Rússar herða árásir sínar og refsingar á eigin þegnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 22:21 Svo virðist sem Pútín ætli ekki að draga úr innrás Rússa í Úkraínu á næstunni. Vísir/AP Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira