Dune: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. Heiðar Sumarliðason skrifar 23. september 2021 14:00 Hetjugallerí Dune. Kvikmyndaútgáfa Denis Villeneuve af Dune hefur nú loks ratað á hvíta tjaldið, tæpu ári eftir að hún átti að koma út. Hér er engu til sparað og útkoman í takti við það. Stórglæsileg. Vísindaskáldsagan Dune eftir Frank Herbert kom út árið 1965 og er af mörgum talin eitt merkasta rit sinnar tegundar. Það verður seint gert lítið úr áhrifunum sem sagan hefur haft á höfunda sem komu í kjölfarið og við áhorf á þessa útgáfu Villeneuve er ekki um að villast að t.d. George Lucas hefur fengið ansi mikið að láni frá Herbert. „Stuldur“ George Lucasar fór að sjálfsögðu ekki framhjá Villeneuve, sem hefur sagt í viðtölum að hann hafi lagt mikla áherslu á að hafa myndina sem ólíkasta Stjörnustríðsbálknum. Það tekst ekki fyllilega, enda liggur það hreinlega í hlutarins eðli að hann getur ekki komist undan þeim skugga sem keisaraveldi Palpatines varpar á keisaraveldi Shaddams. Þetta myndband má finna á You Tube. Shaddam kemur reyndar ekki fram í þessum fyrsta hluta Dune, ekki frekar en Palpatine í fyrsta hluta Star Wars. Hann ætti þó að birtast í öðrum hluta Dune, þar sem undirtitill myndarinnar sem nú er í kvikmyndahúsum er Part One. Það er vonandi að framleiðendur Dune lendi ekki í því sama og henti aðstandendur The Golden Compass. Hún var einmitt hugsuð sem fyrsta myndin í seríu en aðsóknin ekki næg og verkefninu því slaufað. Því er hún heldur kjánaleg áhorfs þar sem í henni eru margir þræðir sem ekki eru kláraðir, enda átti að ljúka þeim í næstu myndum. Ég er reyndar frekar bjartsýnn á framhaldið varðandi Dune, hún er heilt yfir það vel heppnuð og gefur fyrirheit um áhugavert áframhald að hún hlýtur að ná yfir strikið í miðasölu. Það væri svartur blettur á Warner Brothers ef þeir gefa ekki grænt ljós á aðra mynd, það er ekki hægt að bjóða áhorfendum upp á það. Því ólíkt The Golden Compass, er Dune mjög frambærilegt kvikmyndaverk. Erfiður fyrri hálfleikur Það er ekki þar sem sagt hún sé án galla en flestir tengjast þeir því að hér um að ræða aðlögun á áður útgefnu efni. Skáldsögur lúta að mörgu leyti öðrum lögmálum en kvikmyndir, því er oft strembið að færa þær yfir í hið sjónræna form. Dune-heimurinn er t.d mjög flókinn og erfitt verk að gera honum skil í því knappa formi sem kvikmyndin er. Þetta verður til þess að fyrri hluti myndarinnar er heldur hægur og ekki sérlega spennandi fyrir megin þorra áhorfenda. Að sjálfsögðu eru til einstaklingar sem hafa áhuga á fljúgandi geimskipum og pólitískum umleitunum. Mig grunar þó að hinn venjulegi bíógestur sem veit ekkert um Dune og er aðeins kominn í salinn til að láta skemmta sér eigi það til að líta á klukkuna fyrir hlé. Þó mér hafi ekki beint leiðst fyrir hlé var ég hins vegar aldrei fyllilega hrifinn með. Vandi fyrri helmings myndarinnar liggur í því að aðalpersónan Paul Atreides er áhorfandi að framvindunni í töluverðan tíma. Það er því ekki fyrr en hann neyðist til að verða aktívur prótagonisti að myndin kemst loks í gírinn og rígheldur. Við sem áhorfendur erum vön að þetta gerist þegar 1/4 af myndinni er búinn, en hér gerist það ekki fyrr en hún er hálfnuð. Þetta er að sjálfsögðu vegna þess að hér er, líkt og áður sagði, verið að vinna upp úr öðru listformi. Frumefnið setur Villeneuve í spennitreyju hins flókna heims og þess fjölda karaktera sem þarf að kynna og í raun leysir hann það nokkuð vel. Það þarf því að nálgast áhorfið og túlkunina á framsetningunni á þann máta að hér sé sannarlega (vonandi) um tvær myndir að ræða, sem eru að segja eina sögu. Því er e.t.v. eðlilegt að handritshöfundarnir hafi fyrsta leikþátt (í þriggja þátta strúktúr) helmingi lengri en vanalega. Þegar Dune hins vegar náði mér var hún algjört konfekt. Eyðimerkurganga mömmustráks (eins og ég kýs að kalla síðari hlutann) er virkilega spennandi kvikmyndaupplifun sem gefur góð fyrirheit um að mynd númer tvö verði jafn spennandi og síðari hlutinn í þessari fyrri mynd. Niðurstaða: Eftir heldur rislitla byrjun nær Dune fullri flughæð eftir hlé og rígheldur. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Andra Einarsson og Snæbjörn Brynjarsson um Dune í nýjasta þætti Stjörnubíós í boði Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á helstu hlaðvarpsveitum. