Gagnrýni

Judas and the Black Messiah: Að borða kökuna og geyma hana líka

Judas and the Black Messiah er ein þeirra mynda sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum kvikmynd ársins. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um smákrimmann Bill O´Neal, uppljóstrara fyrir FBI, sem laumaði sér inn í samtök Svörtu pardusanna. Þar kemst hann í návígi við þeirra helsta leiðtoga, hinn hrífandi Fred Hampton.

Gagnrýni

Nomadland: Margverðlaunuð andkvikmynd

Bandaríska kvikmyndin Nomadland hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum í heimalandinu og unnið öll þau helstu verðlaun sem nú þegar hafa verið veitt myndum sem komu út þarlendis í fyrra. Nú hefur hana loks rekið á fjörur okkar og er komin í kvikmyndahús.

Gagnrýni

I Care a Lot: Sturluð amerísk siðblinda

Kvikmyndin I Care a Lot hefur nú verið tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún fjallar um Mörlu Grayson (Rosamund Pike) sem starfar sem umsjónaraðili fyrir fólk sem getur ekki hugsað um sig sjálft.

Gagnrýni

Hvur fjárinn er í gangi í WandaVision?

Holskefla sjónvarpsþáttaraða sem byggja á ofurhetjuheimi Marvel er nú að skella á áskrifendur Disney+ streymisveitunnar. Það er WandaVision sem ríður á vaðið, en von er á fjölmörgum seríum í kjölfarið. Marvel-aðdáendur ráða sér vart fyrir kæti, en er eitthvað varið í þetta fyrsta áhlaup Disney+? Inniheldur spilla.

Gagnrýni

Barb and Star go to Vista Del Mar: Gjörsamlega misheppnað frí

Kvikmyndin Barb and Star go to Vista Del Mar var frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis fyrir viku síðan. Þar fara gamanleikkonurnar Kristen Wiig og Annie Mumolo með hlutverk tveggja miðaldra vinkvenna frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem fara í frí til Flórída og „hilarity ensues,“ eða þannig.

Gagnrýni

Slalom: Magnað skíðadrama á RIFF

Kvikmyndahúsa hluti RIFF klárast í dag, en hægt verður að sjá þær myndir sem eru í RIFF@home-pakkanum fram til miðnættis á sunnudag. Heiðar Sumarliðason skrifar um Slalom, Night of the Kings og Shithouse.

Gagnrýni

Afleitt Mulan-prump

Disney ákvað að setja Mulan ekki í kvikmyndahús, heldur frumsýna hana á nýrri streymisveitu sinni Disney+. Heiðar Sumarliðason ritar hér um það sem fyrir augu ber.

Gagnrýni