Gagnrýni

White Noise: Allt er gott ef ekki er vöruskortur

Netflix frumsýndi á milli jóla og nýárs nýjustu kvikmynd Noah Baumbachs, White Noise. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra.

Gagnrýni

Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa

Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans.

Gagnrýni

Bros: Enginn er annars bróðir í leik

Fyrir tveimur vikum kom kvikmyndin Smile í bíó, en nú er farið að sýna gamanmyndina Bros. Hver er tengingin? Auðvitað engin nema hvað titlarnir eru sama orðið á íslensku og ensku (svo er Bros auðvitað ekki vísun í bros, heldur stytting á orðinu brothers). 

Gagnrýni

Smile: Brostu, þú ert að fara að deyja

Kvikmyndin Smile vakti athygli á dögunum fyrir eitthvað allt annað en innihald sitt, heldur var það hugvitasamleg markaðsherferð sem var á allra vörum. Myndin sjálf kom svo í kvikmyndahús í þar síðustu viku. En er eitthvað vit í þessu öllu saman?

Gagnrýni

Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina

Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. 

Gagnrýni

Nope: Allt í lagi, ekkert spes

Eftir að hafa slegið í gegn með sínum fyrstu kvikmyndum Get Out og Us er meiri pressa á hrollvekjuleikstjóranum Jordan Peele og væntingarnar miklar. Þriðja kvikmynd hans, Nope, er nú komin í kvikmyndahús.

Gagnrýni

Cheaters: Framhjáhaldarar á sprettinum

Sex þættir af bresku gamanþáttaröðinni Cheaters duttu inn á Stöð 2+ í byrjun viku. Þeir fjalla um Fola og Josh sem hittast fyrir tilviljun á flugvelli í Helsinki þegar fluginu þeirra til London er frestað vegna veðurs.

Gagnrýni

Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum

Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi.

Gagnrýni

The Gray Man: Netflix kveikir í peningum

Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar.

Gagnrýni

Chloe: Er glansmyndin ekki alltaf fölsk?

Amazon Prime Video framleiddi í samstarfi við BBC þáttaröðina Chloe, sem nú er hægt að sjá á streymisveitunni. Hún fjallar um Becky, rúmlega þrítuga konu, sem býr enn hjá móður sinni. Þegar Chloe, sem Becky hefur fylgst með á Instagram, fremur sjálfsmorð fer Becky á stúfana og grennslast fyrir um málið. 

Gagnrýni

Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum

Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti.

Gagnrýni

Lightyear: Þvingaður Bósi í röngum skóm

Peningamaskínan þarf að rúlla hjá Pixar, því datt einhverjum í hug að gera kvikmynd eingöngu um Bósa Ljósár. Þá ekki þann Bósa Ljósár sem birtist okkur í Toy Story myndunum, heldur einhvern ímyndaðan Bósa sem leikfangið sjálft á að vera byggt á. Orðin ringluð?

Gagnrýni

Til varnar Conversations With Friends

Stöð 2 hefur nú hafið sýningar á írsku þáttaröðinni Conversations with Friends, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sally Rooney. Ekki er langt síðan Stöð 2 sýndi aðra þáttaröð byggða á skáldsögu hennar, Normal People.

Gagnrýni

Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna

Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. 

Gagnrýni

The Dropout: Frábær þáttaröð og hrollvekjandi áminning

Nú er hægt að sjá þáttaröðina The Dropout á Disney+/STAR. Hún fjallar um Elizabeth Holmes (Amanda Seyfried), sem árið 2003, aðeins 19 ára gömul, stofnaði lyfjatæknifyrirtækið Theranos. Hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var fyrirmynd ungra kvenna sem vildu fóta sig í karllægum viðskiptaheimi. Tólf árum síðar hrundi Theranos eins og spilaborg. Elizabeth var loddari.

Gagnrýni

Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi

Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. 

Gagnrýni

The Northman: Mikið urr, en lítið bit frá norðanmanni

The Northman er nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Robert Eggers, en hún fjallar um son víkingahöfðingja (Alexander Skarsgård) sem ætlar að hefna morðs föður síns (Ethan Hawke). Myndin gerist að miklu leyti á Íslandi, meðhöfundur handritsins er Sjón, ásamt því að Björk, Ingvar E. Sigurðsson og íslensk náttúra leika hlutverk. Það vantar bara Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina og þá væri íslenska hersveitin fullmönnuð.

Gagnrýni

Apollo 10 1/2: Sögumaður af guðs náð fer til Tunglsins

Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood, nýjasta mynd bandaríska kvikmyndahöfundarins Richards Linklaters, var frumsýnd á Netflix fyrir nokkrum dögum. Hún fjallar um 10 ára dreng sem býr í Texas í kringum þann tíma sem fyrstu mennirnir lentu á tunglinu, en samskiptmiðstöð NASA er einmitt í fylkinu og faðir hans starfar þar fyrir geimferðastofnunina. 

Gagnrýni

Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish

Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. 

Gagnrýni

Belfast: Vandvirki svæfingameistarinn Branagh

Kenneth Branagh leikstýrir og skrifar kvikmyndina Belfast, sem er sjálfsævisöguleg og segir frá hluta af æsku hans í Belfast undir lok sjöunda áratugarins. Hún er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, en Bíó Paradís sýnir hana þessa dagana. 

Gagnrýni