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Vísindaskáldsagan Dune eftir Frank Herbert kom út árið 1965 og er af mörgum talin eitt merkasta rit sinnar tegundar. Það verður seint gert lítið úr áhrifunum sem sagan hefur haft á höfunda sem komu í kjölfarið og við áhorf á þessa útgáfu Villeneuve er ekki um að villast að t.d. George Lucas hefur fengið ansi mikið að láni frá Herbert. „Stuldur“ George Lucasar fór að sjálfsögðu ekki framhjá Villeneuve, sem hefur sagt í viðtölum að hann hafi lagt mikla áherslu á að hafa myndina sem ólíkasta Stjörnustríðsbálknum. Það tekst ekki fyllilega, enda liggur það hreinlega í hlutarins eðli að hann getur ekki komist undan þeim skugga sem keisaraveldi Palpatines varpar á keisaraveldi Shaddams. Þetta myndband má finna á You Tube. Shaddam kemur reyndar ekki fram í þessum fyrsta hluta Dune, ekki frekar en Palpatine í fyrsta hluta Star Wars. Hann ætti þó að birtast í öðrum hluta Dune, þar sem undirtitill myndarinnar sem nú er í kvikmyndahúsum er Part One. Það er vonandi að framleiðendur Dune lendi ekki í því sama og henti aðstandendur The Golden Compass. Hún var einmitt hugsuð sem fyrsta myndin í seríu en aðsóknin ekki næg og verkefninu því slaufað. Því er hún heldur kjánaleg áhorfs þar sem í henni eru margir þræðir sem ekki eru kláraðir, enda átti að ljúka þeim í næstu myndum. Ég er reyndar frekar bjartsýnn á framhaldið varðandi Dune, hún er heilt yfir það vel heppnuð og gefur fyrirheit um áhugavert áframhald að hún hlýtur að ná yfir strikið í miðasölu. Það væri svartur blettur á Warner Brothers ef þeir gefa ekki grænt ljós á aðra mynd, það er ekki hægt að bjóða áhorfendum upp á það. Því ólíkt The Golden Compass, er Dune mjög frambærilegt kvikmyndaverk. Erfiður fyrri hálfleikur Það er ekki þar sem sagt hún sé án galla en flestir tengjast þeir því að hér um að ræða aðlögun á áður útgefnu efni. Skáldsögur lúta að mörgu leyti öðrum lögmálum en kvikmyndir, því er oft strembið að færa þær yfir í hið sjónræna form. Dune-heimurinn er t.d mjög flókinn og erfitt verk að gera honum skil í því knappa formi sem kvikmyndin er. Þetta verður til þess að fyrri hluti myndarinnar er heldur hægur og ekki sérlega spennandi fyrir megin þorra áhorfenda. Að sjálfsögðu eru til einstaklingar sem hafa áhuga á fljúgandi geimskipum og pólitískum umleitunum. Mig grunar þó að hinn venjulegi bíógestur sem veit ekkert um Dune og er aðeins kominn í salinn til að láta skemmta sér eigi það til að líta á klukkuna fyrir hlé. Þó mér hafi ekki beint leiðst fyrir hlé var ég hins vegar aldrei fyllilega hrifinn með. Vandi fyrri helmings myndarinnar liggur í því að aðalpersónan Paul Atreides er áhorfandi að framvindunni í töluverðan tíma. Það er því ekki fyrr en hann neyðist til að verða aktívur prótagonisti að myndin kemst loks í gírinn og rígheldur. Við sem áhorfendur erum vön að þetta gerist þegar 1/4 af myndinni er búinn, en hér gerist það ekki fyrr en hún er hálfnuð. Þetta er að sjálfsögðu vegna þess að hér er, líkt og áður sagði, verið að vinna upp úr öðru listformi. Frumefnið setur Villeneuve í spennitreyju hins flókna heims og þess fjölda karaktera sem þarf að kynna og í raun leysir hann það nokkuð vel. Það þarf því að nálgast áhorfið og túlkunina á framsetningunni á þann máta að hér sé sannarlega (vonandi) um tvær myndir að ræða, sem eru að segja eina sögu. Því er e.t.v. eðlilegt að handritshöfundarnir hafi fyrsta leikþátt (í þriggja þátta strúktúr) helmingi lengri en vanalega. Þegar Dune hins vegar náði mér var hún algjört konfekt. Eyðimerkurganga mömmustráks (eins og ég kýs að kalla síðari hlutann) er virkilega spennandi kvikmyndaupplifun sem gefur góð fyrirheit um að mynd númer tvö verði jafn spennandi og síðari hlutinn í þessari fyrri mynd. Niðurstaða: Eftir heldur rislitla byrjun nær Dune fullri flughæð eftir hlé og rígheldur. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Andra Einarsson og Snæbjörn Brynjarsson um Dune í nýjasta þætti Stjörnubíós í boði Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á helstu hlaðvarpsveitum.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira