„Munum refsa öllum sem framið hafa voðaverk í þessu stríði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 22:53 Ávarp frá Selenskí birtist í kvöld og þar sagði hann þvinganir Vesturlanda gegn Rússum ekki ganga nógu langt. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann fordæmdi þögn Vesturlanda við þeim ummælum varnarmálaráðuneytis Rússa að varnarinnviðir Úkraínumanna yrðu sprengdir á morgun. Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira