Danann Anders Hansen á 16. Úrslitin í 32-manna úrslitum mótsins: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram: Y.E. Yang (Kórea) tapaði gegn Hunter Mahan 5/3Dustin Johnson sigraði Francesco Molinari (Ítalía) 7/5 Robert Rock (England) tapaði gegn Mark Wilson 3/2Steve Stricker vann Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 1/0 Ryo Ishikawa (Japan) tapaði gegn Paul Lawrie (Skotlandi) 1/0 Matteo Manassero (Ítalía) tapaði gegn Martin Laird (Skotland) 2/1 Jason Day (Ástralía) tapaði gegn John Senden (Ástralía) 6/5Matt Kuchar sigraði Bubba Watson 3/2 Ernie Els (Suður-Afríka) tapaði gegn Peter Hanson (Svíþjóð) 5/4Lee Westwood (England) sigraði Robert Karlsson (Svíþjóð) 3/2 Charl Schwartzel (Suður-Afríka) tapaði gegn Bae Sang-moon (Kórea) 1/0Rory McIlroy (Norður-Írland) sigraði Anders Hansen (Danmörk) 3/Martin Kaymer (Þýskaland) sigraði David Toms 2/0Nick Watney sigraði Tiger Woods 1/0 Kyle Stanley tapaði gegn Brandt Snedeker 2/1Miguel Angel Jimenez (Spánn) sigraði Keegan Bradley 2/1Þeir sem mætast í 16-manna úrslitum eru: Martin Kaymer - Matt Kuchar Steve Stricker - Hunter Mahan Lee Westwood - Nick Watney Martin Laird - Paul Lawrie Peter Hanson - Brandt Snedeker Mark Wilson - Dustin Johnson Rory McIlroy - Miguel Angel Jimenez John Senden - Bae Sang- moon Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney 1/0 í 32 manna úrslitum. Enski kylfingurinn Lee Westwood náði að komast í 16-manna úrslit í fyrsta sinn í 12 tilraunum. Westwood á möguleik á að ná efsta sæti heimslistans með því að sigra á þessu mót en Westwood lagði Svíann Robert Karlsson 3/2 í 32 manna úrslitum. Woods náði ekki að setja niður tveggja metra pútt fyrir fugli á 18. flöt og þar með náði hann ekki að jafna metin gegn Watney. Woods rétt marði sigur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð en Woods var 2 holum undir gegn Watney þegar 3 holur voru eftir. Hann minnkaði muninn með því að vinna 16. og staðan var því 1/0 þegar tvær holur voru eftir en það dugði ekki fyrir Woods sem er úr leik. Þetta er í fjórða árið í röð þar sem Woods kemst ekki í 16-manna úrslit á þessu mót. Hann tapaði í fyrstu umferð árið 2009, gegn Dananum Thomas Björn. Árið 2010 tók hann ekki þátt og í fyrra tapaði hann gegn Tim Clark í annarri umferð. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi komst einnig í 16-manna úrslit en hann lagði Danann Anders Hansen á 16. Úrslitin í 32-manna úrslitum mótsins: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram: Y.E. Yang (Kórea) tapaði gegn Hunter Mahan 5/3Dustin Johnson sigraði Francesco Molinari (Ítalía) 7/5 Robert Rock (England) tapaði gegn Mark Wilson 3/2Steve Stricker vann Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 1/0 Ryo Ishikawa (Japan) tapaði gegn Paul Lawrie (Skotlandi) 1/0 Matteo Manassero (Ítalía) tapaði gegn Martin Laird (Skotland) 2/1 Jason Day (Ástralía) tapaði gegn John Senden (Ástralía) 6/5Matt Kuchar sigraði Bubba Watson 3/2 Ernie Els (Suður-Afríka) tapaði gegn Peter Hanson (Svíþjóð) 5/4Lee Westwood (England) sigraði Robert Karlsson (Svíþjóð) 3/2 Charl Schwartzel (Suður-Afríka) tapaði gegn Bae Sang-moon (Kórea) 1/0Rory McIlroy (Norður-Írland) sigraði Anders Hansen (Danmörk) 3/Martin Kaymer (Þýskaland) sigraði David Toms 2/0Nick Watney sigraði Tiger Woods 1/0 Kyle Stanley tapaði gegn Brandt Snedeker 2/1Miguel Angel Jimenez (Spánn) sigraði Keegan Bradley 2/1Þeir sem mætast í 16-manna úrslitum eru: Martin Kaymer - Matt Kuchar Steve Stricker - Hunter Mahan Lee Westwood - Nick Watney Martin Laird - Paul Lawrie Peter Hanson - Brandt Snedeker Mark Wilson - Dustin Johnson Rory McIlroy - Miguel Angel Jimenez John Senden - Bae Sang- moon
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira