Sumt sem glóir er einfaldlega gull Jónas Sen skrifar 18. september 2023 11:07 Páll Óskar Hjálmtýsson og Kristín Stefánsdóttir sungu klassísk popplög, ásamt stórum hópi hljóðfæraleikara og bakradda, í Salnum í Kópavogi föstudaginn 15. September. Jónas Sen Svört pallíettujakkaföt Páls Óskars Hjálmtýssonar glitruðu í mislitum ljósum Salarins í Kópavogi á föstudagskvöldið. Það var svo sannarlega við hæfi, því tónlistin sem flutt var á tónleikunum var glimmerkennd. Þetta voru lög sem maður hefur heyrt í lyftum; klassísk popptónlist eftir Burt Bacharach, Dusty Springfield, The Beachboys, Bítlana og fleiri frá sjöunda áratug síðustu aldar og til miðbiks þess áttunda. Popp er ekki rusl Lögin heyrast ennþá og ekki að ástæðulausu. Margir í hinum sígilda fagurtónlistargeira halda að popptónlist, sem er auðskilin og rennur þægilega niður, sé einföld og ódýr, byggi á lítilli kunnáttu. Hún sé bara ruslfæði. En það er ekki rétt. Burt Bacharach samdi t.d. gnægð laga með frumlegu, djassskotnu hljómferli, óvanlegri raddskipan og óreglulegri hynjandi. Lög eins og Raindrops Keep Falling On My Head eru vissulega glimmerkennd, en ódýr eru þau ekki. Og ekki auðveld í flutningi heldur, eins og margir áhugasamir píanónemendur uppgötva sér til mikillar skelfingar og vonbrigða. Áleitinn og flókinn takturinn í píanóútsettum popplögum krefst töluverðrar fagmennsku. Flottir söngvarar Páll Óskar var í öðru aðalhlutverkinu á tónleikunum, hinn söngvarinn var Kristín Stefánsdóttir. Þau eru bæði flott tónlistarfólk, hafa hlýjar og hreinar raddir, mikla sviðsútgeislun og þægilega, tilgerðarlausa framkomu. Það var einfaldlega unun að horfa og hlusta á þau syngja þarna um kvöldið. Með söngvurunum kom fram sautján manna hópur, þrettán hljóðfæraleikarar og þrjár bakraddir. Hljómsveitin samanstóð af blásurum og strengjaleikurum, og auðvitað trommu-, gítar-, bassa- og píanóleikara. Það er ansi stór hópur fyrir smágerðan Salinn í Kópavogi. Hljóðstjórn svona hljómsveitar í litlu rými er ekki auðveld. Ekki var laust við að það væri dálítill glymjandi í heildarhljómnum, þegar allir spiluðu í einu á kröftugu nótunum. Trommuleikurinn var stundum óþarflega sterkur og blásararnir áttu það til að yfirgnæfa sönginn. Það var þó sem betur fer ekki oft. Frábærar útsetningar Útsetningar Hlyns Þórs Agnarssonar píanóleikara og hljómsveitarstjóra voru ákaflega fagmannlegar. Þær voru hæfilega fjölbreyttar og litríkar, hvert hljóðfæri fékk að njóta sín án þess að það kæmi niður á flæðinu og heildarmyndinni, sem var oftast sannfærandi, þétt og lifandi. Nokkur frábær lög voru flutt sem verðugt er að minnast sérstaklega á. Son Of a Preacherman hennar Dusty Springfield gladdi hjartað, og þar voru blásararnir með allt sitt á hreinu í dillandi sólóhendingum. Svipaða sögu er að segja um gullkorn Bítlanna á borð við Here Comes the Sun og Let It Be. Það eru unaðsleg lög óþrjótandi innblásturs og voru hér flutt af vandvirkni, lífi og sál. Hljóðheimurinn þarf að vera grípandi Eins og áður segir halda margir að popptónlist sé auðveld í flutningi, því hún virðist svo einföld, ólíkt sinfóníu eftir Sibelius, svo dæmi sé tekið. Páll Óskar benti hins vegar á að lög á borð við þau sem The Beachboys sömdu eru verulega erfið viðureignar. Hljóðheimurinn er svo sérkennilegur og hann þarf að vera einbeittur og tær til að vera grípandi. Sem hann gerði, líka þegar sérstakur gestur tónleikanna, Jesper Pedersen, spilaði á þeremín, einskonar snertilaust hljómborð sem gefur frá sér draugaleg hljóð. Útkoman var góð. Gagnrýnandinn fékk gæsahúð Svo sem sjá má skemmti maður sér konunglega. Ég fæ sjaldan gæsahúð á tónleikum, en það gerðist þegar Kristín söng lagið Top Of the World og gaf þar sjálfri Karen Carpenter ekkert eftir. Hún söng af einlægri hjartahlýju, og af svo mikilli gleði og með dásamlegri stígandi í viðlögunum þar sem Páll Óskar tók undir, að mér fannst ég geta flogið. Svona tónlist lætur manni líða eins og allt sé í lagi; já, í himnalagi, jafnvel þótt sú sé ekki raunin. Hver þarf ekki á slíku að halda á gráum föstudegi? Niðurstaða: Frábærir tónleikar með ódauðlegri dagskrá sem var flutt af fagmennsku. Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þetta voru lög sem maður hefur heyrt í lyftum; klassísk popptónlist eftir Burt Bacharach, Dusty Springfield, The Beachboys, Bítlana og fleiri frá sjöunda áratug síðustu aldar og til miðbiks þess áttunda. Popp er ekki rusl Lögin heyrast ennþá og ekki að ástæðulausu. Margir í hinum sígilda fagurtónlistargeira halda að popptónlist, sem er auðskilin og rennur þægilega niður, sé einföld og ódýr, byggi á lítilli kunnáttu. Hún sé bara ruslfæði. En það er ekki rétt. Burt Bacharach samdi t.d. gnægð laga með frumlegu, djassskotnu hljómferli, óvanlegri raddskipan og óreglulegri hynjandi. Lög eins og Raindrops Keep Falling On My Head eru vissulega glimmerkennd, en ódýr eru þau ekki. Og ekki auðveld í flutningi heldur, eins og margir áhugasamir píanónemendur uppgötva sér til mikillar skelfingar og vonbrigða. Áleitinn og flókinn takturinn í píanóútsettum popplögum krefst töluverðrar fagmennsku. Flottir söngvarar Páll Óskar var í öðru aðalhlutverkinu á tónleikunum, hinn söngvarinn var Kristín Stefánsdóttir. Þau eru bæði flott tónlistarfólk, hafa hlýjar og hreinar raddir, mikla sviðsútgeislun og þægilega, tilgerðarlausa framkomu. Það var einfaldlega unun að horfa og hlusta á þau syngja þarna um kvöldið. Með söngvurunum kom fram sautján manna hópur, þrettán hljóðfæraleikarar og þrjár bakraddir. Hljómsveitin samanstóð af blásurum og strengjaleikurum, og auðvitað trommu-, gítar-, bassa- og píanóleikara. Það er ansi stór hópur fyrir smágerðan Salinn í Kópavogi. Hljóðstjórn svona hljómsveitar í litlu rými er ekki auðveld. Ekki var laust við að það væri dálítill glymjandi í heildarhljómnum, þegar allir spiluðu í einu á kröftugu nótunum. Trommuleikurinn var stundum óþarflega sterkur og blásararnir áttu það til að yfirgnæfa sönginn. Það var þó sem betur fer ekki oft. Frábærar útsetningar Útsetningar Hlyns Þórs Agnarssonar píanóleikara og hljómsveitarstjóra voru ákaflega fagmannlegar. Þær voru hæfilega fjölbreyttar og litríkar, hvert hljóðfæri fékk að njóta sín án þess að það kæmi niður á flæðinu og heildarmyndinni, sem var oftast sannfærandi, þétt og lifandi. Nokkur frábær lög voru flutt sem verðugt er að minnast sérstaklega á. Son Of a Preacherman hennar Dusty Springfield gladdi hjartað, og þar voru blásararnir með allt sitt á hreinu í dillandi sólóhendingum. Svipaða sögu er að segja um gullkorn Bítlanna á borð við Here Comes the Sun og Let It Be. Það eru unaðsleg lög óþrjótandi innblásturs og voru hér flutt af vandvirkni, lífi og sál. Hljóðheimurinn þarf að vera grípandi Eins og áður segir halda margir að popptónlist sé auðveld í flutningi, því hún virðist svo einföld, ólíkt sinfóníu eftir Sibelius, svo dæmi sé tekið. Páll Óskar benti hins vegar á að lög á borð við þau sem The Beachboys sömdu eru verulega erfið viðureignar. Hljóðheimurinn er svo sérkennilegur og hann þarf að vera einbeittur og tær til að vera grípandi. Sem hann gerði, líka þegar sérstakur gestur tónleikanna, Jesper Pedersen, spilaði á þeremín, einskonar snertilaust hljómborð sem gefur frá sér draugaleg hljóð. Útkoman var góð. Gagnrýnandinn fékk gæsahúð Svo sem sjá má skemmti maður sér konunglega. Ég fæ sjaldan gæsahúð á tónleikum, en það gerðist þegar Kristín söng lagið Top Of the World og gaf þar sjálfri Karen Carpenter ekkert eftir. Hún söng af einlægri hjartahlýju, og af svo mikilli gleði og með dásamlegri stígandi í viðlögunum þar sem Páll Óskar tók undir, að mér fannst ég geta flogið. Svona tónlist lætur manni líða eins og allt sé í lagi; já, í himnalagi, jafnvel þótt sú sé ekki raunin. Hver þarf ekki á slíku að halda á gráum föstudegi? Niðurstaða: Frábærir tónleikar með ódauðlegri dagskrá sem var flutt af fagmennsku.
Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira