Dýrið: Stiklan spillir flottri mynd Heiðar Sumarliðason skrifar 1. október 2021 14:40 Andlit Noomi Rapace er notað til að auglýsa Dýrið, þó Hilmir Snær sé í jafn stóru hlutverki. Dýrið er fyrsta kvikmynd Valdimars Jóhannssonar í fullri lengd. Hún skartar Hollywood-stjörnunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson eru hinir tveir leikararnir í myndinni sem eru með línur. Þeir segja hins vegar ekki sérlega mikið, þar sem myndmálið er hin raunverulega stjarna Dýrsins. Hún fjallar um hjónin Maríu og Ingvar sem búa á sveitabæ þar sem þau halda kindur og hesta (og einn hund, sem heitir...Hundur). Það er mest lítið að frétta í þeirra daglega lífi þar til eitthvað óvanalegt dettur upp í hendurnar á þeim í sauðburði. Dýrið er heilt yfir mjög frambærileg „art-house“-mynd og naut ég áhorfsins, þó ég hefði sennilega notið þess enn frekar ef dreifingaraðili myndarinnar (A24) hefði ekki ákveðið að segja næstum alla söguna í stiklu myndarinnar. Það var komið töluvert langt fram yfir miðja mynd þegar loks áttu sér stað atburðir sem ég vissi ekki nú þegar að von væri á. Oft er kvartað undan því að stiklur Hollywood-mynda gefi allt of mikið upp er varðar söguþráðinn. Ég er reyndar ekkert sérlega sammála því, þar sem ég er oftast löngu búinn að gleyma því sem kom fram í stiklunni þegar í kvikmyndahúsið er komið. Stiklustrand Vandinn við Dýrið er að framvindan sjálf er það einföld og svo fátt gerist í henni að ef þú setur of mikið af henni í stikluna, er verið að eyðileggja upplifunina fyrir áhorfandanum. Ég var hreinlega pirraður yfir því hversu mikið stiklan skemmdi áhorfið. Ég geri ráð fyrir að það sé ekki staður sem kvikmyndagerðarmenn vilja vera á, að þeir séu að pirra áhorfandann með einhverju sem í raun tengist innihaldi myndarinnar ekki neitt. Aðrir gangrýnendur hafa bent á hve miklu stiklan spillir.Skjáskot Jafn mikil þversögn og það kann að hljóma er stiklan sjálf hins vegar frábær sem sjálfstætt verk og á allt öðru kalíberi en íslenskar stiklur almennt þegar kemur að því að selja myndina. Standardinn er m.a.s. svo hár að einu Beach Boys-lagi er hent inn til að skapa smá stemningu (slíkt kostar formúu). Það er auðvitað mjög imponerandi að stikla úr íslenskri kvikmynd innihaldi lag úr þeirri verðhillu sem Beach Boys lög líklegast tylla sér á. Vandinn er hins vegar sá að lagið kemur ekki í myndinni og þau hughrif sem það skapar í stiklunni endurspegla framvindu myndarinnar á engan máta. Einnig reynir klippari stiklunnar að auka vægi hryllingsins í myndinni með skotum af illvígum kindum. Ég giskaði reyndar á að þessar kindasenur væru klipptar úr samhengi þegar ég sá stikluna, sem kom svo á daginn að reyndist rétt. Í því samhengi detta mér einna helst í hug orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í nýyfirstaðinn kosningabaráttu: „Það er bannað að plata.“ Glatað að vera neikvæður Mér finnst hreint glatað að skrifa um Dýrið á svo neikvæðum nótum, því það er alls ekki við leikstjórann að sakast þar sem hann er hér búinn að gera kvikmynd sem er sjónrænn og stemningargullmoli. Fögur fjallasýn og þoka leika aðalhlutverk með Hilmi, Noomi og lambinu litla. Ég gat auðvitað ekki losað mig við allt sem ég vissi nú þegar um framvindu myndarinnar og hafði það töluverð áhrif á upplifun mína. Þegar ég sá kitluna (sem er undanfari stiklunnar) var ég virkilega spenntur. Hún var í raun hin fullkomna kynning á myndinni, á meðan ákveðin skot sem bætast við í stiklunni svöruðu spurningum sem ég vildi fá svörin við í bíósalnum þegar horft væri á myndina. Jafn mikil blessun og samstarf við virta erlenda dreifingaraðila er fyrir okkur litlu Íslendingana, þá tekur maskínan ekkert alltaf réttar ákvarðanir og þannig er það hér (ég geri a.m.k. ráð fyrir markaðsherferðin og allt sem henni fylgir sé runnið undan rifjum A24). Jú, það seljast sennilega fleiri miðar á myndina en ánægðir áhorfendur verða færri. Umdeild endalok Það sem helst skiptir fólki í tvær fylkingar er varðar Dýrið er endir hennar. Sumir eru hrifnir, aðrir ekki. Sjálfur er ég hópi þeirra síðarnefndu. Mér fannst þessi endir og úrvinnslan á honum einhver veginn á skjön. Það er eins og sumir íslenskir kvikmyndagerðarmenn telji sig þurfa „amerískan endi“ eða uppgjör á kvikmyndir sínar án þess að það sem á undan komi sé í nokkru einasta flúkti við það. Endirinn gengur þannig lagað alveg upp út frá þeim forsendum sem sagan hefur gefið okkur, mér fannst hins vegar bara eitthvað „off“ við hann. Í staði þess að þetta væri eitthvað stórt augnablik, þá sökk ég í sætið: „Er þetta virkilega það sem við höfum verið að bíða eftir?“ Þetta var eilítið eins og fimleikakempa sem er búin að leika listir sínar á tvíslánni upp á 10, en hrasar svo í lendingunni. Ég velti þó fyrir mér hvort vandinn liggi í efniviðnum. Hvernig í fjandanum ætlarðu að enda svona furðusögu? Ég er ekki viss um að það sé til endir á hana sem öllum muni líka. Björn og Hilmir í hæsta klassa Það ætti ekki að koma neinum á óvart að aðalleikarnir þrír standa sig feyki vel og eru íslensku karlleikararnir engu síðri en Rapace, betri ef eitthvað er. Hilmir Snær og Björn Hlynur eru báðir komnir á þann stað í sínu þroskaferli sem leikarar að þeir eru alltaf frábærir, sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Þeir slá a.m.k. aldrei feilnótur á hvíta tjaldinu, það er ekki nema þeir séu fastir í einhverri vonlausri leiksýningu að þeir hitti ekki í mark, en ég man hreinlega ekki hvenær það gerðist síðast. Valdimar Jóhannsson lítur m.a.s. út eins og kvikmyndaleikstjóri. Ég vil að endingu óska Valdimari til hamingju með mjög frambærilega fyrstu kvikmynd. Vald hans á kvikmyndamiðlinu er fyrsta flokks og hlakka ég mikið til að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Hann þarf bara að passa sig á bransanum, því þó framleiðendur séu með einhverja titla og fínar skrifstofur þá vita þeir ekkert endilega best. Niðurstaða: Virkilega frambærileg og hrollvekjandi frumraun, sem geldur fyrir stiklu sem segir of mikið. Mæli með að áhorfendur haldi sig frá áhorfi á hana ætli þeir á annað borð að sjá Dýrið. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Runólf Gylfason og Stein Darra Sigurðarson, nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands um Dýrið. Hægt er að gerast áskrifandi að Stjörnubíói á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson eru hinir tveir leikararnir í myndinni sem eru með línur. Þeir segja hins vegar ekki sérlega mikið, þar sem myndmálið er hin raunverulega stjarna Dýrsins. Hún fjallar um hjónin Maríu og Ingvar sem búa á sveitabæ þar sem þau halda kindur og hesta (og einn hund, sem heitir...Hundur). Það er mest lítið að frétta í þeirra daglega lífi þar til eitthvað óvanalegt dettur upp í hendurnar á þeim í sauðburði. Dýrið er heilt yfir mjög frambærileg „art-house“-mynd og naut ég áhorfsins, þó ég hefði sennilega notið þess enn frekar ef dreifingaraðili myndarinnar (A24) hefði ekki ákveðið að segja næstum alla söguna í stiklu myndarinnar. Það var komið töluvert langt fram yfir miðja mynd þegar loks áttu sér stað atburðir sem ég vissi ekki nú þegar að von væri á. Oft er kvartað undan því að stiklur Hollywood-mynda gefi allt of mikið upp er varðar söguþráðinn. Ég er reyndar ekkert sérlega sammála því, þar sem ég er oftast löngu búinn að gleyma því sem kom fram í stiklunni þegar í kvikmyndahúsið er komið. Stiklustrand Vandinn við Dýrið er að framvindan sjálf er það einföld og svo fátt gerist í henni að ef þú setur of mikið af henni í stikluna, er verið að eyðileggja upplifunina fyrir áhorfandanum. Ég var hreinlega pirraður yfir því hversu mikið stiklan skemmdi áhorfið. Ég geri ráð fyrir að það sé ekki staður sem kvikmyndagerðarmenn vilja vera á, að þeir séu að pirra áhorfandann með einhverju sem í raun tengist innihaldi myndarinnar ekki neitt. Aðrir gangrýnendur hafa bent á hve miklu stiklan spillir.Skjáskot Jafn mikil þversögn og það kann að hljóma er stiklan sjálf hins vegar frábær sem sjálfstætt verk og á allt öðru kalíberi en íslenskar stiklur almennt þegar kemur að því að selja myndina. Standardinn er m.a.s. svo hár að einu Beach Boys-lagi er hent inn til að skapa smá stemningu (slíkt kostar formúu). Það er auðvitað mjög imponerandi að stikla úr íslenskri kvikmynd innihaldi lag úr þeirri verðhillu sem Beach Boys lög líklegast tylla sér á. Vandinn er hins vegar sá að lagið kemur ekki í myndinni og þau hughrif sem það skapar í stiklunni endurspegla framvindu myndarinnar á engan máta. Einnig reynir klippari stiklunnar að auka vægi hryllingsins í myndinni með skotum af illvígum kindum. Ég giskaði reyndar á að þessar kindasenur væru klipptar úr samhengi þegar ég sá stikluna, sem kom svo á daginn að reyndist rétt. Í því samhengi detta mér einna helst í hug orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í nýyfirstaðinn kosningabaráttu: „Það er bannað að plata.“ Glatað að vera neikvæður Mér finnst hreint glatað að skrifa um Dýrið á svo neikvæðum nótum, því það er alls ekki við leikstjórann að sakast þar sem hann er hér búinn að gera kvikmynd sem er sjónrænn og stemningargullmoli. Fögur fjallasýn og þoka leika aðalhlutverk með Hilmi, Noomi og lambinu litla. Ég gat auðvitað ekki losað mig við allt sem ég vissi nú þegar um framvindu myndarinnar og hafði það töluverð áhrif á upplifun mína. Þegar ég sá kitluna (sem er undanfari stiklunnar) var ég virkilega spenntur. Hún var í raun hin fullkomna kynning á myndinni, á meðan ákveðin skot sem bætast við í stiklunni svöruðu spurningum sem ég vildi fá svörin við í bíósalnum þegar horft væri á myndina. Jafn mikil blessun og samstarf við virta erlenda dreifingaraðila er fyrir okkur litlu Íslendingana, þá tekur maskínan ekkert alltaf réttar ákvarðanir og þannig er það hér (ég geri a.m.k. ráð fyrir markaðsherferðin og allt sem henni fylgir sé runnið undan rifjum A24). Jú, það seljast sennilega fleiri miðar á myndina en ánægðir áhorfendur verða færri. Umdeild endalok Það sem helst skiptir fólki í tvær fylkingar er varðar Dýrið er endir hennar. Sumir eru hrifnir, aðrir ekki. Sjálfur er ég hópi þeirra síðarnefndu. Mér fannst þessi endir og úrvinnslan á honum einhver veginn á skjön. Það er eins og sumir íslenskir kvikmyndagerðarmenn telji sig þurfa „amerískan endi“ eða uppgjör á kvikmyndir sínar án þess að það sem á undan komi sé í nokkru einasta flúkti við það. Endirinn gengur þannig lagað alveg upp út frá þeim forsendum sem sagan hefur gefið okkur, mér fannst hins vegar bara eitthvað „off“ við hann. Í staði þess að þetta væri eitthvað stórt augnablik, þá sökk ég í sætið: „Er þetta virkilega það sem við höfum verið að bíða eftir?“ Þetta var eilítið eins og fimleikakempa sem er búin að leika listir sínar á tvíslánni upp á 10, en hrasar svo í lendingunni. Ég velti þó fyrir mér hvort vandinn liggi í efniviðnum. Hvernig í fjandanum ætlarðu að enda svona furðusögu? Ég er ekki viss um að það sé til endir á hana sem öllum muni líka. Björn og Hilmir í hæsta klassa Það ætti ekki að koma neinum á óvart að aðalleikarnir þrír standa sig feyki vel og eru íslensku karlleikararnir engu síðri en Rapace, betri ef eitthvað er. Hilmir Snær og Björn Hlynur eru báðir komnir á þann stað í sínu þroskaferli sem leikarar að þeir eru alltaf frábærir, sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Þeir slá a.m.k. aldrei feilnótur á hvíta tjaldinu, það er ekki nema þeir séu fastir í einhverri vonlausri leiksýningu að þeir hitti ekki í mark, en ég man hreinlega ekki hvenær það gerðist síðast. Valdimar Jóhannsson lítur m.a.s. út eins og kvikmyndaleikstjóri. Ég vil að endingu óska Valdimari til hamingju með mjög frambærilega fyrstu kvikmynd. Vald hans á kvikmyndamiðlinu er fyrsta flokks og hlakka ég mikið til að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Hann þarf bara að passa sig á bransanum, því þó framleiðendur séu með einhverja titla og fínar skrifstofur þá vita þeir ekkert endilega best. Niðurstaða: Virkilega frambærileg og hrollvekjandi frumraun, sem geldur fyrir stiklu sem segir of mikið. Mæli með að áhorfendur haldi sig frá áhorfi á hana ætli þeir á annað borð að sjá Dýrið. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Runólf Gylfason og Stein Darra Sigurðarson, nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands um Dýrið. Hægt er að gerast áskrifandi að Stjörnubíói á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira