Stefán Már og Þórður Rafn á fjórum yfir pari á fyrsta hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 16:15 Stefán Már fékk um 60 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir 23. sætið á mótinu um nýliðna helgi. Kylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur léku fyrsta hringinn á Gloria Old Course Classic mótinu í Tyrklandi á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Mótið er hluti af EPD-mótaröðinni en fyrstu fjögur mót ársins fara fram í Tyrklandi. Þétt er leikið á mótinu en þeir félagar léku á fyrsta mótinu um nýliðna helgi þar sem Stefán Már hafnaði í 23. sæti en Þórður í 72. sæti. Þórði Rafni gekk vel framan af degi og var á einu höggi undir pari eftir átta holur. Honum fataðist hins vegar flugið seinni part dags þegar hann fékk fimm skolla. Stefán Már fékk sex skolla og tvo fugla á hringnum. Um 40 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn sem fer fram eftir tvo hringi. Stefán Már og Þórður Rafn þurfa báðir að bæta sinn leik á morgun ef þeir ætla að eiga möguleika á að komast áfram. Þeir eru sem stendru í 54. sæti af 88 keppendum. Þjóðverjinn Björn Stromsky hefur eins höggs forystu á næstu menn. Stromsky spilaði hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Smellið hér til að skoða stöðuna í mótinu. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur léku fyrsta hringinn á Gloria Old Course Classic mótinu í Tyrklandi á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Mótið er hluti af EPD-mótaröðinni en fyrstu fjögur mót ársins fara fram í Tyrklandi. Þétt er leikið á mótinu en þeir félagar léku á fyrsta mótinu um nýliðna helgi þar sem Stefán Már hafnaði í 23. sæti en Þórður í 72. sæti. Þórði Rafni gekk vel framan af degi og var á einu höggi undir pari eftir átta holur. Honum fataðist hins vegar flugið seinni part dags þegar hann fékk fimm skolla. Stefán Már fékk sex skolla og tvo fugla á hringnum. Um 40 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn sem fer fram eftir tvo hringi. Stefán Már og Þórður Rafn þurfa báðir að bæta sinn leik á morgun ef þeir ætla að eiga möguleika á að komast áfram. Þeir eru sem stendru í 54. sæti af 88 keppendum. Þjóðverjinn Björn Stromsky hefur eins höggs forystu á næstu menn. Stromsky spilaði hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Smellið hér til að skoða stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira