McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:00 Westwood slær úr sandinum í stórkostlegu umhverfi á Dave Mountain vellinum. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma).
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira