Erlent Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Erlent 17.11.2021 22:01 Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Erlent 17.11.2021 20:16 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. Erlent 17.11.2021 17:59 Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Erlent 17.11.2021 15:56 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. Erlent 17.11.2021 14:36 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. Erlent 17.11.2021 13:28 Hjónabönd samkynhneigðra loks heimil í Sviss næsta sumar Stjórnvöld í Sviss tilkynntu í morgun að hjónabönd samkynhneigðra verði heimil í landinu frá 1. júlí á næsta ári. Erlent 17.11.2021 12:58 Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Erlent 17.11.2021 12:32 Beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum og opnar á formannsskipti Danski þjóðarflokkurinn beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær og hefur formaður flokksins, Kristian Thulesen Dahl, lagt til að boðað verði til aukalandsþings og nýr formaður kjörinn. Erlent 17.11.2021 11:36 Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa. Erlent 17.11.2021 10:29 Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Erlent 17.11.2021 08:45 Skólum lokað og byggingastarfsemi bönnuð vegna mengunar Yfirvöld í Delí, höfuðborg Indlands, hafa ákveðið að loka öllum skólum borgarinnar um óákveðinn tíma vegna gríðarlegrar mengunar sem hefur lagst yfir borgina. Erlent 17.11.2021 08:10 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. Erlent 16.11.2021 15:06 Þrír látnir og tugir særðir eftir árásir í Úganda Þrír eru látnir og rúmlega þrjátíu særðust í árásum sjálfsvígssprengjumanna í úgöndsku höfuðborginni Kampala í morgun. Erlent 16.11.2021 14:00 Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Erlent 16.11.2021 13:16 Sakar föður Boris Johnson um að hafa rassskellt sig Þingkona breska Íhaldsflokksins segir að Stanley Johnson, faðir Boris Johnson forsætisráðherra, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á landsfundi flokksins fyrir tæpum tuttugu árum. Johnson hafi slegið hana eins fast og hann gat á rassinn. Erlent 16.11.2021 11:18 Helmingur glímdi við afleiðingar Covid í hálft ár eða lengur Að minnsta kosti helmingur fólks sem jafnaði sig af því að veikjast af Covid-19 glímdi við líkamleg eða andleg veikindi í sex mánuði eða lengur eftir að það var laust við sjúkdóminn. Fólk upplifði meðal annars þyngdartap, síþreytu, hita og verki. Erlent 16.11.2021 10:31 Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. Erlent 16.11.2021 10:07 Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. Erlent 16.11.2021 08:59 Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvik Herforingjastjórn Búrma hefur bætt við nýjum ákærum á hendur Aung San Suu Kyi sem herinn steypti af stóli í febrúar. Hún er ákærð fyrir kosningasvik og stendur nú fram fyrir ellefu ákærum sem allt að hundrað ára fangelsi liggur við. Erlent 16.11.2021 08:28 Áhafnir Cathay Pacific sæta ströngum sóttvarnatakmörkunum Stjórnendur flugfélagsins Cathay Pacific, sem er starfrækt frá Hong Kong, hafa kynnt nýjar og strangar reglur um sóttkví áhafna sem fela meðal annars í sér að eftir ferðir erlendis verða starfsmenn að einangra sig á heimili sínu í þrjá daga. Erlent 16.11.2021 07:50 Tíu nú látnir af völdum Covid-19 í Færeyjum Tíu hafa nú látist af völdum Covid-19 í Færeyjum frá upphafi heimsfaraldursins. Færeysk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gær að tveir hafi látist af völdum Covid-19 á sunnudag. Erlent 16.11.2021 07:42 Mennirnir fjórir látnir lausir Mennnirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárásina í Liverpool á Englandi á sunnudag hafa nú verið leystir úr haldi en lögregla segir þá hafa veitt skýr svör við spurningum sínum. Erlent 16.11.2021 07:03 Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Erlent 16.11.2021 06:42 Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.11.2021 23:30 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. Erlent 15.11.2021 21:56 COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Erlent 15.11.2021 21:02 Viðbúnaðarstig hækkað og árásarmaðurinn nafngreindur Maðurinn sem lést þegar heimatilbúin sprengja hans sprakk í leigubíl í Liverpool í gær var hinn 32. ára gamli Emad Al Swealmeen Erlent 15.11.2021 20:43 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. Erlent 15.11.2021 18:18 Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Erlent 15.11.2021 12:26 « ‹ 327 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Erlent 17.11.2021 22:01
Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Erlent 17.11.2021 20:16
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. Erlent 17.11.2021 17:59
Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Erlent 17.11.2021 15:56
Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. Erlent 17.11.2021 14:36
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. Erlent 17.11.2021 13:28
Hjónabönd samkynhneigðra loks heimil í Sviss næsta sumar Stjórnvöld í Sviss tilkynntu í morgun að hjónabönd samkynhneigðra verði heimil í landinu frá 1. júlí á næsta ári. Erlent 17.11.2021 12:58
Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Erlent 17.11.2021 12:32
Beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum og opnar á formannsskipti Danski þjóðarflokkurinn beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær og hefur formaður flokksins, Kristian Thulesen Dahl, lagt til að boðað verði til aukalandsþings og nýr formaður kjörinn. Erlent 17.11.2021 11:36
Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa. Erlent 17.11.2021 10:29
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Erlent 17.11.2021 08:45
Skólum lokað og byggingastarfsemi bönnuð vegna mengunar Yfirvöld í Delí, höfuðborg Indlands, hafa ákveðið að loka öllum skólum borgarinnar um óákveðinn tíma vegna gríðarlegrar mengunar sem hefur lagst yfir borgina. Erlent 17.11.2021 08:10
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. Erlent 16.11.2021 15:06
Þrír látnir og tugir særðir eftir árásir í Úganda Þrír eru látnir og rúmlega þrjátíu særðust í árásum sjálfsvígssprengjumanna í úgöndsku höfuðborginni Kampala í morgun. Erlent 16.11.2021 14:00
Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Erlent 16.11.2021 13:16
Sakar föður Boris Johnson um að hafa rassskellt sig Þingkona breska Íhaldsflokksins segir að Stanley Johnson, faðir Boris Johnson forsætisráðherra, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á landsfundi flokksins fyrir tæpum tuttugu árum. Johnson hafi slegið hana eins fast og hann gat á rassinn. Erlent 16.11.2021 11:18
Helmingur glímdi við afleiðingar Covid í hálft ár eða lengur Að minnsta kosti helmingur fólks sem jafnaði sig af því að veikjast af Covid-19 glímdi við líkamleg eða andleg veikindi í sex mánuði eða lengur eftir að það var laust við sjúkdóminn. Fólk upplifði meðal annars þyngdartap, síþreytu, hita og verki. Erlent 16.11.2021 10:31
Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. Erlent 16.11.2021 10:07
Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. Erlent 16.11.2021 08:59
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvik Herforingjastjórn Búrma hefur bætt við nýjum ákærum á hendur Aung San Suu Kyi sem herinn steypti af stóli í febrúar. Hún er ákærð fyrir kosningasvik og stendur nú fram fyrir ellefu ákærum sem allt að hundrað ára fangelsi liggur við. Erlent 16.11.2021 08:28
Áhafnir Cathay Pacific sæta ströngum sóttvarnatakmörkunum Stjórnendur flugfélagsins Cathay Pacific, sem er starfrækt frá Hong Kong, hafa kynnt nýjar og strangar reglur um sóttkví áhafna sem fela meðal annars í sér að eftir ferðir erlendis verða starfsmenn að einangra sig á heimili sínu í þrjá daga. Erlent 16.11.2021 07:50
Tíu nú látnir af völdum Covid-19 í Færeyjum Tíu hafa nú látist af völdum Covid-19 í Færeyjum frá upphafi heimsfaraldursins. Færeysk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gær að tveir hafi látist af völdum Covid-19 á sunnudag. Erlent 16.11.2021 07:42
Mennirnir fjórir látnir lausir Mennnirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárásina í Liverpool á Englandi á sunnudag hafa nú verið leystir úr haldi en lögregla segir þá hafa veitt skýr svör við spurningum sínum. Erlent 16.11.2021 07:03
Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Erlent 16.11.2021 06:42
Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.11.2021 23:30
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. Erlent 15.11.2021 21:56
COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Erlent 15.11.2021 21:02
Viðbúnaðarstig hækkað og árásarmaðurinn nafngreindur Maðurinn sem lést þegar heimatilbúin sprengja hans sprakk í leigubíl í Liverpool í gær var hinn 32. ára gamli Emad Al Swealmeen Erlent 15.11.2021 20:43
Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. Erlent 15.11.2021 18:18
Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Erlent 15.11.2021 12:26