Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 19:31 Will Zalatoris og Cameron Davis gerðu klaufaleg mistök og var líka refsað fyrir það. Getty/Tracy Wilcox/Sarah Stier Atvinnukylfingarnir Cameron Davis og Will Zalatoris gerðu afdrifarík mistök á Sentry golfmótinu á Havaí um helgina. Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira