The Night House: Hrollvekjandi gáta Heiðar Sumarliðason skrifar 5. október 2021 14:00 Í öruggum höndum þess framliðna? The Night House er hrollvekjandi mystería þar sem hin breska Rebecca Hall fer á kostum. Myndin hefst nokkrum dögum eftir að eiginmaður framhaldsskólakennarans Beth (Rebecca Hall) hefur framið sjálfsmorð, að því virðist án nokkurrar ástæðu. Framvindan gengur svo út á að Beth reynir að komast að því hvers vegna hann tók til þessara örþifa ráða og hvaða mann hann hafði raunverulega að geyma. Og já, það gæti verið draugagangur í húsinu þeirra. The Night House er í frekar háum klassa af hrollvekju að vera. Þetta er ekki pyntingarklám eða ódýr hrollur, heldur nokkuð vönduð framleiðsla með einstaklega trúverðugri aðalpersónu. Það mætti jafn vel kalla þetta fullorðinshroll, eða hrollvekju fyrir þroskaðri áhorfendur. Það er hreinlega orðið of sjaldgæft að við fáum að sjá svona vandaðar hrollvekjur frá Hollywood. Kannski er það vegna þess að ekki virðist vera markaður fyrir þeim. T.d. var The Night House verr sótt fyrstu sýningarhelgina heldur en kvikmynd sem enginn bað um: Don´t Breathe 2, úþynnt framhald af hinni frambærilegu Don´t Breathe frá árinu 2016. Það liggur þó í hlutarins eðli af ef áhorfendur vilja vandaðar kvikmyndir, þá verða þeir að mæta á þær. Framúrskarandi Hall Aðalleikonan Hall ber myndina svo gott sem ein á herðum sér og það er unaðslegt að fylgjast með sannfærandi frammistöðu hennar. Hún er á tjaldinu svo gott sem allan tímann og mjög oft ein að leika á móti loftinu. Mér þykir merkilegt að stjarna hennar hafi ekki risið hærra en raun ber vitni, hún alltaf frábær í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Jafn fáránlega og það kann að hljóma er ég alltaf búinn að gleyma henni þegar ég sé henni bregða fyrir á hvíta tjaldinu. Oftar en einu einni hef ég lokið við áhorf á mynd með henni í aðalhlutverki og staðið mig að því að fletta henni upp á imdb.com, þar sem ég var svo hrifinn af frammistöðu hennar. Áður en ég fór á The Night House féll ég enn og aftur í gildruna að velta fyrir mér: „Hver er aftur þessi Rebecca Hall?“ Og aftur voru það sömu viðbrögðin þegar ég var búinn að fletta henni upp: „Já, þessi!“ Hvers vegna er ég ávallt búinn að gleyma því hver ein af mínum uppáhalds leikkonum er þegar ég sé nýja mynd með henni? Mig rámar reyndar í að hafa lesið dóm þar sem gagnrýnandinn var að velta fyrir sér hvers vegna Hall hefur ekki hlotið Óskarstilnefningu þrátt fyrir að alveg jafn góð og leikkonur af sömu kynslóð líkt og Carey Mulligan, Saoire Ronan, Brie Larson og Rosamund Pike (sem allar hafa verið tilnefndar). Það er spurning hvort það breytist með The Night House. Hins vegar vinnur það gegn henni að myndin er hrollvekja, þar sem Óskarinn snobbar oftast ekki fyrir kvikmyndum af þeirri tegund. Það er hins vegar óskandi að fleiri sjái The Night House en raun ber vitni því hún er virkilega frambærileg. Niðurstaða: The Night House er haglega samsett hrollvekja þar sem Rebecca Hall stimplar sig inn sem ein besta leikkona Hollywood í dag. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við leikarann Bjartmar Þórðarson um The Night House. Einnig er hægt að fá Stjörnubíó á öllum helstu hlaðvarpsforritum. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndin hefst nokkrum dögum eftir að eiginmaður framhaldsskólakennarans Beth (Rebecca Hall) hefur framið sjálfsmorð, að því virðist án nokkurrar ástæðu. Framvindan gengur svo út á að Beth reynir að komast að því hvers vegna hann tók til þessara örþifa ráða og hvaða mann hann hafði raunverulega að geyma. Og já, það gæti verið draugagangur í húsinu þeirra. The Night House er í frekar háum klassa af hrollvekju að vera. Þetta er ekki pyntingarklám eða ódýr hrollur, heldur nokkuð vönduð framleiðsla með einstaklega trúverðugri aðalpersónu. Það mætti jafn vel kalla þetta fullorðinshroll, eða hrollvekju fyrir þroskaðri áhorfendur. Það er hreinlega orðið of sjaldgæft að við fáum að sjá svona vandaðar hrollvekjur frá Hollywood. Kannski er það vegna þess að ekki virðist vera markaður fyrir þeim. T.d. var The Night House verr sótt fyrstu sýningarhelgina heldur en kvikmynd sem enginn bað um: Don´t Breathe 2, úþynnt framhald af hinni frambærilegu Don´t Breathe frá árinu 2016. Það liggur þó í hlutarins eðli af ef áhorfendur vilja vandaðar kvikmyndir, þá verða þeir að mæta á þær. Framúrskarandi Hall Aðalleikonan Hall ber myndina svo gott sem ein á herðum sér og það er unaðslegt að fylgjast með sannfærandi frammistöðu hennar. Hún er á tjaldinu svo gott sem allan tímann og mjög oft ein að leika á móti loftinu. Mér þykir merkilegt að stjarna hennar hafi ekki risið hærra en raun ber vitni, hún alltaf frábær í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Jafn fáránlega og það kann að hljóma er ég alltaf búinn að gleyma henni þegar ég sé henni bregða fyrir á hvíta tjaldinu. Oftar en einu einni hef ég lokið við áhorf á mynd með henni í aðalhlutverki og staðið mig að því að fletta henni upp á imdb.com, þar sem ég var svo hrifinn af frammistöðu hennar. Áður en ég fór á The Night House féll ég enn og aftur í gildruna að velta fyrir mér: „Hver er aftur þessi Rebecca Hall?“ Og aftur voru það sömu viðbrögðin þegar ég var búinn að fletta henni upp: „Já, þessi!“ Hvers vegna er ég ávallt búinn að gleyma því hver ein af mínum uppáhalds leikkonum er þegar ég sé nýja mynd með henni? Mig rámar reyndar í að hafa lesið dóm þar sem gagnrýnandinn var að velta fyrir sér hvers vegna Hall hefur ekki hlotið Óskarstilnefningu þrátt fyrir að alveg jafn góð og leikkonur af sömu kynslóð líkt og Carey Mulligan, Saoire Ronan, Brie Larson og Rosamund Pike (sem allar hafa verið tilnefndar). Það er spurning hvort það breytist með The Night House. Hins vegar vinnur það gegn henni að myndin er hrollvekja, þar sem Óskarinn snobbar oftast ekki fyrir kvikmyndum af þeirri tegund. Það er hins vegar óskandi að fleiri sjái The Night House en raun ber vitni því hún er virkilega frambærileg. Niðurstaða: The Night House er haglega samsett hrollvekja þar sem Rebecca Hall stimplar sig inn sem ein besta leikkona Hollywood í dag. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við leikarann Bjartmar Þórðarson um The Night House. Einnig er hægt að fá Stjörnubíó á öllum helstu hlaðvarpsforritum.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira