Chivalry: Færir höfundar, slöpp útkoma Heiðar Sumarliðason skrifar 17. september 2023 09:31 Steve Coogan og Sarah Solemani sleppa samhygðarhleðslunni. Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin. Stöð 2+ hefur nú hafið að streyma allri þáttaröðinni Chivarly sem er útkoman úr þessari vinnu Coogan og Solemani. Hún fjallar um ungan og heitan leikstjóra að nafni Bobby (Solemani), sem fengin er til að aðstoða hrokafullan franskan leikstjóra að koma nýrri kvikmynd hans í gegnum hið nýja landslag #metoo heimsins. Sá franski er eldri kvikmyndaperri af gamla skólanum (mögulega innblásinn af hinum hollenska Paul Verhoeven). Honum þykir lítið til Bobby koma og hefur engan áhuga á innleggi hennar og kemur nærvera hennar honum svo úr jafnvægi að hann steindrepst. Því þarf hún að taka við myndinni og klára hana með aðstoð framleiðandans Cameron (Coogan). Þó svo að grunnhugmynd sé ekki sérlega æsileg við fyrstu sýn er það ekki endilega það sem skiptir öllu máli, heldur er það úrvinnslan sem er mikilvægust. Hún er því miður misheppnuð. Færir höfundar, slappt efni Það sorglega við þetta allt saman er að Chivalry hefur mjög margt með sér í liði. Coogan og Solemani eru færir höfundar, og sá leiktexti sem þau setja á blað er góður og senurnar oftast fínar. Þau gera hins vegar algjöran grundvallarfeil; okkur er nákvæmlega sama um þessar persónur þeirra. Það er líkt og þau hafi haldið að umfjöllunarefnið #metoo myndi eitt og sér myndi fleyta þeim alla leið í höfn, það gerir það hins vegar ekki. Það sem stendur Chivalry helst fyrir þrifum er að höfundarnir framkvæma höfuðsynd kvikmyndaðrar frásögn, þau hlaða okkur áhorfendur ekki samhygð gagnvart persónum sínum. Það er í raun merkilegt að svo reynt handritsfólk, sem þau sannarlega eru, geri svona mistök. Kannski er samhygð bara ekki tísku? Nokkuð dæmigerðir svipir frá aðalpersónunum tveimur. Það er áhugavert að í fjórða þætti koma loks inn senur sem ættu að ná áhorfendum á band aðalpersónanna. Það er hins vegar ekkert sem heitir eftir-á-samhygð í handritsskrifum, ekki frekar en að þú getir nestað þig og klætt í miðri ferð yfir hálendi Íslands, það eru engar sjoppur eða 66°N-búðir þar. Þú nestar þig í upphafi eða verður úti á miðri leið. Þegar u.þ.b. 70% sögunnar er lokið er orðið um seinan að ná áhorfendum á band persónanna, þeim er orðið sama um þær. Svo hjálpar ekki að tónninn flakkar út og suður. Er þetta kómedía? Er þetta drama? Ég veit það ekki. Eina stundina leið mér líkt og ég væri að horfa á Episodes eða Hacks, kómedíur um bransann í Hollywood. Svo verpist þetta skyndilega yfir í einhvers konar drama eins og Dark Money, sem BBC gerði árið 2019. Þetta eru allt mjög frambærilegar þáttaraðir sem hér eru nefndar en munurinn á þeim og Chivalry er að þær halda sig á sinni akrein og eru ekki í akreinasvig. Chivalry virkar líkt og búið sé að líma saman nokkrar þáttaraðir og vonast til að góð heild myndist. Samband aðalpersónanna tveggja er einnig mjög ósannfærandi og skortir brýr milli ákvarðana og þróunar sambandsins. Of lítið, of seint Í fimmta (og næst síðasta þætti) gerðust þó undur og stórmerki. Á einhvern undraverðan hátt var ég allt einu farinn að fjárfesta í framvindunni þegar yfirkona kvikmyndaversins (Ronda Sykes) lendir í bobba og aðalpersónurnar flækjast í það. Það entist þó ekki lengi og var einungis tól höfunda til að sýna einhverskonar þroska persónu Bobby. Framsetning höfunda á persónu hennar er hins vegar svo ruglingsleg að það skilaði engu. Ég er með nokkrar hugmyndir til að útskýra hvers vegna þetta misheppnast svona hrapalega. Ein gæti verið þessi klassíska: Of margir kokkar í eldhúsinu og höfundarnir tveir ekki að dansa í takt (ekki frekar en persónur þeirra) Líklegast þykir mér þó að formattið sé kolrangt fyrir söguna. Hér eru á ferðinni sex stykki af tuttugu mínútna þáttum. Sagan er hins vegar alltof flókin og margslungin til að hægt sé að gera henni skil á svo skömmum tíma. Líklegast liggur feillinn þar og alls ekki við höfundana að sakast og skort þeirra á hæfileikum. Líklegast eru þau að gera sitt allra besta í handónýtum kringumstæðum. Það breytir því hins vegar ekki að útkoman er ekki upp á marga fiska. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stöð 2+ hefur nú hafið að streyma allri þáttaröðinni Chivarly sem er útkoman úr þessari vinnu Coogan og Solemani. Hún fjallar um ungan og heitan leikstjóra að nafni Bobby (Solemani), sem fengin er til að aðstoða hrokafullan franskan leikstjóra að koma nýrri kvikmynd hans í gegnum hið nýja landslag #metoo heimsins. Sá franski er eldri kvikmyndaperri af gamla skólanum (mögulega innblásinn af hinum hollenska Paul Verhoeven). Honum þykir lítið til Bobby koma og hefur engan áhuga á innleggi hennar og kemur nærvera hennar honum svo úr jafnvægi að hann steindrepst. Því þarf hún að taka við myndinni og klára hana með aðstoð framleiðandans Cameron (Coogan). Þó svo að grunnhugmynd sé ekki sérlega æsileg við fyrstu sýn er það ekki endilega það sem skiptir öllu máli, heldur er það úrvinnslan sem er mikilvægust. Hún er því miður misheppnuð. Færir höfundar, slappt efni Það sorglega við þetta allt saman er að Chivalry hefur mjög margt með sér í liði. Coogan og Solemani eru færir höfundar, og sá leiktexti sem þau setja á blað er góður og senurnar oftast fínar. Þau gera hins vegar algjöran grundvallarfeil; okkur er nákvæmlega sama um þessar persónur þeirra. Það er líkt og þau hafi haldið að umfjöllunarefnið #metoo myndi eitt og sér myndi fleyta þeim alla leið í höfn, það gerir það hins vegar ekki. Það sem stendur Chivalry helst fyrir þrifum er að höfundarnir framkvæma höfuðsynd kvikmyndaðrar frásögn, þau hlaða okkur áhorfendur ekki samhygð gagnvart persónum sínum. Það er í raun merkilegt að svo reynt handritsfólk, sem þau sannarlega eru, geri svona mistök. Kannski er samhygð bara ekki tísku? Nokkuð dæmigerðir svipir frá aðalpersónunum tveimur. Það er áhugavert að í fjórða þætti koma loks inn senur sem ættu að ná áhorfendum á band aðalpersónanna. Það er hins vegar ekkert sem heitir eftir-á-samhygð í handritsskrifum, ekki frekar en að þú getir nestað þig og klætt í miðri ferð yfir hálendi Íslands, það eru engar sjoppur eða 66°N-búðir þar. Þú nestar þig í upphafi eða verður úti á miðri leið. Þegar u.þ.b. 70% sögunnar er lokið er orðið um seinan að ná áhorfendum á band persónanna, þeim er orðið sama um þær. Svo hjálpar ekki að tónninn flakkar út og suður. Er þetta kómedía? Er þetta drama? Ég veit það ekki. Eina stundina leið mér líkt og ég væri að horfa á Episodes eða Hacks, kómedíur um bransann í Hollywood. Svo verpist þetta skyndilega yfir í einhvers konar drama eins og Dark Money, sem BBC gerði árið 2019. Þetta eru allt mjög frambærilegar þáttaraðir sem hér eru nefndar en munurinn á þeim og Chivalry er að þær halda sig á sinni akrein og eru ekki í akreinasvig. Chivalry virkar líkt og búið sé að líma saman nokkrar þáttaraðir og vonast til að góð heild myndist. Samband aðalpersónanna tveggja er einnig mjög ósannfærandi og skortir brýr milli ákvarðana og þróunar sambandsins. Of lítið, of seint Í fimmta (og næst síðasta þætti) gerðust þó undur og stórmerki. Á einhvern undraverðan hátt var ég allt einu farinn að fjárfesta í framvindunni þegar yfirkona kvikmyndaversins (Ronda Sykes) lendir í bobba og aðalpersónurnar flækjast í það. Það entist þó ekki lengi og var einungis tól höfunda til að sýna einhverskonar þroska persónu Bobby. Framsetning höfunda á persónu hennar er hins vegar svo ruglingsleg að það skilaði engu. Ég er með nokkrar hugmyndir til að útskýra hvers vegna þetta misheppnast svona hrapalega. Ein gæti verið þessi klassíska: Of margir kokkar í eldhúsinu og höfundarnir tveir ekki að dansa í takt (ekki frekar en persónur þeirra) Líklegast þykir mér þó að formattið sé kolrangt fyrir söguna. Hér eru á ferðinni sex stykki af tuttugu mínútna þáttum. Sagan er hins vegar alltof flókin og margslungin til að hægt sé að gera henni skil á svo skömmum tíma. Líklegast liggur feillinn þar og alls ekki við höfundana að sakast og skort þeirra á hæfileikum. Líklegast eru þau að gera sitt allra besta í handónýtum kringumstæðum. Það breytir því hins vegar ekki að útkoman er ekki upp á marga fiska.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira